Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1394

13.09.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1394. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 13. september 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Mál. Útivistarsvæði við Íþróttamiðstöðina

Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við Íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní vorið 2008. Tillögum og kostnaðaráætlun skal skila til bæjarráðs eigi síðar en 15. desember 2007 og skulu þær taka mið af skýrslu starfshóps MTV dagsettri 28. des 2004. Eins og þar kemur fram skal horft til þess að framkvæmdin endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja og gagnist sérstaklega börnum og barnafjölskyldum og verði eftirsótt af heimafólki jafnt sem ferðamönnum.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Var tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Knattspyrnuhús

“Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008. Í samræmi við skýrslu MTV dagsettri 28. ágúst ber að reisa húsið vestan við Týsheimilið og nýta aðstöðu sem þar er svo sem salerni og sturtur. Bæjarstjórn telur ennfremur að í samræmi við skýrsluna skuli horft til byggingar sambærilegri þeirri, sem verið er að byggja í Grindavík hvað varðar aðstöðu, stærð og efnisval (varanlegt efni) en kostnaður vegna þess húss er um 210 milljónir.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki og bera slíkt tilboð saman við aðrar leiðir við fjármögnun. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði.”

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Var tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Leikskólagjöld og þjónusta Vetmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn fagnar og tekur heilshugar undir þær breytingar á gjaldskrá leikskóla sem samþykktar hafa verið í skólamálaráði. Þar kemur fram að grunngjald gjaldskrár lækkar um 18,3% og fer Vestmannayjabær þar með úr því að vera með dýrustu þjónustu á landinu á leikskólagjöldum niður fyrir landsmeðaltal. Þá tekur bæjarstjórn undir þá ályktun skólamálaráðs að þessi lækkun leikskólagjalda er fyrst og fremst möguleg vegna þeirra hagræðinga í rekstri málaflokksins sem náðst hafa á árinu. Starfsfólk leikskólanna og fjölskyldu- og fræðslusviðs hefur staðið sig með miklum sóma í þeim aðgerðum sem náðst hafa í hagræðingu.

Markmið Vestmannaeyjabæjar mun áfram verða að stuðla að bættum hag barna og barnafjölskyldna í Vestmannaeyjum.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Var tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2824 frá 31. júlí sl.

Liðir 1-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2825 frá 21. ágúst sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhjóða atkvæðum.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2826 frá 06. september sl.

Liðir 5-9 og 11-12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-4 og 10 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

d Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 25 frá 24. júlí sl.

Liðir 1-3, 7-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-6, 12 og 13 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 65 frá 25. júlí sl.

Liðir 1-8 og 10-14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 9 lá fyrir til kynningar.

f. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 26 frá 01. ágúst sl.

Liðir 1 og 3 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2, 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr 185 frá 14. ágúst sl.

Liðir 3-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til kynningar.

h. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 66 frá 15 ágúst sl.

Liðir 1-3, 5, 7-15 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykktir að vísa erindum í lið 4 og 6 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs aftur til afgreiðslu ráðsins.

i. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 44 frá 16. ágúst sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 8 frá 22. ágúst sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Bókun V-lista:

Enn höfum við hér dæmi þar sem ekki er gætt eðlilegrar meðferðar mála, dæmi um mál sem tekið er inn með afbrigðum í gegnum nefndir og ráð. Fulltrúar Vestmannaeyjalista mælast til þess að réttrar stjórnsýslu sé gætt þannig að mál fái eðlilega umfjöllun og meðferð.

Hjörtur Kristjánsson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson(sign).

Liðir 3, 4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 5 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 27 frá 24. ágúst sl.

Liðir 2, 3-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og kynningar.

Liðir 1, 7-10 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 28 frá 31. ágúst sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann staðfestur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 67 frá 04. september sl.

Liðir 1-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 186 frá 11. september sl.

Liðir 1-3, 5, 6, 8-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4 og 7 lágu fyrir til kynningar.

Fundi slitið kl. 19.18

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)