Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1383

14.12.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1383. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 14. desember 2006 kl. 18.00 í sal Byggðasafns Vestmannaeyja, Safnahúsi.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

1. mál. Dregin til baka fyrri ákvörðun frá 22. sept. 2005.

“Bæjarstjórn samþykkir að draga til baka ákvörðun sína frá 22. sept. 2005 um að

a) sameina starf hafnarstjóra starfi bæjarstjóra frá og með 1. janúar 2007

b) að starf rekstrarstjóra Hraunbúða verði lagt niður í núverandi mynd 1. janúar 2007.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

Greinargerð vegna a liðar

Frá því í júní á yfirstandandi ári hefur verið leitað allra leiða til að hagræða hjá Vestmannaeyjahöfn líkt og hjá öðrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Þannig hefur hafnarstjóri til dæmis tekið að sér aukin verkefni er varða starfsemi hafnarverndar á hafnarskrifstofunni, starfsmaður sem áður vann nær eingöngu við hafnarvernd sinnir nú starfi hafnarvarðar og fleira. Allt er þetta liður í hagræðingu í rekstri Vestmannaeyjahafnar með vísan til samþykktar bæjarstjórnar frá 22. september 2005.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur að hægt verði að ná fram frekari hagræðingu í rekstri án þess að sameina starf hafnarstjóra og bæjarstjóra. Þannig má koma í veg fyrir uppsagnir sem ætíð verður að telja neyðarúrræði í hagræðingum sveitarfélags. Þess í stað hefur verið lögð aukin áhersla á samþættingu þeirra verkefna sem eru á verksviði Vestmannaeyjahafnar og önnur þau atriði sem birtust í samþykkt bæjarstjórnar frá 22. september 2005.

Bæjarstjórn felur því framkvæmda- og hafnarráði að vinna áfram að framgangi ofangreindra mála.

Svohljóðandi tillaga barst frá V-lista:

Það þarf sterk bein til að taka erfiðar ákvarðanir í stjórnmálum og framfylgja þeim. Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar frá því í september 2005 var ein þeirra ákvarðana. Sú ákvörðun var tekin vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar hennar var fólki sagt upp. Nú eru sjálfstæðismenn að flytja tillögu í bæjarstjórn um að falla frá því að leggja niður störf yfirmanna í samræmi við tilvitnaða ákvörðun bæjarstjórnar. Niðurstaðan verður því sú að aðgerðirnar frá 2005 munu fyrst og fremst koma niður á almennum starfsmönnum – ekki yfirmönnum. Slík vinnubrögð ber að fordæma.

Verði tillaga sjálfstæðismanna í bæjarstjórn samþykkt leggja fulltrúar V-listans til að bæjarstjóra verði falið að rita eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga bréf og tilkynni að meirihluti bæjarstjórnar hafi samþykkt að gera breytingar á sparnaðartillögum frá 22. september 2005, sem miðuðu að því að lækka rekstrarkostnað Vestmannaeyjabæjar. Það er mikilvægt að fá fram viðbrögð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga vegna þessara breytinga, m.a. vegna greiðslna úr Jöfnunarsjóði.

Páll Scheving Ingvarsson

Stefán Jónasson

Guðlaugur Friðþórsson

Svohljóðandi tillaga barst frá D-lista:

Bókun V-listans ber með sér mikla vanþekkingu á starfsemi Vestmannaeyjabæjar. Fráleitt er að halda því fram að einungis hafi verið sparað með því að segja upp almennum starfsmönnum. Fyrir fáeinum mánuðum var fækkað um einn framkvæmdastjóra af fjórum. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi lét af störfum án þess að ráðið væri í hans stað. Í dag er einungis einn skólastjóri í stað tveggja áður. Þannig mætti áfram telja. Það er vingulsháttur að tala í öðru orðinu um að ekki sé gott að segja upp starfsmönnum sem eru að ljúka starfsævi og fordæma í hinu orðinu þegar slíkar ákvarðanir eru teknar til baka.

Elliði Vignisson

Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Greinargerð vegna b liðar

Á fundi fjölskylduráðs Vestmannaeyjabæjar 29. nóvember sl. lagði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fram tillögu um breytingu á starfi rekstrarstjóra Hraunbúða í stöðu deildarstjóra öldrunarmála með yfirumsjón með allri þjónustu málefna aldraðra samkvæmt meðfylgjandi starfslýsingu. Þessari breytingu fylgir engin breyting á núverandi launum rekstrarstjóra.

Það liggur hinsvegar fyrir að bæjarstjórn samþykkti 22. september 2005 að leggja niður starf rekstrarstjóra Hraunbúða í núverandi mynd, frá og með 1. janúar 2007. Sú ákvörðun var liður í fjárhagslegri hagræðingu upp á liðlega 65 millljónir króna sem á að vera komin að fullu til framkvæmda 1. janúar 2007.

Starf rekstrarstjóra Hraunbúða átti að leggja niður í núverandi mynd 1. janúar 2007 og verkefnin að færast til fjölskyldusviðs annars vegar og fjármálasviðs hins vegar. Ekki lágu fyrir frekari útfærslur á framkvæmd þessarar ákvörðunar.

Frá því að þessi ákvörðun var tekin hafa orðið töluverðar breytingar í stjórnsýslunni. Stærsta breytingin er sú að í stað tveggja framkvæmdastjóra er nú einungis einn. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs telja með öllu óraunhæft að færa verkefni rekstrarstjóra Hraunbúða (í fullu starfi með ærin verkefni) yfir á starfsmenn sviðsins. Rekstrarstjóri hefur mjög góð tök á rekstri Hraunbúða og hefur verið að vinna að leiðum til sparnaðar og að auka tekjur stofnunarinnar. Verkefni rekstrarstjóra er mjög víðfemt og nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á rekstri og stjórnun sem og málefnum aldraðra. Núverandi rekstrarstjóri stendur vel undir væntingum.

Málefni aldraðra eru eitt af stærstu verkefnum sveitarfélagsins sem tekur verulegt fjármagn til sín. Ýmis verkefni hafa verið í höndum fráfarandi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs sem nauðsynlegt er að koma til rekstrarstjóra/deildarstjóra auk þess sem þörf er meiri virkni í stefnumótunarvinnu s.s. í gegnum þjónustuhóp aldraðra. Unnið er að því að fjölga hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum, koma þar upp deild fyrir heilabilaða, ná niður lyfjakostnaði og auka tekjur stofnunarinnar. Þá er unnið að breytingu á vaktarfyrirkomulagi og að ná niður launakostnaði o.fl. o.fl. Innan málaflokksins þarf að skoða framtíðarsýn varðandi húsnæðismál aldraðra, fara yfir þjónustuþörfina og marka stefnu varðandi hana, yfirfara ferlimál aldraðra, meta vistunarþörf og félagslega velferð aldraðra í samfélaginu. Stefnt er að því að með þessum breytingum muni deildarstjóri bera rekstrar-, fjárhagslega- og stefnumótunar ábyrgð á málaflokknum í umboði fjölskylduráðs. Hans næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins. Deildarstjóri samræmir þjónustuna og gerir hana heilstæðari.

Þá skal á það bent að á vettvangi bæjarstjórnar hefur ítrekað komið fram að uppsagnir starfsmanna sveitarfélagsins séu algert neyðarúrræði þegar kemur að hagræðingu.

Svohljóðandi tillaga barst frá V-lista:

V-listinn telur eðlilegt að starf deildarstjóra öldrunarmála verði auglýst, þar sem um nýja stöðu er að ræða. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að stöðuveitingar verði byggðar á geðþótta kjörinna fulltrúa, sbr. stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006.

Páll Scheving Ingvarsson

Stefán Jónasson

Guðlaugur Friðþórsson

Svohljóðandi tillaga barst frá D-lista:

Enn og aftur byggir bókun V-lista á misskilningi. Starf deildarstjóra öldrunarmála er ekki ný staða heldur er verið að flytja störf á það stöðugildi sem fyrir er án nokkurra breytinga á launakjörum. Áhersla V-listans virðist því miður vera fyrst og fremst á uppsagnir og það er vont.

Elliði Vignisson

Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2806 frá 22. nóvember sl.

- Liðir 1,2,3 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum..

- Liðir 5,6 og 7 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2807 frá 11. desember sl.

- Liðir 3, 6 og 9 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 3 var samþykktur með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

- Liður 6 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 9 var samþykktur með sex atkvæðum, einn var fjarverandi.

-

Afgreiðslutillaga D-lista við lið 6:

Bæjarstjórn fagnar því að nú hyllir loks undir að Vestmannaeyjabær geti dregið sig út úr samkeppnisrekstri á sviði líkamsræktar. Mál þetta hefur verið að velkjast í bæjarkerfinu frá því árið 1997 og mikilvægt að því ljúki.

Vegna afgreiðslu bæjarráðs þá bendir bæjarstjórn á að enn eru engir samningar fyrirliggjandi og lítur svo á að samþykkt á þessum lið fundargerðar bæjarráðs feli í sér að bæjarstjóri gangi til samninga við Nautilus á fyrirliggjandi forsendum. Í framhaldi af því verði svo skrifað undir samninga ef þeir þykja hagkvæmir fyrir Vestmannaeyjabæ og þá eftir samþykki bæjarráðs og síðan bæjarstjórnar.

Elliði Vignisson

Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Bókun V-lista við lið 6:

Eitt af meginhlutverkum sveitarstjórna er að ýta undir frumkvæði í atvinnulífinu. Það verður ekki gert með niðurgreiðslu á samkeppnisrekstri. Fulltrúar V-listans munu ekki styðja slíkan gjörning.

Páll Scheving Ingvarsson

Stefán Jónasson

Guðlaugur Friðþórsson

Bókun D-lista við lið 6:

Fulltrúum V-listans er það fullkunnugt að niðurgreiðsla á samkeppnisrekstri er ólögleg og slíkt er ekki valkvætt. Sá aðili sem nú er verið að fara í viðræður við stendur fyrir rekstri í fjölmörgum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum í eigu sveitarfélaga. Í dag bendir ekkert til þess að sá rekstur sé ekki fullkomlega löglegur.

Elliði Vignisson

Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Varðandi 9 mál lá fyrir að bæjarráð hefur samþykkt gjaldskrárbreytingu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum þar að lútandi. Bæjarstjórn gerir slíkt hið sama.

- Liðir 2,4,5,7,8,11,12 og 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liður 10 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnaráðs nr. 10 frá 20. nóvember sl.

- Liðir 1, 2,3,4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum, einn var fjarverandi.

d. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 11 frá. 27.nóv. sl.

- Liður 2 lágu fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sex atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liður 1 lá fyrir til kynningar.

e. Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. nóvember sl.

- Liðir 1-5 og 7-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6 lá fyrir til kynningar.

f. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 50 frá 29. nóv. sl.

- Liðir 1-7, 9-10, 12,13 og 15 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 8 var samþykktur með sex atkvæðum, Guðlaugur Friðþórsson sat hjá.

- Liðir 11 og 14 lágu fyrir til kynningar.

g. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 33 frá 30. nóv. sl.

- Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2 lá fyrir til kynningar.

h. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 30. nóv. sl.

- Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

i. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 7. des. sl.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

j. Fundargerð skólamálaráðs nr. 174 frá 7. desember sl.

- Liðir 1,3,5,6 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 og 4 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnaráðs nr. 12 frá 6. desember sl.

- Liðir 1, 2 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 og 5 lágu fyrir til kynningar.

l. Fundargerð fjölskylduráðs frá 12. desember sl.

- Liðir 1-3 og 5-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 9 lágu fyrir til kynningar.

m. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 26. september sl.

- Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6 og 7 lágu fyrir til kynningar.

n. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 15. maí sl.

- Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4,5 og 6 lágu fyrir til kynningar.

3. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2007

- F Y R R I U M R Æ Ð A -

Sbr. 4. mgr. 24. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gilda engar tímatakmarkanir vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Var nú gengið til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2007 og niðurstöðutölur hennar.

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2007:
Tekjur alls kr. 1.707.642.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.755.709.000
Rekstrarniðurstaða, neikvæð kr. 88.567.000
Veltufé frá rekstri kr. 6.182.000
Fjárfestingar kr. 0
Tekin ný langtímalán kr. 210.000.000
Afborganir langtímalána kr. 210.000.000
Handbært fé í árslok kr. 111.034.000

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2007:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 65.727.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 740.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, hagnaður kr. 60.000
Rekstrarniðurstaða Líkamsræktarsalar, hagnaður kr. 907.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 16.080.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap 3.471.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 18.452.000
Veltufé frá rekstri 80.294.000
Fjárfestingar kr. 80.996.000
Tekin ný langtímalán kr. 128.335.000
Afborganir langtímalána kr. 100.000.000

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2007:
Tekjur alls kr. 2.275.820.000
Gjöld alls kr. 2.346.661.000
Rekstrarniðurstaða, tap kr. 164.341.000
Veltufé frá rekstri kr. 86.476.000
Fjárfestingar kr. 80.996.000
Tekin ný langtímalán kr. 338.335.000
Afborganir langtímalána kr. 310.000.000
Handbært fé í árslok kr. 138.667.000

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fundi slitið kl. 20.40

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)