Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1393

19.07.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1393. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 19. júlí 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð fjölskylduráðs nr. 7 frá 18. júlí sl. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá

1. mál. Samgöngur

Ályktunartillaga bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn harmar að ekki hafi náðst að efna loforð um næturferðir með Herjólfi. Nú þegar langt er liðið á sumarið bendir flest til að ekki takist að efna það loforð þar sem samningar hafa ekki náðst milli ríkisins og Eimskips.

Yfirlýsing um að rúmlega 20 næturferðum yrði bætt við áætlun Herjólfs skóp miklar væntingar í Vestmannaeyjum sem hafa nú verið að engu hafðar enda langt liðið á sumarið. Fjárhagslegt tjón ferðaþjónustuaðila er verulegt og óþægindi þau er bæjarbúar hafa orðið fyrir vegna flöskuhálsa í samgöngum verða vart metin til fjár.

Sú óvissa sem Eyjamenn þurfa ætíð að búa við hvað samgöngur varðar er samfélaginu þungbær. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir því að óska tafarlaust eftir því að samgönguráðherra leggi fram áætlun um það hvernig samgöngum til Vestmannaeyja verður háttað til ársins 2010.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2822 frá 27. júní sl.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,2, 5-8 ,11 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4, 9 og 10 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2823 frá 17. júlí sl.

Liður 1,2 og 3 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-8, 10 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 9 lá fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 24 frá 26. júní sl.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 7 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 6 frá 27. júní sl.

Liðir 1,2 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3 og 4 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 43 frá 5 júlí sl.

Liðir 1,2 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3 og 4 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 64 frá 5 júlí sl.

Liðir 1 og 5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 og 6-9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr 184 frá 17. júlí sl.

Breyting var gerð á setu fundarmanna í ráðinu, Gunnar Friðfinnsson og Margrét Rós Ingólfsdóttir sátu ekki fundinn og voru nöfn þeirra því fjarðlægð úr fundargerðinni.

Liðir 4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 7 frá 18. júlí sl.

Hafdís Sigurðardóttir vék af fundi fjölskylduráðs þegar fjallað var um lið 3 í fundargerðinni.

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.39

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)