Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1388

17.04.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1388. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja þriðjudaginn 17. apríl 2007 kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Dagskrá

1. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006.

Fyrri umræða

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofanana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2006:
Heildartekjur kr. 2.014.352.000
Heildargjöld kr. 2.078.412.000
Afskriftir kr. 33.035.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -97.096.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.731.332.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -516.009.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 232.296.421
Heildargjöld kr. 292.544.179
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -110.785.125
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.224.602.319
Eigið fé kr. 603.177.329
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2006:
Heildartekjur kr. 99.489.392
Heildargjöld kr. 163.551.470
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -64.062.078
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 342.091.751
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -812.088.526
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 44.099.519
Heildargjöld kr. 22.199.119
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 21.900.400
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 216.672.011
Eigið fé kr. 65.642.369
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2006:
Heildartekjur kr. 223.566.749
Heildargjöld kr. 233.610.922
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -10.044.173
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 133.792.961
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -77.862.072
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2006:
Heildartekjur kr. 60.077.862
Heildargjöld kr. 100.292.237
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -40.214.375
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 122.381.530
Eigið fé kr. 74.784.290
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2006:
Heildartekjur kr. 4.378.550
Heildargjöld kr. 8.268.465
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -3.889.915
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.520.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -8.077.678
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2006:
Heildartekjur kr. 15.920.000
Heildargjöld kr. 17.481.813
Rekstrarniðurstaða (-tap) kr. -1.134.289
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 13.027.023
Eigið fé kr. 13.027.023
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2006:
Heildartekjur kr. 83.390.049
Heildargjöld kr. 74.752.437
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 8.637.612
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 64.523.615

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. Mál. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2008 – 2010.

Síðari umræða.

Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar fór yfir helstu forsendur fyrir þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2008-2010 en engar breytingar voru gerðar milli umræðna.

Áætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

Guðlaugur Friðþórsson og Páll Scheving Ingvarsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

Fundi slitið kl. 18.45

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)


Jafnlaunavottun Learncove