Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1374

26.04.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1374. fundur

Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Íþróttamiðstöðinni.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson, stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktor S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka fundargerð skólamálaráðs frá 25. apríl sl. á dagskrá fundarins og var því hafnað með þremur atkvæðum gegn fjórum.

Dagskrá

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

Teknar voru upp umræður frá síðasta fundi bæjarstjórnar frá 5. apríl sl. vegna starfsloka Inga Sigurðssonar hjá Vestmannaeyjabæ.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar, Elliða Vignissonar, Elsu Valgeirsdóttur, G. Ástu Halldórsdóttur frestaði forseti bæjarstjórnar afgreiðslu málsins.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 4. apríl sl.

- Liðir 1 til 8 og 10 til 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 og 15 til 21 lágu fyrir til kynningar.

b) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, nr. 26, frá 12. apríl sl.

- Liður 1 lá fyrir til staðfestingar.

c) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2788, frá 18. apríl sl.

- Liðir 2, 6, 7 og 9 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 3, 5, 8 og 10 til 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 13 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 41 frá 19. apríl sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 13 lá fyrir til umfjöllunar.

e) Fundargerð Bæjarráðs nr. 2789 frá 24. apríl sl.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar oog voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4, 5 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 og 7 lágu fyrir til kynningar.

3. mál. Breytingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 630/2004.

- Fyrri umræða -

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa framlögðum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana, fyrir árið 2005.

- Fyrri umræða -

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.
a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2005:
Heildartekjur kr. 1.746.385.000
Heildargjöld kr. 1.917.431.000
Afskriftir kr. 26.072.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -197.117.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.624.120.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -389.709.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 232.512.507
Heildargjöld kr. 319.860.992
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -87.348.485
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.324.779.359
Eigið fé kr. 713.962.454

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2005:
Heildartekjur kr. 50.732.021
Heildargjöld kr. 154.909.364
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. 104.177.343
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 421.348.506
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -748.026.448
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 42.490.569
Heildargjöld kr. 20.034.049
Rekstrarniðurstaða kr. 22.456.520
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 205.788.170
Eigið fé kr. 43.741.969
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2005:
Heildartekjur kr. 177.891.677
Heildargjöld kr. 213.429.725
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -35.538.048
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 137.615.621
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -67.817.899
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2005:
Heildartekjur kr. 56.757.981
Heildargjöld kr. 64.790.276
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -8.032.295
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 142.513.014
Eigið fé kr. 114.998.665
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2005:
Heildartekjur kr. 4.169.800
Heildargjöld kr. 7.485.035
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -3.315.235
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.880.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -4.187.763
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2005:
Heildartekjur kr. 17.519.524
Heildargjöld kr. 13.977.018
Rekstrarniðurstaða kr. 3.542.506
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 14.161.312
Eigið fé kr. 14.161.312

h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2005:

Heildartekjur kr. 154.152.337
Heildargjöld kr. 81.879.533
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. 72.272.804
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 55.886.003
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið kl. 18.59.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Ásta Halldórsdóttir (sign.)