Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1375

11.05.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1375. fundur

Ár 2006, fimmtudaginn 11. maí, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í hátíðarsal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson, stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

a. Að beiðni Lúðvík Bergvinssonar var rætt um stöðu áætlunarflugs milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

b. Fyrir lá tillaga og greinargerð frá Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra, vegna knattspyrnuhúss.

Tillaga bæjarstjóra hljóðar þannig:

“Tillaga bæjarstjóra í þessum efnum er á þann hátt að draga úr rekstrarkostnaði. Tillaga bæjarstjóra í þessum efnum er á þann hátt að starf framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs verði lagt niður frá og með næstu áramótum. En á þeim tíma verður tekinn til starfa sameiginlegur grunnskóli Vestmannaeyjabæjar og samþykktar skipulagsbreytingar orðnar að veruleika. Að auki þarf Vestmannaeyjabær ekki að fara í kostnaðarsamar framkvæmdir við Malarvöllinn við Löngulá, en eins og flestum er kunnugt er ástand hans með þeim hætti að gagngerðra endurbóta er þörf. Þessi tillaga um sparnað mun því að mati bæjarstjóra dekka kostnað Vestmanneyjabæjar.

Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. febrúar 2006, um að byggt verði knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum, legg ég til að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um að félagið reisi knattspyrnuhús vestan við Týsheimilið, sem verði tilbúið til notkunar í upphafi árs 2007.”

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Elsu Valgeirsdóttur:

“Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu bæjarstjóra, þar til frestur til að gera athugasemdir vegna deiliskipulags svæðisins er liðinn.

Jafnframt ítrekar bæjarstjórn samþykkt sína frá 23. febrúar sl., en hún var svohljóðandi “Til þess að mæta árlegum útgjaldaauka Vestmannaeyjabæjar er bæjarstjóra falið að skila greinargerð um sambærilega hagræðingu innan málaflokksins, íþróttir- og æskulýðsmál.”


Bæjarstjórn áréttar mikilvægi þess að afgreiðslutillaga þessi breyti hvorki upphafi né seinki verklokum”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Var nú afgreiðslutillagan ásamt greinargerð borin upp til atkvæða og var hún felld með fjórum atkvæðum, þrír greiddu atkvæði á með afgreiðslutillögunni.

Var nú tillaga bæjarstjóra borin upp til atkvæða og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Arnar Sigurmundsson óskaði bókað að hann samþykkti tillöguna með vísan til afgreiðslutillögu Elsu Valgeirsdóttur.

Elliði Vignisson óskaði bókað:

“Samþykki framkomna tillögu með tilvísun í orð mín hér áðan þess efnis að ég tel fyrirhugaða stærð og gerð ekki vera heppilegustu leiðina. Jafnframt ítreka ég þá skoðun mína að sú leið sem er farin við fjármögnun sé heldur ekki sú heppilegasta.”

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir óskaði bókað:

“Ítreka þá kröfu mína að fjármunir þeir sem sparast með niðurlagningu stöðu sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði áfram nýttir til reksturs skólamála en ekki fluttir til málaflokks íþrótta- og æskulýðsmála”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

c. Fyrir var tekið 1. mál frá fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl sl., vegna starfsloka Inga Sigurðssonar hjá Vestmannaeyjabæ.

d. Tilnefning tveggja fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið í Surtsey.

Samanber 4. gr. auglýsingar um friðlandið í Surtsey, skal Vestmannaeyjabær tilnefna tvo fulltrúa í ráðgjafanefnd sem skal vera Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni friðlandsins. En sex fulltrúar sitja í nefndinni og er hún skipuð til fjögurra ára í senn.

Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að tilnefna Guðrúnu Erlingsdóttur og Pál Marvin Jónsson sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið í Surtsey. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

Bæjarfulltrúar geta óskað eftir því við forseta bæjarstjórnar að einstök mál neðangreinda fundargerða verði tekin til umfjöllunar og/eða afgreiðslu fundarins.

a) Fundargerð skólamálaráðs nr. 169 frá 25. apríl sl.

- Liðir 1, 5, 7, 9 og 11 lágu til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 3: Elsa Valgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi afgreiðslutillögu:

“Bæjarstjórn samþykkir að draga til baka ákvörðun sína frá 2. júní 2005, um sameiningu leikskóla Vestmannaeyjabæjar í einn leikskóla.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír greiddu atkvæði á móti.

“Stefán Jónasson, Lúðvík Bergvinsson og Guðrún Erlingsdóttir óska bókað, við lýsum yfir vonbrigðum með órökstudda tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hætta við sameiningu leikskólana í Vestmannaeyjum. Verði hún samþykkt munu eftirfarandi markmið ekki nást:

1. Að hætta með sumarlokanir á leikskólum bæjarins,

2. að hægt verði að tryggja öllum 18 mánaða börnum og eldri leikskólapláss og

3. að mögulegt verði að taka fyrstu skref í átt að gjaldfrjálsum leikskóla.

Við teljum það skammsýni og skort á staðfestu að hætta við ákvörðun, sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða, sjö núll, á fundi sínum þann 2. júní sl. Ákvörðunin var vandlega undirbúin að meirihluta V-lista og Sjálfstæðisflokksins og unnið hefur verið að síðan.”

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

- Liðir 2, 4, 6, 8 og 10 lágu fyrir til kynningar.

b) Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. apríl sl.

- Liðir 2 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð fjölskylduráðs frá 3. maí sl.

- Liðir 1 til 6, 8 til 11, 13, 14 og 16 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7, 12, 15 og 17 til 21 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2790 frá 3. maí sl.

- Liðir 2 og 4 til 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 3 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2791 frá 9. maí sl.

- Liðir 1 til 5, 8 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6, 7 og 10 lágu fyrir til kynningar.

f) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 42 frá 9. maí sl.

- Liðir 1 og 3 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar var hann samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

g) Fundargerð skólamálaráðs, nr. 170 frá 9. maí sl.

- Liðir 1, 2, 5 til 7, 9, 10, 12, 13, 16 og 17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 4, 8, 11, 14 og 15 lágu fyrir til kynningar.

h) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 10. maí sl.

- Fundargerðin lá fyrir til staðfestingar og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

i) Fundargerð Stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, frá 10. maí sl.

- Fundargerðin og breytingar á samþykktum sjóðsins lágu fyrir til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum, fyrirliggjandi fundargerð og fyrirliggjandi tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, þó með þeim breytingum að í gr. 10.10 komi 31. desember 2005 í stað 1. júlí 2005 auk annarra uppfærslna á samþykktum í samræmi við lagabreytingar frá Alþingi.

j) Fyrir lágu tveir dagskrárliðir úr fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem bæjarstjórn samþykkti að fresta úthlutun ræktunarlanda svo hægt yrði að auglýsa fyrirhugaða úthlutun með skýrum hætti.

- Fyrir lá til samþykktar 1. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs nr. 37, frá 8. febrúar sl., sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl.

- Fyrir lá til samþykktar 1. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs nr. 38, frá 22. febrúar sl., sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars s.l.

Liðirnir voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Breytingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 630/2004.

- Síðari umræða -

Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, samþykkt með sex atkvæðum, sem og að vísa breytingunum til staðfestingar félagsmálaráðuneytisins. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti.

4. mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2005.

- Síðar umræða -

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofanana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2005:
Heildartekjur kr. 1.746.385.000
Heildargjöld kr. 1.917.431.000
Afskriftir kr. 26.072.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -197.117.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.624.120.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -389.709.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 232.512.507
Heildargjöld kr. 319.860.992
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -87.348.485
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.324.779.359
Eigið fé kr. 713.962.454
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2005:
Heildartekjur kr. 50.732.021
Heildargjöld kr. 154.909.364
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. 104.177.343
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 421.348.506
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -748.026.448
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 42.490.569
Heildargjöld kr. 20.034.049
Rekstrarniðurstaða kr. 22.456.520
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 205.788.170
Eigið fé kr. 43.741.969
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2005:
Heildartekjur kr. 177.891.677
Heildargjöld kr. 213.429.725
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -35.538.048
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 137.615.621
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -67.817.899
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 56.757.981
Heildargjöld kr. 64.790.276
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -8.032.295
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 142.513.014
Eigið fé kr. 114.998.665
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2005:
Heildartekjur kr. 4.169.800
Heildargjöld kr. 7.485.035
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -3.315.235
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.880.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -4.187.763

g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2005:
Heildartekjur kr. 17.519.524
Heildargjöld kr. 13.977.018
Rekstrarniðurstaða kr. 3.542.506
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 14.161.312
Eigið fé kr. 14.161.312
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2005:
Heildartekjur kr. 154.152.337
Heildargjöld kr. 81.879.533
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. 72.272.804
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 55.886.003

Ofangreindar lykiltölur og ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana var samþykktur með sex atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Andrés Sigmundsson kom með svohljóðandi bókun:

“Í ársreikningi bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 2005 kemur í ljós að staða bæjarsjóðs er sú versta í sögu bæjarfélagsins.

Heildartekjur samstæðunar námu 2.348 milljónir króna árið 2005 en voru 2.125 milljónir króna árið 2004. Tekjuaukning milli árana 2004 og 2005 er 10,5%

Rekstrargjöld hafa hækkað. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða að lífeyrisskuldbindingum meðtalinni í A- hluta námu 109,36%. Skoðunarmenn ársreikninga segja í greinargerð sinni “Enn er þetta hlutfall óásættanlegt”.

Ég tek heilshugar undir orð skoðunarmanna, niðurstaða ársreikninga undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar er óásættanleg. Meirihluti þessara flokka í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa brugðist bæjarbúum. Bæjarbúar gera sér fullkomnlega grein fyrir því.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Vestmannaeyjabæjar er tap að fjárhæð 424,4 milljónir króna.

Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.471 milljónir króna í árslok 2005 en voru 4.242 milljónir króna í árslok 2004. Skuldir hafa hækkað um 229 milljónir á milli ára. Skuldbindingar hækka um 103 milljónir króna. Langtímaskuldir hækka sömuleiðis um 103 milljónir króna. Skammtímaskuldir hækka um 23 milljónir króna.

Skuldir á íbúa án lífeyrisskuldbindinga voru 671 þús., en voru 633. þús. á árslok 2004. Skuldir á íbúa með lífeyrisskuldbindingum meðtöldum námu í árslok 2005, 1.071 þúsund krónur á móti 1.066 þúsund krónur á íbúa í árslok 2004.

Þrátt fyrir að bæjarfélagið hafi selt á kjörtímabilinu um helming af fasteignum sínum og andvirði þeirra notað til að lagfæra skuld… er bæjarsjóður undir forystu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar á þeirri stöðu að hún er sú versta í sögu bæjarfélagsins.

Langtímalán samstæðu bæjarsjóðs í árslok 2005 voru 2.597 milljónir króna en voru 2.474 milljónir króna í árslok 2004 og hafa hækkað um 123 milljónir króna á milli ár.

Er meirihluti D og V var myndaður voru þau fyrirheit gefin að fjárhagsstaða bæjarins væri sérstakt viðfangsefni. Meirihluti hefur brugðist bæjarbúum og fyrirheitin hafa snúist í andhverfu sína. Niðurstaða er áósættanleg.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Fundi slitið kl. 21.31.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)