Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1392

29.06.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1392. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Aukafundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, föstudaginn 29. júní 2007 kl. 08.00 í fundarherbergi Ráðhússins.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn 1. mál á dagskrá og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá

1. mál. Sala hlutabréfa Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir fyrirliggjandi tilboð, Geysir Green Energy í 6,878% eignarhluta Vestmannaeyjabæjar, samtals að nafnvirði 512.756.280 á genginu 7,1. Bæjarstjórn leggur áherslu á að tilboðsgjafi ábyrgist að staðið verði við skuldbindingar Hitaveitu Suðurnesja hvað varðar vatnsveitu í Vestmannaeyjum m.a. um lagningu á nýrri vatnslögn milli lands og Eyja og rekstur vatnsveitunnar og að ákvæði um það verði sett inn í kaupsamning við Geysir Green Energy. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning í samræmi við framangreint.

Tillagan var samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 9.09

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páley Borgþórsdótti (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)