Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1397

13.12.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1397. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 13. desember 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2834 frá 05. desember sl.

Liðir 1-3, 8-12 og 15 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-7, 13,14 og 16-20 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2835 frá 12. desember sl.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Aðrar nefndir og ráð:

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 33 frá 22. nóvember sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 72 frá 23. nóvember sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 48 frá 26. nóvember sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 13 frá 28. nóvember sl.

Liðir 2-4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 og 5 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð almannavarnarnefndar frá 03. desember sl.

lá fyrir til staðfestingar og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 189 frá 04. desember sl.

Liðir 1-4 lágu til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 34 frá 07. desember sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 73 frá 11. desember sl.

Liðir 1-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2008

- F Y R R I U M R Æ Ð A -

Sbr. 4. mgr. 24. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gilda engar tímatakmarkanir vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Var nú gengið til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2008 og niðurstöðutölur hennar.

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2008:
Tekjur alls kr. 1.786.333.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.696.431.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 503.153.000
Veltufé frá rekstri kr. 628.563.000
Afborganir langtímalána kr. 104.000.000
Handbært fé í árslok kr. 3.727.244.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2008:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 59.238.000
Rekstrarniðurstaða fráveitu, hagnaður kr. 23.004.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 547.000
Rekstrarniðurstaða félagslegra íbúða, tap kr. 16.663.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap kr. 3.898.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 363.000
Veltufé frá rekstri kr. 132.925.000
Afborganir langtímalána kr. 119.000.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2008:
Tekjur alls kr. 2.413.101.000
Gjöld alls kr. 2.307.983.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 472.368.000
Veltufé frá rekstri kr. 761.488.000
Framkvæmdir og sérstök verkefni kr. 370.000.000
Afborganir langtímalána kr. 223.000.000
Handbært fé í árslok kr. 3.727.244.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fundi slitið kl. 18.42

Elliði Vignisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)