Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1390

31.05.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1390. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 31. maí 2007 kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2817 frá 2. maí sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2818 frá 11. maí sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2819 frá 15. maí sl.

Liðir 1-3 og 5-14 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lágu fyrir til staðfestingar og umræðu.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2820 frá 30. maí sl.

Liðir 1-9 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Aðrar nefndir og ráð

 1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 4 frá 25.apríl sl.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 20 frá 2. maí sl.

Liðir 1-4 og 6-8 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.”

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

G. Ásta Halldórsdóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 41 frá 03 maí sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 60 frá 3. maí sl.

Liðir 1-10 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 61 frá 16. maí sl.

Leiðrétting á lið 11 í fundargerðinni:

”Guðmundur Þ.B. Ólafsson fh. Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. en á að standa fh.Vestmannaeyjabæjar.”

Leiðréttingin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-16 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum en Guðlaugur Friðþórsson sat hjá í liðum 7, 8 og 9.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 21 frá 22. maí sl.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 182 frá 29. maí sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Mál. Viðauki við leigusamning milli Hafnarsjóðs Vestmannaeyja og Skipalyftunnar ehf., Vestmannaeyjum.

Viðaukinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. Mál. Umræða um málefni Herjólfs.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að kanna hvort seinni ferð Herjólfs nk. laugardag, sem felld hefur verið niður að ósk verktaka, verði færð á annan dag síðar á árinu.”

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

G. Ásta Halldórsdóttir (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Hjörtur Kristjánsson

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. Mál. Tillaga V lista:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir fundi bæjarstjórnar með samgönguráðherra um nútíð og framtíð í samgöngum við Vestmannaeyjar.

Greinargerð.

Samgöngur við Vestmannaeyjar eru ófullnægjandi og nauðsynlegt að ráða á þeim bót án tafar með fjölgun ferða og nýjum skipakosti. Varðandi framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar þá hefur nauðsynlegum rannsóknum ekki verið lokið til þess að mögulegt sé að meta hvaða kostur sé heppilegastur. Mikilvægt er að ljúka öllum rannsóknum sem fyrst. Í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og nýr samgönguráðherra tekið til starfa er rétt að kynna ráðherra sjónarmið bæjarstjórnar.”

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá D-lista:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarráði, sem fer með samgöngumál Vestmannaeyja, að óska eftir formlegum fundi bæjarstjórnar með Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra, um samgöngur við Vestmannaeyjar hið fyrsta. Æskilegt er að ofangreindur fundur fari fram í Vestmannaeyjum.”

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Gunnlaugur Grettisson

G. Ásta Halldórsdóttir

Páll Scheving

Hjörtur Kristjánsson

Guðlaugur Friðþórsson

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.10

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

G. Ásta Halldórsdóttir (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)