Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1395

18.10.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1395. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 18. október 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar bar upp þá tillögu að taka saman 2. og 3. mál á dagskránni og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá

1. mál.

Ályktun

Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur ríka áherslu á mikilvægi starfsemi Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir samfélagið í Eyjum. Á undanförnum árum hefur Sparisjóðurinn vaxið sem fjármálastofnun og nær nú starfssvæðið frá Hveragerði í vestri til Breiðdalsvíkur í austri, með öflugar aðalstöðvar í Vestmannaeyjum.

Á sama tíma hefur varasjóður sparisjóðsins vaxið í takt við góðan árangur í rekstri og myndar nú nær allt eigið fé hans. Nýlega hefur verið samþykkt að margfalda stofnfé í sjóðnum á næstu misserum til þess að efla stöðu hans. Á sama tíma auglýsa fjárfestar í fjölmiðlum eftir að komast yfir stofnfjárbréf í Sparisjóðnum og eru sagðir bjóða margfalt verð fyrir stofnfjárhluta til þess eins að hafa áhrif á stöðu varasjóðsins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir á stjórn og stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum að standa saman og minnir jafnframt á að þeir eru trúnaðarmenn sjóðsins og hefur svo verið allt frá stofnun. Jafnframt beinir bæjarstjórn þeim eindregnu tilmælum til stjórnar og stofnfjáreigenda að einskis verði látið ófreistað við að tryggja sem best framtíðarstöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja, viðskiptamanna sjóðsins og þeirra gríðarlegu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði.

Elliði Vignisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja, staða mála og umræður um rekstur ferju á ferjuleiðinni Bakkafjara - Vestmannaeyjar.

3. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2827 frá 18. september sl.

Liðir 1,2,4,6 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3,5 og 8 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2828 frá 25. september sl.

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar og var hann staðfestur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2829 frá 09. október sl.

Liðir 1-6 og 10 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 7-9, 11 og 12 liggja fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð:

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 29 frá 14. september sl.

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 9 frá 19. september sl.

Liðir 2-9 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 liggur fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 68 frá 19. september sl.

Liðir 1-12 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 30 frá 21. september sl.

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 liggur fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 69 frá 03. október sl.

Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.17

Elliði Vignisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)