Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1376

13.06.2006

Bæjarstjórn

1376. fundur

Ár 2006, þriðjudaginn 13. júní kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi í upphafi skv. 8. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

Dagskrá

1. Kosning forseta bæjarstjórnar og skrifara.

a. Gunnlaugur Grettisson fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá. Var hann því kjörinn forseti bæjarstjórnar. Tók hann við stjórn fundarins og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt.

b. Elliði Vignisson fékk 4 atkvæði sem varaforseti bæjarstjórnar, 3 sátu hjá.

c. Skrifarar bæjarstjórnar voru kosnir Hjörtur Kristjánsson og Páley Borgþórsdóttir, til vara Kristínu Jóhannsdóttur og Páll Marvin Jónsson, með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

a. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir til eins árs:

1. Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páley Borgþórsdóttir, formaður Gunnlaugur Grettisson

Lúðvík Bergvinsson, varaformaður Páll Scheving Ingvarsson

Páll Marvin Jónsson Arnar Sigurmundsson

2. Fjölskylduráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

G. Ásta Halldórsdóttir, formaður Helga Björk Ólafsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir, varaformaður Kristín Valtýsdóttir

Hafdís Sigurðardóttir Hjörtur Kristjánsson

Jarl Sigurgeirsson Margrét Bjarnadóttir

Sigurhanna Friðþórsdóttir Gunnlaugur Grettisson

3. Menningar- og tómstundaráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páll Marvin Jónsson, formaður Egill Arngrímsson

Aldís Gunnarsdóttir, varaformaður Óðinn Hilmisson

Heimir Hallgrímsson Björn Elíasson

Íris Róbertsdóttir Magnús Matthíasson

Margrét Rós Ingólfsdóttir Helga Jónsdóttir, Vestm.braut

4. Skólamálaráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páll Marvin Jónsson, formaður Gunnar Friðfinnsson

Hjörtur Kristjánsson, varaformaður Steinunn Jónatansdóttir

Díanna Þ. Einarsdóttir Björgvin Eyjólfsson

Elsa Valgeirsdóttir Valur Bogason

Jóhanna Kristín Reynisdóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir

5. Umhverfis- og skipulagsráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Gunnlaugur Grettisson, formaður Valgeir Arnórsson

Kristín Jóhannsdóttir, varaformaður Björgvin Eyjólfsson

Friðbjörn Ó. Valtýsson Gunnar Árnason

Hörður Óskarsson Einar Steingrímsson

Drífa Kristjánsdóttir Silja Rós Guðjónsdóttir

6. Framkvæmda- og hafnarráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Arnar Sigurmundsson, formaður Stefán Friðriksson

Guðlaugur Friðþórsson, varaformaður Sigurjón Ingvarsson

Stefán Ó. Jónasson Skæringur Georgsson

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir Arnar Richardsson

Jón Árni Ólafsson Gunnar K. Gunnarsson

7. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Ragnar Óskarsson Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson Elliði Vignisson

Kosning ofangreinda aðila í hlutaðeigandi trúnaðarstörf fyrir Vestmannaeyjabæ var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir til fjögurra ára:

1. Aðalfund Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, 6 aðalmenn og 6 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Hjörtur Kristjánsson Guðlaugur Friðþórsson

Kristín Jóhannsdóttir Aldís Gunnardóttir

Elliði Vignisson Arnar Sigurmundsson

Páley Borgþórsdóttir G. Ásta Halldórsdóttir

Páll Marvin Jónsson Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Gunnlaugur Grettisson Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

2. Almannavarnarnefnd, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Elliði Vignisson Ólafur Lárusson

Hjörtur Kristjánsson Lúðvík Bergvinsson

3. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands, 1 aðalmann og 1 til vara.

Aðalmaður: Varamaður:

Arnar Sigurmundsson Gunnlaugur Grettisson

4. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Elliði Vignisson Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir Gunnlaugur Grettisson

Hjörtur Kristjánsson Lúðvík Bergvinsson

5. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 1 aðalmann og 1 til vara.

Aðalmaður: Varamaður:

Elliði Vignisson Skapti Örn Ólafsson

6. Kjörstjórnir við sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar:

a. Yfirkjörstjórn, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Jón Hauksson Þór Vilhjálmsson

Ólafur Elísson Hörður Óskarsson

Jóhann Pétursson Karl Gauti Hjaltason

b. Kjördeildir, 3 aðalmenn í hvora kjördeild og 3 til vara.

1. Kjördeild

Aðalmenn: Varamenn:

Kristín Eggertsdóttir Hjálmfríður I. Hjálmarsdóttir

Mattthildur Halldórsdóttir Ingibjörg Finnbogadóttir

Þuríður Helgadóttir Óðinn Steinsson

2. Kjördeild

Gísli Valtýsson Anna Friðþjófsdóttir

Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir

Kristín Haraldsdóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir

7. Skoðunarmenn, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamaður:

Jón Hauksson Baldvin Johnsen

Hörður Óskarsson Stefán Friðriksson

8. Skólanefnd framhaldsskóla, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Oddný Friðriksdóttir Sigurjón Ingvarsson

Elliði Vignisson Helga Björk Ólafsdóttir

9. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, einn aðalmaður og einn til vara.

Aðalmaður: Varamaður:

Ólafur Elísson Eyjólfur Martinsson

10. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Margrét Lilja Magnúsdóttir Örn Hilmisson

Ólafur Lárusson Arnar Sigurmundsson

Sigurhanna Friðþórsdóttir Kristján Egilsson

11. Þjónustuhópur aldraðra, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:
Magnús Þór Jónasson Emma Sigurgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir Hafdís Sigurðardóttir

Kosning ofangreinda aðila í hlutaðeigandi trúnaðarstörf fyrir Vestmannaeyjabæ var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að breyta áður auglýstri dagskrá og taka ráðningarsamning við bæjarstjóra fyrst á dagskrá.

Svohljóðandi tillögur bárust frá meirihluta bæjarstjórnar:

a. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að ráða Elliða Vignisson til heimilis að Túngötu 11 Vestmannaeyjum í starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar frá 15. júní 2006 til loka kjörtímabils 2010, skv. fyrirliggjandi ráðningarsamningi.

Páley Borgþórsdótti (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Elliði Vignisson vék af fundi og tók G. Ásta Halldórsdóttir sæti hans, að því loknu var samningurinn borinn upp til atkvæða og var hann samþykktur með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæði á móti.

Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi bókun:

“Í ljósi sparnaðaraðgerða síðustu bæjarstjórnar vekur það mikla furðu að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka laun bæjarstjóra verulega frá því sem áður var.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

G. Ásta Halldórsdóttir vék af fundi og tók Elliði Vignisson sæti á fundinum að nýju.

b. Bæjarstjórn samþykkir að draga til baka ákvörðun sína frá 11. maí 2006, um byggingu knattspyrnuhús og frestar þess í stað ákvörðun þar að lútandi, þar til frestur til að gera athugasemdir vegna deiliskipulags svæðisins er liðinn.

Bæjarstjórn áréttar eftir sem áður mikilvægi þess að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur á aðstæðum til vetrariðkunar knattspyrnu.

Rétt er að benda á að ákvörðun þessi er í fullkomnu samræmi við áður framkomna tillögu sjálfstæðismanna á fundi bæjarstjórnar 11. maí 2006 sem þá var felld.

Enn fremur beinir bæjarstjórn því til MTV að á fyrsta fundi þess verði skipaður starfshópur sem fara skal yfir mögulegar úrbætur á aðstæðum til vetrariðkunar knattspyrnu. Einnig skal starfshópurinn leggja fram hugmyndir um það hvort hægt sé að nýta slíka framkvæmd til átaks í tengslum við sérhæfingu framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdótti (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst frá minnihluta bæjarstjórnar.

“Frá því að bæjarstjórn samþykkti samhljóða (7-0) 11. maí sl. að byggja nýtt knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum, skv. óskum og þörfum íþróttahreyfingarinnar, hefur ekkert gerst sem réttlætir að fallið verði frá þeirri ákvörðun. Það er skólunum og knattspyrnunni í Vestmannaeyjum mikilvægt að komið verði upp vetraraðstöðu, sem stenst samkeppni við önnur sveitarfélög. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna deiliskipulags íþróttasvæðisins við Hástein rennur út 19. júní, eða nk. mánudag. Það hefði því verið eðlilegra að bíða fram á mánudag. Hugmynd Sjálfstæðismanna gengur út á að svæfa málið í nefnd. Bæjarfulltrúar V-listans lýsa yfir miklum vonbrigðum með fyrsta skref nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja.”

Lúðvík Bergvinsson

Kristín Jóhannsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir

Að þessu loknu voru greidd atkvæði um tillögu meirihlutans og var hún samþykkt með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæði á móti.

4. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2792 frá 16. maí s.l.

- Liður 1:

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá minnihluta bæjarstjórnar:

“Eftir að ljóst var að flugsamgöngur í sumar yrðu ekki í því horfi sem lofað hafði verið, þ.e. í stærri flugvélum, en nú urðu til drög að samstarfssamningi sem kynntur var á bæjarráðsfundi 16. maí sl., leggjum við til að bæjarstjóra verði falið að hefja nú þegar viðræður við nýjan flugrekstraraðila á flugleiðinni Vey-Rek. Í drögunum er kveðið á um að 40-50 sæta vélar verði leigðar af Flugfélagi Íslands og fljúgi a.m.k. 10 ferðir í viku á flugleiðinni. Við teljum þetta flug vera grundvallarforsendu frekari uppbyggingar ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og markaðssetningu Eyjanna. Komi ekki til þessa flugs mun ferðaþjónustan í Eyjum verða af verulegum tekjum og atvinnutækifærum fækka.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir vék sæti undir þessum lið.

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 4 lá fyrir til kynningar.

b) Fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí sl.

- Liður 1: Samþykkt var að fresta afgreiðslu liðsins og greiða atkvæði um hann undir 8. liði fundargerðar bæjarráðs frá 30. maí 2006.

- Liður 2 lá fyrir til staðfestingar og voru hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til kynningar.

c) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2793 frá 30. maí sl.

- Liðir 1 til 5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 6 lá fyrir til kynningar.

- Liður 8 og 1. mál í fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí 2006 lágu fyrir til samþykktar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2794 frá 8. júní sl.

- Liður 2 lá fyrir til staðfestingar og samþykktar og var hann samþykktur með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæði á móti.

- Liðir 6 til 8 og 11 til 13 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 3 til 5, 9, 10 og 14 lágu fyrir til kynningar.

Að þessu loknu var ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra undirritaður af hálfu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra og Gunnlaugs Grettissonar, forseta bæjarstjórnar.

Fundi slitið.

Elliði Vignisson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)