Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1386

22.02.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1386. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 22. febrúar 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn mál nr. 2 ályktun vegna þingsályktunartillögu skv. þingskjali 830 í 555. máli og mál nr. 3 kosningu í ráð og nefndir og var hvoru tveggja samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2811 frá 6. febrúar sl.

Liðir 1-6 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 7 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2812 frá 21. febrúar sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst frá V-lista:

Fulltrúar V-listans telja að komið sé að þeim tímapunkti að frumkvæði Vestmannaeyjabæjar sé nauðsynlegt. Við teljum því þessa tillögu ekki ganga nógu langt.

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Stefán Jónasson(sign.)

Bókun D lista:

V-listi hefur ekki lagt fram neinar tillögur um það hvernig þeir hefðu viljað “ganga lengra”, annað en hjal um að Vestmannaeyjabær eigi að greiða fyrir þessa sjálfsögðu ríkisframkvæmd. Meirihluti sjálfstæðismanna telur tillögu bæjarráðs til þess fallna að koma hreyfingu á ný á umræðu um jarðgöng. Eðlilegra hefði verið fyrir V-lista að leggjast á eitt í stað þess að sitja hjá og senda þar með þau skilaboð að bæjarstjórn standi ekki saman að því að koma hreyfingu á ný á umræðu og vinnu tengdri jarðgöngum.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Liðir 4-6 og 9-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 og 7-8 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 177 frá 30. janúar sl.

Liðir 1,3,4,5 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2,6 og 7 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 36 frá 1. febrúar sl.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með fjórum atkvæðum en þrír voru á móti.

Liðir 1,2,4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 15 frá 5. febrúar sl.

Liðir 1,2,3,4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. nr. 54 frá 7. febrúar sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-10 lágu fyrir til staðfestingar.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 2 frá 8. febrúar sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhjóða atkvæðum.

Liðir 3 -22 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 23 og 24 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 178 frá 13. febrúar s.l.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

2. mál. Ályktun vegna þingsályktunartillögu um ferjusiglingar til staða utan þjóðvegakerfisins.

Ályktun bæjarstjórnar:

Þingmennirnir Birgir Jón Jónsson og Hjálmar Árnason hafa lagt fram tillögu þess efnis að kostnaður farþega við að sigla með ferjum til staða utan þjóðvegakerfisins verði sambærilegur við þann kostnað er hlýst af akstri á þjóðvegum.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar þessari löngu tímabæru tillögu þar sem tekið er undir ítrekaðar ályktanir bæjarstjórnar Vestmannaeyja um gjaldskrá Herjólfs. Krafa bæjarstjórnar er að kostnaður farþega við að sigla með ferjum milli lands og Eyja verði sambærilegur við þann kostnað er hlýst af því að aka þessa leið. Því skorar bæjarstjórn Vestmannaeyja á þingmenn Suðurlands að beita sér fyrir framgöngu þessarar tillögu.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Stefán Jónasson(sign.)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Kosningar í nefndir og ráð.

Bæjarstjórn, varaskrifari: Hjörtur Kristjánsson

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga – varalandsþingsfulltrúi V-lista 2006-2010:

Stefán Jónasson

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og skipulagsráð: Kristín Jóhannsdóttir situr áfram í ráðinu en V-listinn gefur frá sér varaformannsembættið.

Bæjarstjórn frestar kosningu í varaformannsembætti umhverfis- og skipulagsráðs.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 20.22

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson(sign.)

Stefán Jónasson(sign.)