Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1381

19.10.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1381. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 19. október 2006, kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson, stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Rutar Haraldsdóttur sem ritaði fundargerð.

Yfirlýsing. Lúðvík Bergvinsson

1. Mál. Umræða um skipalyftu

Bókun V-listans:

Fulltrúar V-listans lýsa verulegum áhyggjum vegna áfalla Skipalyftunnar. Fyrirtæki sem veitir atvinnu a.m.k. 30 Vestmannaeyingum sérhæfðum í þjónustu við sjávarútveg og býr yfir mikilli þekkingu í þjónustu við flotann. Fyrirtækið sem er mikilvæg stoð í lífæð samfélagsins, höfninni, er í hættu. Atvinna og þekking.

Það upptökumannvirki sem gaf sig þann 14. október og nú er óvirkt, þjónar ekki kröfum nútímans. Það er því tilgangslaust að leggja í kostnaðarsama endurreisn. Samningi milli Hafnarsjóðs Vestmannaeyja og Skipalyftunnar hefur verið sagt upp af hálfu Skipalyftunnar. Það ríkir óvissa meðal eigenda og starfsmanna sem bæjaryfirvöldum ber skylda að eyða sé þess einhver kostur, án tafar.

Höfnin hefur verið þessu samfélagi lífæð alla tíð. Nú þarf að ráðast í framkvæmdir ef hún á að standast tímans tönn. Stefna V-listans er skýr. Við viljum reisa fullkomna stórskipahöfn sem inniheldur upptökumannvirki, frystigeymslu og öflugt athafnasvæði. Við viljum vinna þetta hratt og skipulega. Við viljum að Vestmannaeyjahöfn sé samkeppnishæf.

Nú þurfum við jákvæðni og þor til að spyrna við fótum og segja: “Hingað og ekki lengra”. Vestmannaeyjalistinn hefur sagt að hann muni berjast með kjafti og klóm fyrir hverju einasta starfi sem möguleiki er á að halda hér. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir varðandi framtíð Vestmannaeyja á næstunni. Kjarkur og áræðni eru lykilorð í því samhengi.

Páll Scheving Ingvarsson

Hjörtur Kristjánsson

Guðlaugur Friðþórsson

2. Mál. Tillaga

Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Frosta Gíslasonar í stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

Greinargerð:

Á fundi bæjarstjórnar í ágúst síðastliðnum gat bæjarstjóri þess utan dagskrár að hann hefði ákveðið að ráða Frosta Gíslason í ofannefnda stöðu ótímabundið. Frosti Gíslason hefur áður gegnt stöðunni í tímabundinni ráðningu. Til að eyða öllum vafa um lögmæti ráðningar er ofangreind tillaga borin undir bæjarstjórn.

Páll Scheving

(sign)

Hjörtur Kristjánsson

(sign)

Guðlaugur Friðþórsson

(sign)

Tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2802 frá 2. október s.l.

- Liðir 1, 2, 4, 5 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 6 og 7 lágu fyrir til kynningar.

b) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2803 frá 16. október s.l.

- Liðir 1 6, 7, 8, og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 3, 4, 5 og 10 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð fjölskylduráðs frá 04. október s.l.

- Liðir 2-11, 12-17, 19, 20, 21, 22, 23, og 24 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- .

- Liður 1 lá fyrir til kynningar.

d) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 48 frá 11. október s.l.

- Liður 1, lá fyrir til samþykktar og var hann samþykktur með fimm atkvæðum, tveir sátu hjá.

- Liðir 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

e) Fundargerð almannavarnarnefndar frá 12. október s.l.

- Liðir 1, 2 og 3 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

-

f) Fundargerð menningar-og tómstundaráðs frá 12. október s.l.

- Liðir 6 og 7 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 2, 3, 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

g) Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs, nr. 7 frá 16. október s.l.

- Liðir 4 og 5 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 2, 3, 5 og 6 lágu fyrir til kynningar.

Fundi slitið kl. 18.37

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson (sign.)