Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1396

15.11.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1396. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 15. nóvember 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

1. mál.

Tillaga Vestmannaeyjalista:

Ályktun:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á samgönguráðherra að leysa nú þegar þann hnút sem upp er kominn varðandi sjúkraflugsmál Vestmannaeyja. Frá 1. nóvember sl. hefur ekki verið unnt að senda sjúklinga með sjúkraflugi milli kl. 19.00 á kvöldin og 7.30 á morgnana þar sem hér er ekki sólarhringsbakvakt og Flugstoðir telja sig bundna af samningi við samgönguráðuneytið um að Vestmannaeyjaflugvöllur sé lokaður á þessum tíma.

Greinargerð:

Vestmannaeyjaflugvöllur er fjórði fjölfarnasti flugvöllur landsins í innanlandsflugi bæði hvað varðar farþegafjölda og flugtök og lendingar. Árið 2006 fóru 47.523 farþegar um völlinn og flugtök og lendingar voru 13.714 talsins, þau síðastnefndu meira en tvöfalt fleiri en voru á Egilsstöðum sama ár. Undanfarin ár hafa sjúkraflug verið á bilinu 50-100 á ári. Sólarhringsvakt er á flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Vegna landfræðilegrar sérstöðu er staða sjúkraflugs sérstök að mörgu leyti hér í Vestmannaeyjum og út frá öryggissjónarmiðum er það óforsvaranlegt að mati bæjarstjórnar að einungis sé hægt að senda sjúklinga með sjúkraflugi að degi til.

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Páll Scheving (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2830 frá 23. október sl.

Liðir 1 -4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2831 frá 24. október sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2832 frá 01. nóvember sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2833 frá 13. nóvember sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 5, og 7-10 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð:

 1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 187 frá 9. október sl.

Liðir 1, 2 og 6, 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 46 frá 22. október sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 31 frá 22. október sl.

Liðir 2, 4-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og kynningar.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 10 frá 24. október sl.

Liðir 2-4, 7-9 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 5, 6 og 10 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 70 frá 24. október sl.

Liðir 1-13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 47 frá 29. október sl.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 3, 4, 6, 7 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 32 frá 5. nóvember sl.

Liðir 4-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 188 frá 6. nóvember sl.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 2 og 4-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 71 frá 7. nóvember sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2, 3, 5-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum, einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

Bæjarstjórn ákvað að að vísa lið 4 úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 71 aftur til ráðsins. Var það samþykkt með sex atkvæðum, einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 19.34

Elliði Vignisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign.)