Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1378

27.07.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

  1. fundur

 

Ár 2006, fimmtudaginn 27. júlí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans við Vesturveg.

 

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundarins fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní sl. og dagskrárlið um breytingar á nefndarskipan og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

  1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

Svohljóðandi ályktun barst frá Elliða Vignissyni, Páley Borgþórsdóttur, Gunnlaugi Grettissyni og Arnari Sigurmundssyni:

 

“Tillögur um bættar samgöngur til Vestmannaeyja.

 

Greinargerð

Bættar samgöngur ásamt stækkun atvinnu- og þjónustusvæðis Vestmannaeyja er eitt af stærstu og brýnustu verkefnum bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

 

Þrátt fyrir að stóraukning á fjölgun ferða m/s Herjólfs hafi á þessu ári bætt samgöngur á sjó við Eyjar, þá hefur það einnig gerst að farþegum hefur fjölgað um 25% á þessu ári samhliða auknum flutningum á hvers konar ökutækjum og flutningavögnum. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum eru í örum vexti og ferðaþjónusta eykst stöðugt og þar með álagið á skipið.  Nú er svo komið að sjaldan hefur verið erfiðara að komast með farþega og bíla með skipinu yfir sumartímann sem jafnan er mesti álagstíminn.

 

Það er ein af grundvallarkröfum sem við gerum til nútímasamfélags að geta ferðast um þjóðvegi landsins með eðlilegum hætti og þannig tekið virkan þátt í þjóðlífinu og eðlilegum samskiptum fólks.

 

Þrátt fyrir mikla vaxtamöguleika hefur byggð í Vestmannaeyjum átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Vestmannaeyjar eru fjölmennasta byggðarlagið á landsbyggðinni sem er í þessari stöðu. Til þess að hér geti orðið eðlileg þróun byggðar í framtíðinni og Vestmannaeyjar notið vaxtamöguleika sinna þurfa að koma til stórbættar samgöngur og það sem allra fyrst.

 

Framtíðarkostir um samgöngur á sjó eru nú í sjónmáli með byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru sem samkvæmt áætlunum verður tekin í notkun á árinu 2010. Samkvæmt tillögu samgönguráðherra í ríkisstjórn og síðar skipan sérstaks stýrihóps með verkefninu er ráðgert að framkvæmdir geti hafist á árinu 2007. Þessar stórstígu breytingar á samgöngum sem að óbreyttu kemst í gagnið eftir tæp fjögur ár munu stytta siglingaleiðina milli Eyja og lands í hálfa klukkustund og gerir mögulegt að hafa ferðaáætlun skipsins á 2ja klukkustunda fresti til og frá Eyjum á álagstímum.  Fjögur ár eru hins vegar einfaldlega of langur biðtími eftir bættum samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar og verður nú þegar að ráðast í að finna heppilega farþegaferju í stað núverandi Herjólfs sem uppfyllir nútímakröfur.

 

Núverandi ástand samhliða mikilli aukningu farþega og flutnings með núverandi Herjólfi kallar á bættan skipakost nú þegar. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum leggja ríka áherslu á að nú þegar verði hugað að öðrum nýlegum skipakosti í stað núverandi Herjólfs sem orðinn er 14 ára gamall. Slík farþegaferja þarf að uppfylla allar öryggiskröfur sem gerðar eru til farþegaferja og siglinga í Norðurhöfum, hún þarf að stytta siglingartímann milli Eyja og Þorlákshafnar um að a.m.k. 30 mínútur í ferð, taka fleiri ökutæki og flutningavagna og hafa meira svefnrými en núverandi Herjólfur.

Flug Landsflugs á flugleiðinni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur uppfyllir á engan hátt þær kröfur sem gerðar eru. Fluginu á að heita sinnt af markaðslegum forsendum og hefur þess vegna ekki verið hægt að bjóða út flugleiðina á sama hátt og flugi til margra byggðarlaga hér á landi. Takmarkað sætaframboð á þessari flugleið hefur haft mjög slæm áhrif á alla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og hefur þetta ástand verið að þróast í þessa átt allt frá því Flugfélag Íslands hætti að fljúga til Eyja fyrir fimm árum.

Aftur á móti hefur flugleiðinni milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar í Landeyjum verið sinnt af miklum myndarskap á undanförnum árum. Stórbætt aðstaða á Bakkaflugvelli og öflugri flugvélakostur hefur fest flugið í sessi og skiptir þessi ferðamáti sífellt meira máli í samgöngum milli lands og Eyja. Bæta verður enn frekar tækjabúnað á Bakkaflugvelli sem getur fjölgað flugdögum á þessari mikilvægu flugleið.

 

Af þessum ástæðum hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum ákveðið að leggja upp með eftirfarandi tillögur að úrbótum:

 

  1. Herjólfur sigli þrjár ferðir á sólarhring yfir sumartímann.

Tafarlaust verður bætt við ferðum með Herjólfi og siglir hann hér eftir þrjár ferðir á sólarhring þrisvar í viku yfir sumarmánuðina.  Gámaflutningum og öðrum þungaflutningum verður beint inn á þessa þriðju ferð til að létta álagi af bíladekki.

 

  1. Flug milli lands og Eyja verður tafarlaust boðið út.

Öllum er ljóst að ekki er flogið til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum enda liggur það fyrir að markaðurinn líður fyrir lítið sætaframboð og hátt verð.  Þess vegna er útboð á flugi til Vestmannaeyja eðlilegt rétt eins og farþegaflug til Hornafjarðar, Bíldudals og Sauðárkróks og fleiri byggðarlaga. Með þeim hætti verður hægt að lækka flugfargjöld verulega á flugleiðinni, þannig að það verði sambærilegt miðað við flugtíma og til annarra staða hér á landi.  Í útboði verður miðað við að flogið verði til Vestmannaeyja þrisvar sinnum á dag á vélum með að minnsta kosti 36 sætum. 

 

  1. Stærra og nýrra skip verður leigt eða keypt í stað núverandi Herjólfs.

Horft verður til þess að slíkt skip sigli milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á ekki lengri tíma en 2 klst. og 15 mínútum.  Hið nýja skip skal taka við siglingum af núverandi Herjólfi eigi síðar en 1. apríl 2007 og siglir þar til framtíðar kostir verða teknir í notkun.

 

 

 

 

  1. Tryggt verði að fullnægjandi skip leysi Herjólf meðan á slipptöku stendur

Ekki kemur á neinum tíma til greina að skip minna en núverandi Herjólfur leysi af á siglingaleiðinni.  Enn fremur skal að öllu jöfnu miða við að skipið fari til reglubundins viðhalds utan ferðamannatímans.

 

  1. Framkvæmdir vegna framtíðarsamgangna hefjast á vormánuðum 2007 og þeim verður lokið eins fljótt og auðið er.

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum leggja áherslu á víðtækt samstarf við stýrihóp samgönguráðuneytis um byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru og fylgi þannig fast eftir næstu skrefum í stórbættum samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar verði sú leið valin.   Í allri framkvæmd og hönnun skal þess gætt að skipið sem siglir á þeirri leið verði það stórt að ekki verði um flöskuhálsa í flutningum að ræða. Jafnframt verður ætíð tekið mið af því að Bakkaferja sigli eins títt og þurfa þykir á álagstímum.  Þá ítrekar bæjarstjórn ríka áherslu á að samhliða lokarannsóknum vegna Bakkafjöru verði næsta áfanga í rannsóknum vegna jarðgangna lokið sem allra fyrst, svo svara megi með óyggjandi hætti hver kostnaður vegna slíkrar framkvæmdar er.

 

Elliði Vignisson

Páley Borgþórsdóttir

Gunnlaugur Grettisson

Arnar Sigurmundsson

 

Svohljóðandi bókun barst:

“Hugmyndir meirihlutans um fjölgun ferða Herjólfs, nauðsyn þess að bjóða út ríkisstyrk á flugleiðinni Rvík-Vey, og fá nýtt skip til að sigla milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar eru í samræmi við stefnu V-listans í samgöngumálum.  Bæjarfulltrúar V-listans taka því undir þau atriði í hugmyndum sjálfstæðismanna.  Það vekur sérstaka athygli að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins felldu tillögur bæjarfulltrúa V-listans sama efnis á síðasta fundi bæjarstjórnar. 

 

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans ítreka nauðsyn þess, að áður en ákvörðun um varanlegar samgöngubætur verði tekin, liggi allar upplýsingar fyrir svo taka megi upplýsta ákvörðun í málinu. Rannsóknum þarf að ljúka eins fljótt og hægt er.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur mótað þá stefnu að allar upplýsingar liggi fyrir áður en endanleg ákvörðun um varanlegar samgöngubætur verður tekin. Ákvörðunin um samgöngubætur mun skipta sköpum um þróun samfélagsins í Vestmannaeyjum. Því verður að vanda allan undirbúning hennar.  Það er vilji bæjarfulltrúa V-listans að það verði gert.”

 

Páll Scheving (sign.)                                   

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)                       

Hjörtur Kristjánsson (sign.)                        

 

Fyrirliggjandi tillaga var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

  1. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

 

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 44 frá 28. júní sl.
    • Liðir 1 til 28 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 171 frá 4. júlí sl.
    • Liðir 2 til 11 lágu til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 1 og 12 lágu fyrir til kynningar.

 

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2796 frá 10. júlí sl.
    • Liðir 1 og 3 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 2 og 8 til 10 lágu fyrir til kynningar.

 

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 3 frá 10. júlí sl.
    • Liðir 1 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 2 og 4 til 6 lágu fyrir til kynningar.

 

  1. Fundargerð fjölskylduráðs frá 19. júlí sl.
    • Liðir 1 til 7, 9 til 11, 13 og 15 til 17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 8, 12 og 14 lágu fyrir til kynningar.

 

  1. Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 19. júlí sl.
  • Liðir 1 til 3 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 4 og 6 lágu fyrir til kynningar.

 

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, nr. 29, frá 20. júlí sl.
    • Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2797 frá 24. júlí sl.
    • Liðir 1, 3 til 7, 9, 10 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

  • Liðir 2, 8, 11 og 13 lágu fyrir til kynningar.

 

 

 

  1. Breytingar á nefndarskipan.

Bæjarstjórn samþykkir að Steinunn Jónatansdóttir komi í stað Margrétar Lilju Magnúsdóttur sem aðalmaður Vestmannaeyjalistans í stjórn Náttúrustofu Suðurlands.

 

 

 

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Páll Schveing (sign.)

Hjörtur Kristjánsson (sign.)