Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1373

05.04.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1373. fundur

Ár 2006, miðvikudaginn 5. apríl, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Íþróttamiðstöðinni við Hástein.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktor S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

a. Skólamál.

i) Fyrir liggja tillögur Fanneyjar Ásgeirsdóttur, Sigurlásar Þorleifssonar og Bjarnar Elíassonar um fyrirkomulag skólastarfs Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006-2007, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum;

• Aldurskipting grunnskólans – vænlegur kostur í framtíðarskipulagi.

• Ályktun fundar foreldrafélaga Barnaskólans og Hamarsskóla um skólaþróun.

• Álitsgerð frá kennurum.

• Mat fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að næsta skólaár Grunnskóla Vestmannaeyja verði notað til að aðlaga, samþætta og samræma störf og áherslur beggja starfstöðva. Einnig skal á skólaárinu hugað að og undirbúnar nauðsynlegar breytingar og framkvæmdir á skólahúsnæði því sem Grunnskólinn hefur til afnota.

Á skólaárinu 2007 – 2008 komi framtíðarskipulag Grunnskólans í Vestmannaeyjum til framkvæmda í formi aldursskiptingar eða annarra leiða sem kunna að skila hagræðingu hvað fjárhagslega, faglega og félagslega þætti varðar. Hin nýja skóla- og æskulýðsstefna Vestmannaeyjabæjar skal höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku framtíðar skólaskipulagsins og áhersla lögð á víðtæka samvinnu bæjaryfirvalda og skólasamfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir einnig að úthlutun fjármagns til skólastarfs Grunnskólans í Vestmannaeyjum skólaárið 2006- 2007 verði í samræmi við þær tillögur sem fram koma í greinargerð Faneyjar Ásgeirsdóttur, Björns Elíassonar og Sigurlásar Þorleifssonar dags. 30. mars 2006.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Liðurinn og afgreiðslutillagan samþykkt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

ii) Svohljóðandi tillaga barst frá Guðrún Erlingsdóttur.

“Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á fyrirkomulagi skólastarfs í Vestmannaeyjum næsta skólaár, samþykkir bæjarstjórn að ráða Guðrún Helgu Bjarnadóttur skv. tillögu Mannafls í starf leiksskólastjóra Vestmannaeyja og að henni verði falið að leiða vinnu við sameiningu leikskóla Vestmannaeyjabæjar næsta skólaár í samstarfi við starfsfólk og foreldra með það meginmarkmið að ná fram hagræðingu í rekstri, svo hægt verði að bjóða öllum börnum 18 mánaða og yngri leikskólapláss. En við vinnuna skal höfð sú framtíðarsýn að leikskólapláss verði fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri og gjaldfrjáls leikskóli 5 ára barna, sbr. nýsamþykkt skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjarbæjar.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Lagt er til að síðari hluta tillögunnar, þ.e. síðasta málslið verði vísað til bæjarráðs, en öðrum þáttum tillögunnar verði vísað til skólamálaráðs.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillögu Arnars og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

b. Umræður.

i) Að beiðni Elliða Vignissonar var rætt um uppsögn og stafslok Ólafs Ólafssonar, Sigurðar Símonarsonar og Inga Sigurðssonar.

Jafnframt óska ég eftir að því að fyrir fundinn liggi upplýsingar um það hvað viðkomandi uppsagnir, starfslok og málarekstur vegna uppsagna þessara starfsmanna hafa nú þegar kostað Vestmannaeyjarbæ. Einnig er óskað eftir því að fyrir liggi afrit af gögnum um öll þau samskipti sem farið hafa fram milli lögfræðinga þeirra fyrrgreindu starfsmanna sem földu á rétti sýnum brotið og Vestmannaeyjabæjar.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fram kemur í fyrirliggjandi fundargögnum að uppsagnir, málarekstur og starfslok þeirra þriggja starfsmanna sem sagt var upp störfum eftir að V-listinn komst að völdum hafa nú þegar kostað Vestmannaeyjabæ 12.422.675 krónur og en er enn ekki lokið. Undirritaðir bæjarfulltrúar ítreka fyrri bókanir sínar vegna þessara mála og telja forkastanlegt hvernig að málinu var staðið.”

Elliði Vignisson (sign.)

Arnar Sigurmundson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst frá Lúðvíki Bergvinssyni, Guðrúnu Erlingsdóttur og Stefáni Jónassyni.

“Undirritaðir bæjarfulltrúar ítreka þá afstöðu sína að við nauðsynlegar skipulagsbreytingar sem gerðar voru við meirihlutaskipti í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 2003 hafi hagsmuna bæjarins verið gætt í hvívetna.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst frá Elliða Vignissyni, Arnari Sigurmundssyni og Elsu Valgeirsdóttur.

“Hörmum þau ummæli í DV sem höfð eru eftir “bæjarfulltrúa sem ekk vill láta nafns síns getið” þar sem í veðri er látið vaka að til greina komi að málarekstur fyrrverandi bæjarstjóra geti haft áhrif á samskipti bæjaryfirvalda við aðal viðskiptabanka Vestmannaeyjabæjar. Slík ummæli eru algerlega ómerk og ekki í neinu samræmi við vinnulag bæjarstjórnar Vestmannaeyja.”

Elliði Vignisson (sign.)

Arnar Sigurmundson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

2. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð Bæjarráðs, nr. 2786, frá 27. mars s.l.

- Liðir 1, 2, 3, 5 og 11 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Elsa Valgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn, “Í 1. máli b lið komu hér að framan komu fram upplýsingar um það að í október 2003 hafi legið fyrir drög að samkomulagi um starfslok fyrrverandi bæjarstjóra. Í ljósi þess óska ég eftir því að bæjarráð taki málið upp á næsta fundi sínum.

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 11:

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Bæjarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við Sparisjóð Höfðhverfinga með það að markmiði að umrædd eign, þ.e. 2., 3. og 4. hæð Fiskiðjunnar verði fundið nýtt hlutverk”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan felld með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði með tillögunni.

Liðurinn samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

- Liðir 6 og 13 lágu til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 4, 8, 9 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7, 12 og 14 lágu fyrir til kynningar.

b) Fundargerð Menningar- og tómstundaráðs, nr. 25, frá 29. mars sl.

- Liðir 4, 5 og 8 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 3, 6, 7, 9, 11 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 10, 13 og 14 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 40, frá 29. mars sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar. Stefán Jónasson gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulag vegna Íþróttasvæðisins við Hástein og gerði tillögu um að bæta við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs í annarri málsgrein afgreiðslunnar á eftir “að gera” kæmi “óverulega”.

Að þessu loknu var liðurinn og afgreiðslutillaga samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

d) Fundargerð Bæjarráðs, nr. 2787, frá 3. apríl sl.

- Liðir 2, 10 og 11 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 10: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 11: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 4 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

e) Samþykkt var sjö samhljóða atkvæðum að taka Fundargerð Skólamálaráðs, nr. 168, frá 4. apríl s.l. inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

- Liðir 1 til 6 og 8 til 12 lágu fyrir og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 7: Svohljóðandi tillaga barst frá Guðrún Erlingsdóttur og Elsu Valgeirsdóttur:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því við menningar- og tómstundaráð að ráðið tilnefni 1. aðila í stýrihóðp um gerð jafnréttisáætlunar.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan og liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)