Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1387

22.03.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1387. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 22. mars 2007 kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til auglýstrar dagskrár var leitað afbrigða til að taka inn ályktun félagsfundar Ægisdyra til bæjarstjórnar Vestmannaeyja, og var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að taka málið á dagskrá fundarins sem 3. mál.

Dagskrá

1. Mál. Stuðningsyfirlýsing við Vestfirðinga og landsbyggðina.

Vestmannaeyjabær styður af heilum hug þær áherslur sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum setja fram í viðleitni til að snúa við þeirri óheillaþróun í byggða- og atvinnumálum sem átt hefur sér stað í landshlutanum.

Veik byggð á Vestfjörðum veikir landsbyggðina alla og um leið landið allt.

Vestmannaeyjabær lýsir sig reiðubúinn til að taka þátt í því með öðrum sveitarfélögum að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni.

Stuðningsyfirlýsingin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. Mál. Tillaga V listans.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að óska eftir tilboðum í framkvæmd þeirra rannsókna á jarðlögum við Vestmannaeyjar, sem nauðsynlegt er að ljúka svo mögulegt sé að kostnaðarmeta gerð jarðganga milli lands og Eyja”

Greinargerð:

Bæjarstjórn hefur forgangsraðað þannig, að jarðgöng séu fyrsti kostur í framtíðarsamgöngum við Vestmannaeyjar. Öllum skýrslum ber saman um að gerð jarðganga milli lands og Eyja er tæknilega framkvæmanleg. Hins vegar er deilt um mat á kostnaði vegna framkvæmdarinnar. Stjórn Ægisdyra áhugafélags um vegtengingu milli lands og Eyja fullyrðir að hægt sé að segja til um kostnað vegna gerðar jarðganga að undangengnum rannsóknum á jarðlögum við Vestmannaeyjar. Þær rannsóknir verður að framkvæma. Til þess að eyða óvissu um hugsanlegan kostnað vegna þessara rannsókna er rétt að óska eftir tilboði frá aðilum sem annast geta slíkar rannsóknir. Þegar sú tala liggur fyrir er eðlilegt að óska eftir því við samgönguráðuneytið, sem fer með þennan málaflokk, að það greiði þá upphæð. Ef samgönguráðuneytið hafnar þeirri ósk þarf að leita annarra leiða til lausnar á málinu, ætli bæjarstjórn sér raunverulega að berjast af afli fyrir besta kostinum, sem hlýtur að vera hlutverk bæjarstjórnar.

Páll Scheving (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur alla tíð haldið því fram að jarðgöng séu besti kosturinn hvað framtíðarsamgöngur varðar og því lagt áherslu á að nauðsynlegar rannsóknir fari fram. Í þeim tilgangi að fá veigamiklum spurningum svarað hefur Vestmannaeyjabær nú þegar óskað eftir því að óháð úttekt fari fram á því hvort frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að meta kostnaðinn við jarðgangagerð milli lands og Eyja og ef svo er hver kostnaður vegna slíkra rannsóknar er. Í því hefur Vestmannaeyjabær fengið stuðning þingmanna allra flokka í Suðurkjördæmi. Þá má einnig benda V listanum á að nú þegar hafa Ægisdyr fengið kostnaðarhugmyndir og viðkomandi rannsóknir því óþarfar.

Því er tillagan óþörf og til þess eins fallin að skapa pólitískan ágreining í umræðu um jarðgöng.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

3. Mál. Ályktun félagsfundar Ægisdyra til bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

“Félagsfundur Ægisdyra haldinn 17. mars 2007 skorar á bæjarstjórn Vestmannaeyja að leggja höfuðáherslu á að lokið verði nauðsynlegum forrannsóknum við Eyjar sem allra fyrst. Rannsóknir þessar munu gefa nákvæmari vitneskju en áður um aðstæður við Heimaey og áætlaður kostnaður er um 50 m. kr. Með niðurstöðum úr þessum rannsóknum verður mögulegt að bera saman jarðgöng sem framtíðarkost við aðra kosti sem hafa verið til skoðunar. Mikilvægt er að svar liggi fyrir eigi síðar en um næstu mánaðarmót svo mögulegt sé að vinna rannsóknirnar á vordögum.”

Greinargerð:

Jarðgöng eru sá kostur sem mun til framtíðar efla byggðarlagið og nágrannasveitarfélög. Sú tillaga sem samgönguráðherra hefur lagt til er ekki til þess fallin að færa málið fram á veginn. Einn aðili enn sem er fenginn til að skoða einungis fyrirliggjandi gögn í málinu er ákvörðun, sem engin alvara er á bak við. Það er skýrt að næsta skref eru frekari jarðfræðirannsóknir sem leggja þarf höfuðáherslu á.

Sverre Barlindhaug jarðverkfræðingur norska ráðgjafarfyrirtækisins Multiconsult og Birgir Jónsson dósent í jarðverkfræði við Háskóla Íslands fullyrða, að þá verði mögulegt að áætla raunverulegan framkvæmdakostnað ganganna með mun betri vissu en áður. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur áður ályktað hver forgangsröðunin er í athugun á framtíðarlausn og í samræmi við þá forgangsröðun er það skýrt að leggja þarf meiri áherslu á gangamálið. Krafan er skýr frá Vestmannaeyjum að frekari rannsóknir verði unnar áður en ákvörðun um framtíðarlausn verður tekin. Undirskriftarsöfnun sem er í gangi í Vestmannaeyjum mun svo sannarlega sýna ráðamönnum að íbúum Vestmannaeyja er full alvara með þessa kröfu. Krafan er að ljúka nauðsynlegum rannsóknum með faglegum vinnubrögðum og með samstarfi þeirra aðila sem eiga hagsmuna að gæta í málinu. Við þurfum ekki aðila til að kanna hvort það þurfi að rannsaka, það þarf að rannsaka.

f.h. stjórnar Ægisdyra,

Ingi Sigurðsson formaður.

Bókun D-listans vegna ályktunar félagsfundar Ægisdyra:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur alla tíð haldið því fram að jarðgöng séu besti kosturinn hvað framtíðarsamgöngur varðar og því lagt áherslu á að nauðsynlegar rannsóknir fari fram. Á hitt ber að líta að sérfræðingar ríkisins hafa hingað til talið að frekari rannsóknir séu óþarfar. Í þeirri viðleitni að fá nauðsynlegum spurningum svarað hefur Vestamannaeyjabær nú þegar óskað eftir því að óháð úttekt fari fram á því hvort frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að meta kostnaðinn við jarðgangagerð milli lands og Eyja og ef svo er hver kostnaður vegna slíkra rannsókna er.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Bókun V listans vegna ályktunar félagsfundar Ægisdyra:

Fulltrúar Vestmannaeyjalistans vísa í tillögu sína sem fram kom í máli 2 á þessum fundi og þá afstöðu sem þar kemur fram.

Páll Scheving (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

4. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2813 frá 7. mars sl.

Liðir 1,2,3,4,5,6,7,8 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 10,11 og 13 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2814 frá 20. mars sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sex atkvæðum, einn sat hjá.

Guðlaugur Friðþórsson og Elliði Vignisson gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og kynningar.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst :

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur undir ályktun bæjarráðs. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir því við Vegagerðina að 3. ferð verði bætt við sumaráætlun Herjólfs, ef leit að öðru skipi ber ekki árangur.

Tillagan við 3. lið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 6,8,10,11,12,13 og 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4,5,7,9,15,16,17 og 18 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 16 frá 27. febrúar sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3 og 4 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 17 frá 28. febrúar sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 39 frá 01. mars sl.

Liðir 1,2,3,5,6 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann staðfestur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 56 frá 7. mars sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 3 frá 14. mars sl.

Liðir 2,3,4,5,7 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 6 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 57 frá 14. mars sl.

Liðir 1 til 16 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 179 frá 21. mars sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

5. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2008 – 2010.

- F Y R R I U M R Æ Ð A -

Elliði Vignisson bæjarstjóri lagði fram greinargerð og hafði framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2008 til 2010 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar. Að því loknu var gengið til atkvæða um áætlunina.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2008 til 2010 til síðari umræðu.

Aukafundur bæjarstjórnar verður haldinn þann 10. apríl nk. þar sem farið verður yfir ársreikninga Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2006.

Fundi slitið kl. 21.42

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Guðlaugur Friðþórsson(sign.)


Jafnlaunavottun Learncove