Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1389

24.04.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1389. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, þriðjudaginn 24. apríl 2007 kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Mál. Tillaga frá D-lista. Samgöngur milli lands og Eyja.

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur umræða um samgöngur til Vestmannaeyja verið áberandi. Samgöngur og atvinnumál eru mikilvægastu mál Vestmannaeyja og því ályktar bæjarstjórn Vestmannaeyja eftirfarandi:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur marg ítrekað þá forgangsröðun í samgöngum, að jarðgöng séu besti kosturinn.

Reynist jarðgöng ekki framkvæmanleg hvetur bæjarstjórn til þess að aðgerðum verði hraðað sem mest vegna bættra samgangna á sjó. Í því sambandi vill bæjarstjórn Vestmannaeyja að ný farþegaferja, sem bæði getur siglt til Þorlákshafnar og í Bakkafjöru verði fengin eins fljótt og kostur er og í því samhengi vill bæjarstjórn horfa til þess að framkvæmdum við Bakkafjöru verði lokið fyrr en ráðgert hefur verið og að siglingar þangað geti hafist árið 2009.

Öllum má hinsvegar ljóst vera að þrátt fyrir miklar úrbætur í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar á síðustu árum verður illa unað við núverandi ástand lengur. Þar til framtíðarkostir verða teknir í notkun hvað samgöngur við Vestmannaeyjar varðar þarf að efla núverandi samgöngur á sjó og í lofti eins mikið og kostur er. Því samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að óska eftir því við samgönguyfirvöld að allt að 30-40 næturferðum með Herjólfi verði bætt inn í sumaráætlun Herjólfs og komi þessar viðbótarferðir til framkvæmda strax í næsta mánuði. Horfa ber til þess að næturferðir þessar dragi úr gámaflutningum og öðrum vöruflutningum á bíladekki og losi þannig um flöskuhálsa sem verið hafa á ákveðnum álagstímum yfir sumarmánuðina.

Elliði Vignisson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Páll Marvin Jónsson

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum, einn sat hjá og einn greiddi atkvæði á móti.

Guðlaugur Friðþórsson, Páll Scheving Ingvarsson og Hjörtur Kristjánsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

2. Mál. Stofnun hlutafélags um jarðgöng milli lands og Eyja.

Að beiðni Vestmannaeyjabæjar á sér nú stað óháð úttekt á þörf fyrir frekari rannsóknir hvað jarðgöng varðar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur það afar mikilvægt að þeirri úttekt verði lokið sem fyrst og næstu skref metin í kjölfar þeirrar úttektar. Hinsvegar eru öllum ljós þau miklu og byltingarkenndu áhrif sem jarðgöng til Vestmannaeyja hefðu á sunnlenskt atvinnu- og mannlíf ef forsendur gera slíka framkvæmd mögulega. Til að vera undirbúin fyrir næstu skref samþykkir bæjarstjórn því þátttöku í stofnun hlutafélags um jarðgöng milli lands og Eyja.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. Mál. Tillaga frá Vestmannaeyjalistanum um viðhorfskönnun um samgöngumál.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að gerð verði eftirfarandi viðhorfskönnun meðal bæjarbúa samhliða alþingiskosningunum 12. maí n.k.:

Viðhorfskönnun um samgöngumál

A. Varðandi ástand samgöngumála eins og það er í dag:

1. Telur þú núverandi samgöngur með Herjólfi :

Óviðunandi

Ásættanlegar

Í góðu lagi

Merktu með X við þann reit hér að ofan (einungis einn) sem endurspeglar best skoðun þína á þessu máli.

2. Telur þú að rétt sé að fá stærra og hraðskreiðara skip nú þegar til bráðabirgða á meðan beðið er eftir framtíðarúrbótum í samgöngumálum?

Nei

Merktu með X við þann kost hér að ofan sem þú telur réttastan.

B. Varðandi framtíðarsamgöngur:

3. Að því gefnu að allir neðangreindir kostir séu framkvæmanlegir raðaðu þeim í röð eftir því hvaða kost þú telur vera bestan, næstbestan og lakastan sem framtíðarvalkost í samgöngumálum:

Stærri og hraðskreiðari ferja sem siglir til og frá Þorlákshöfn með 2 klukkustunda ferðatíma og fullnægjandi ferðatíðni (engin göng eða höfn í Bakkafjöru)

Jarðgöng milli lands og Eyja

Höfn í Bakkafjöru

Merktu við ofangreinda kosti með tölustöfunum 1,2 eða 3 þar sem:

1 er besti kostur að þínu mati

2 er næstbesti kostur að þínu mati

3 er lakasti kostur að þínu mati

Greinargerð:

Samgöngumál eru mjög mikilvæg fyrir Vestmannaeyinga. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur forgangsraðað framtíðarmöguleikum í samgöngumálum þar sem jarðgöng eru sett í fyrsta sæti. Samgönguráðherra hefur þó ekki orðið við óskum um fjármagn til frekari rannsókna á þeim kosti. Einnig hefur verið uppi krafa um stærri og hraðskreiðari ferju til Þorlákshafnar frá og með komandi sumri þótt ekkert hafi enn gerst í þeim málum.

Ekki er víst að forgangsröðun bæjarstjórnar endurspegli óskir Vestmannaeyinga. Þessi mál hafa verið mikið í umræðunni og mismunandi skoðanir komið fram. Sumir eru andstæðingar jarðganga og margar raddir hafa komið fram sem telja Bakkafjöru ekki góðan kost. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar haldið því fram opinberlega að almenn sátt sé um Bakkafjöruhöfn hér í Vestmannaeyjum þótt annað megi ráða af greinarskrifum og almennum umræðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans telja þvi rétt að nýta það tækifæri sem alþingiskosningarnar eru og gera samhliða þeim viðhorfskönnun til að fá fram skoðanir bæjarbúa í þessu mikilvæga máli. Vilji bæjarbúa hlýtur að vera einn af áhrifaþáttum við ákvarðanatöku.

Hjörtur Kristjánsson

Páll Scheving Ingvarsson

Guðlaugur Friðþórsson

Svohljóðandi frávísunartillaga barst frá sjálfstæðismönnum:

Framkomin tillaga er ekki til þess fallin að bæta samgöngur milli lands og Eyja, heldur felast eingöngu í henni skilaboð um að óeining sé meðal Eyjamanna um hvaða leið sé best að fara til að bæta samgöngur. Bæjarstjórn stendur við fyrri ályktanir um að jarðgöng séu besti kosturinn hvað framtíðarsamgöngur varðar. Séu þau ekki möguleg þarf að stórefla siglingar milli lands og Eyja, því leggjum við til að tillögunni verði vísað frá.

Elliði Vignisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Frávísunartillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

4. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2815 frá 3. apríl sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann staðfestur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum

.

Liðir 8 og 9 lágu fyrir til kynningar

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2816 frá 17.apríl sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.

Þessi liður var afgreiddur í bæjarstjórn þann 13. júní 2006. Var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3,6 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,4,5,8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð almannavarnarnefndar frá 29. mars sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 18 frá 29. mars sl.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 19 frá 3. apríl sl.

Liðir 2 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 39 frá 4. apríl sl.

Liðir 1 og 3-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 58 frá 4. apríl sl.

Liðir 1-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 40 frá 16. apríl sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 59 frá 18. apríl sl.

liðir 1-12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 180 frá 20. apríl sl.

Liðir 1-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

5. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana, fyrir árið 2006.

-Seinni umræða-

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2006:
Heildartekjur kr. 2.014.352.000
Heildargjöld kr. 2.078.412.000
Afskriftir kr. 33.035.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -97.096.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.731.332.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -516.009.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 232.296.421
Heildargjöld kr. 292.544.179
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -110.785.125
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.224.602.319
Eigið fé kr. 603.177.329
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2006:
Heildartekjur kr. 99.489.392
Heildargjöld kr. 163.551.470
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -64.062.078
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 342.091.751
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -812.088.526
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 44.099.519
Heildargjöld kr. 22.199.119
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 21.900.400
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 216.672.011
Eigið fé kr. 65.642.369
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2006:
Heildartekjur kr. 223.566.749
Heildargjöld kr. 233.610.922
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -10.044.173
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 133.792.961
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -77.862.072
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 60.077.862
Heildargjöld kr. 100.292.237
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -40.214.375
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 122.381.530
Eigið fé kr. 74.784.290
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2006:
Heildartekjur kr. 4.378.550
Heildargjöld kr. 8.268.465
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -3.889.915
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.520.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -8.077.678
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2006:
Heildartekjur kr. 15.920.000
Heildargjöld kr. 17.481.813
Rekstrarniðurstaða (-tap) kr. -1.134.289
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 13.027.023
Eigið fé kr. 13.027.023
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2006:
Heildartekjur kr. 83.390.049
Heildargjöld kr. 74.752.437
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 8.637.612
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 64.523.615

Vestmannaeyjalistinn kom með svohljóðandi bókun:

Eins og menn muna var Vestmannaeyjabær fyrir nokkru undir eftirliti hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og gerður var samningur við nefndina um hagræðingartillögur í rekstri og fékk sveitarfélagið 35 milljón kr. framlag frá þeim vegna þessa.

Eðli málsins samkvæmt tók bæjarstjórn þessu alvarlega, þar sem rekstur bæjarfélagsins hafði í mörg ár verið algerlega óviðunandi. Tekin var sú ákvörðun að fara kerfisbundið í gegnum reksturinn þ.e. höfnina, áhaldahúsið, sameiningu leikskóla, sameiningu grunnskóla, Hraunbúðir, yfirstjórn og svo mætti lengi telja. Þetta var mjög erfitt verkefni sem snerti marga starfsmenn bæjarfélagsins.

Niðurstaðan er að áætlanir hafa gengið eftir, rekstrarkostnaður bæjarfélagsins hefur lækkað og tekjur, þá aðallega frá Jöfnunarsjóði, hafa aukist. Betra jafnvægi er komið á rekstur bæjarfélagsins vegna þeirra aðgerða sem gripið var til á sínum tíma. Það er því eðlilegt að færa forverum okkar í bæjarstjórn þakkir fyrir vel unnin störf og ekki síst Bergi Elíasi Ágústssyni, fyrrverandi bæjarstjóra fyrir að lyfta grettistaki í rekstri Vestmannaeyjabæjar.

Páll Scheving (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Svohljóðandi mótbókun barst frá Sjálfstæðisflokknum:

Sá viðskilnaður V-listans sem blasti við fulltrúum sjálfstæðismanna eftir að samstarfi Andrésar Sigmundssonar og Lúðvíks Bergvinssonar sleppti er öllum kunnur. Undir stjórn sjálfstæðismanna hefur grettistaki verið lyft í rekstri bæjarfélagsins og er viðsnúningurinn að mestu tilkominnn seinasta árið eins og bæjarfulltrúum er kunnugt. Vilji núverandi meirihluta sjálfstæðismanna er að varða þessa leið áfram í góðu samstarfi við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar.

Ofangreindar lykiltölur og ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 20.36

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)