Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1371

23.02.2006

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1371. fundur

Ár 2006, fimmtudaginn 23. febrúar, kl. 18.00, var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tillögur.

a) Svohljóðandi tillaga barst frá Lúðvíki Bergvinssyni, Arnari Sigurmundssyni og Bergi E. Ágústssyni. Stefán Jónasson og Guðrún Erlingsdóttir óskuðu eftir að gerast meðflutningsmenn að tillögunni.

“Bæjarstjórn samþykkir að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum samkvæmt framkomnum hugmyndum. Stefnt er að því að byggingin verði tilbúin til notkunar í upphafi árs 2007. Nú þegar verði hafin skipulagsvinna og gerð kostnaðaráætlunar á vegum framkvæmda- og umhverfissviðs Vestmannaeyjabæjar. Samhliða skal gerð kostnaðaráætlun vegna hugsanlegrar uppbyggingar gervigrasvallar á íþróttasvæðinu við Hástein.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði.

Til þess að mæta árlegum útgjaldaauka Vestmannaeyjabæjar er bæjarstjóra falið að skila greinargerð um sambærilega hagræðingu innan málaflokksins, íþróttir- og æskulýðsmál. Greinargerðin skal lögð fyrir bæjarstjórn þegar endanleg kostnaðaráætlun vegna knattspyrnuhússins liggur fyrir. Taka skal mið af henni við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:

“Bæjarstjórn samþykkir að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum samkvæmt framkomnum hugmyndum. Stefnt er að því að byggingin verði tilbúin til notkunar í upphafi árs 2007. Nú þegar verði hafin skipulagsvinna og gerð kostnaðaráætlunar á vegum framkvæmda- og umhverfissviðs Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita tilboða hjá verktökum og fasteignafélögum annarsvegar í rekstur og byggingu knattspyrnuhússins og hinsvegar eingöngu í byggingu slíks mannvirkis fyrir Vestmannaeyjabæ. Samhliða því verður gengið til samninga við ÍBV-íþróttafélag um rekstur hússins, þátttöku félagsins í kostnaði og hugsanlega leigu félagsins á mannvirkinu.

Til þess að mæta árlegum útgjaldaauka Vestmannaeyjabæjar er bæjarstjóra falið að skila greinargerð um sambærilega hagræðingu innan málaflokksins, íþróttir- og æskulýðsmál. Horft skal til þess að hagræðingin komi öðru fremur fram í þeim útgjöldum sem í dag snúa að væntanlegum notendum hússins en ekki heilsurækt almennings. Greinargerðin skal lögð fyrir bæjarstjórn þegar endanleg kostnaðaráætlun vegna knattspyrnuhússins liggur fyrir. Taka skal mið af henni við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007.”

Elliði Vignisson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um framkomna breytingartillögu Elliða Vignissonar og var hún felld með fjórum atkvæðum, tveir greiddu atkvæði með tillögunni, einn sat hjá.

Að því loknu var fyrirliggjandi tillaga Lúðvíks, Arnars og Bergs samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Elliði og Elsa gerðu grein fyrir atkvæði sínu, “Samþykkjum framkomna tillögu með vísan til breytingartillögunar.”

b) Skýrsla um Ferjuhöfn við Bakkafjöru.

Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir meginniðurstöðum skýrslunnar.

c) Skýrsla um skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar, ásamt fundargerðum verkefnisstjórnarinnar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir nýja skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ, en verkefnisstjórn hefur unnið að gerð hennar undanfarna mánuði undir stjórn skólaþróunardeildar Háskólans á Akureyri.

Jafnframt felur bæjarstjórn nýjum skólastjóra í samráði við aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, að gera tillögur til bæjarstjórnar um skipulag, starfsemi og skipurit skólans. Áður skal hafa leitað álits hjá fulltrúum kennara, foreldra og nemenda samkvæmt nýrri skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar.

Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað til bæjarstjórnar eigi síðar en 31. mars nk. og skulu þær taka mið af þeim fjárhagsramma sem grunnskóla Vestmannaeyja er ætlað að starfa eftir í samþykktri fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar.

Þegar kemur að afgreiðslu bæjarstjórnar skal liggja fyrir mat fræðsluskrifstofu á faglegum og rekstrarlegum þáttum sem fram koma í tillögunum.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

Andrés Sigmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

d) Að beiðni Elliða Vignissonar var rætt um kjörgengi bæjarfulltrúans Andrésar Sigmundssonar.

Vegna yfirlýsinga Andrésar Sigmundssonar í fjölmiðlum þess efnis að hann verði búsettur í Reykjavík í vetur en hyggist eftir sem áður sitja í bæjarstjórn óskar bæjarstjórn Vestmannaeyja, með tilvísun í 2. gr. laga um kosningu til sveitarstjórnar og 34. gr sveitastjórnarlaga eftir því við bæjarfulltrúann Andrés Sigmundsson að hann geri bæjarstjórn grein fyrir því hvernig búsetu hans verði háttað út kjörtímabilið og leggi fram svör þar að lútandi á næsta fundi bæjarstjórnar. Andrés situr í dag í umhverfis- og skipulagsráði, menningar- og tómstundarráði, skólamálaráði, og bæjarráði (áheyrnarfulltrúi) auk þess að vera bæjarfulltrúi en hefur lítið getað mætt á fundi þessara nefnda eftir að fréttir bárust af breytingu á búsetu hans.

Tildrög þessarar óskar er 98. gr. laga um kosningu til sveitarstjórnar þar sem segir að það sé á ábyrgð sveitastjórnar að úrskurða hvort sveitastjórnarmenn hafi misst kjörgengi.

Elliði Vignisson (sign.)

Elliði Vignisson óskaði eftir að draga tillögu sína til baka.

e) Að beiðni Elliða Vignissonar var rætt um meðferð trúnaðargagna á vegum Vestmannaeyjabæjar .

Bæjarstjórn harmar alvarlegan brest á meðferð trúnaðargagna varðandi ákveðin mál á vegum Vestmannaeyjabæjar. Svo hart hefur kveðið að þessu á seinustu dögum að bæjarblað þar sem fjallað er um trúnaðarmál milli Vestmannaeyjabæjar og umhverfisráðuneytis hefur verið í prentun á meðan að um málið er fjallað sem trúnaðarmál í bæjarráði (sbr. frétt um Surtsey dags. 26. janúar 2006). Öllu alvarlegra er að trúnaðarupplýsingar sem umsækjendur um störf hjá Vestmannaeyjabæ hafa veitt þriðja aðila vegna umsóknar um störf hjá bæjarfélaginu hafa lekið í fjölmiðla, og það áður en réttkjörnir fulltrúar hafa haft möguleika á að fjalla hlutlaust um viðkomandi ráðningar og löngu áður en viðkomandi umsækjendur fengu upplýsingar um niðurstöður.

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst.

“Bæjarstjórn ítrekar nauðsyn þess að virða trúnað í þeim málum sem það á við.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá.

f) Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því við Siglingarstofnun að samhliða rannsóknum á ferjulægi í Bakkafjöru verði framkvæmd rannsókn á möguleikum þess að byggja upp stórskipahöfn og ferjulægi norðan Eiðis í Vestmannaeyjum. Jafnframt er hafnarstjórn Vestmannaeyja falið að draga saman upplýsingar um möguleika á gerð slíkrar stórskipahafnar og ferjulægis.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því að Siglingarstofnun geri athugun á möguleikum þess að byggja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum. Jafnframt er hafnarstjórn Vestmannaeyja falið að draga saman upplýsingar um möguleika á gerð slíkrar stórskipahafnar.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

g) Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“ Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að taka saman greinargerð og tillögu um með hvaða hætti koma má í veg fyrir fjárhagslegt tjón Vestmannaeyjabæjar vegna veðsetningar á vatnstankinum við Löngulág Strembugötu 13.

Bæjarstjórn telur eðlilegt að skiptastjóra þrotabús Karató ehf. verði gerð grein fyrir stöðu Vestmannaeyjabæjar vegna málsins.

Bæjarstjórn telur eðlilegt við þessar aðstæður að þeir aðilar er tengjast umræddum veðsetningum á vatnstanknum við Löngulág Strembugötu 13 á einhvern hátt, víki úr trúnaðarstörfum fyrir Vestmannaeyjabæ nú þegar, þar til annað verður ákveðið.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi frávísunar- og afgreiðslutillaga barst:

Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að taka saman greinargerð um málið og skila henni til bæjarstjórnar.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 36. frá 24. janúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2 lá fyrir til kynningar.

b) Fundargerð skólamálaráðs, nr. 164. frá 27. janúar sl.

- Liðir 2 og 3 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

- Liður 3: Tekinn til afgreiðslu síðar á fundinum.

- Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

c) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2781. frá 6. febrúar sl.

- Liðir 1 til 3, 8 og 9 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 9: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 7 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 4, 6, 10 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5, 12 og 13 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð hafnarstjórnar, frá 8. febrúar sl.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 og 4 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 37. frá 8. febrúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fresta úthlutun samninga um afnot af beitilandi og óskar eftir að úthlutun beitilanda verði auglýst með skýrum hætti og rétthöfum og öðrum veitt tækifæri til að sækja um löndin. Bæjarstjórn mun að þeim tíma loknum taka afstöðu til málsins.”

Stefán Jónasson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

f) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2782. frá 13. febrúar sl.

- Liðir 2, 4 og 10 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 10: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 6, 8, 9 og 11 lágu fyrir til kynningar.

g) Fundargerð skólamálaráðs, nr. 166. frá 14. febrúar sl.

- Liðir 2, 14 og 15 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 14: Liðurinn samþykktur með fjórum atkvæðum, þrír greiddu atkvæði á móti.

Svohljóðandi bókun var lögð fram.

“Síðastliðið vor stóð bæjarstjórn frammi fyrir ákvörðun um hvernig bæjarfélagið gæti boðið upp á leikskólaþjónustu til framtíðar sem væri sambærileg þjónustu annarra sveitarfélaga.  
Til að ná þeim markmiðum, m.a .með hliðsjón af fjárhagsstöðu bæjarins og þeim fjölda barna sem væntanlegur er í leikskólana á næstu árum taldi bæjarstjórn tvo kosti í stöðunni; 
1) Einfalda stjórnskipulagið með sameiningu leikskólanna. 
2) Leggja starfsemina í núverandi mynd á Rauðagerði niður með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki.   
Því var sú ákvörðun tekin 2. júní 2005 að sameina leikskólanna.  Ákvörðunin var samþykkt með sjö atkvæðum í í bæjarstjórn Vestmanneyja.  Jafnframt var ákveðið að stefna að því að bjóða öllum börnum 18. mánaða og eldri pláss á leikskóla og nýta þannig það fjárhagslega svigrúm sem skapast við sameininguna.  
Frestun á ákvörðun um ráðningu leikskólastjóra skapar mikla óvissu um leikskólamál.
Frá því að meirihluti skólamálaráðs samþykkti þann 14. febrúar sl. að fresta ráðningu leikskólastjórans hafa aðrar leiðir verið kannaðar til að ná fram upphaflegum markmiðum.  Því miður virðast þær ekki vera til staðar.  
Gangi sameining leikskólanna ekki eftir má telja víst að leggja verði á hilluna öll áform um að bjóða öllum 18. mánaða börnum leikskólapláss í nánustu framtíð.   Enn fremur kann að reynast erfiðara fyrir bæjarfélagið að standa sig í harðri samkeppni um að fá fólk til að flytja til Vestmannaeyja.   Frekari frestun mun tefja að hægt verði að taka fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leiksskóla í samræmi við nýsamþykkta skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.  

Með frestun teljum við að hagsmunum heildarinnar sé fórnað á kostnað sérhagsmuna.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Óskað var bókað:

“Í samþykkt skólamálaráðs frá 16. febrúar og samþykkt var af bæjarstjórn á þessum fundi felst að leitað verði allra leiða til að ná fram hagræðingu sem gert var ráð fyrir í einróma samþykkt bæjarstjórnar frá 2. júní 2005. Skólamálaráð og bæjarstjórn eru þar með að sýna vilja til að fullreynt verði, hvort ekki megi ná fram hagræðingu og skilvirkni án þess að sú hagræðing komi niður á faglegu starfi og þeim fjölbreytileika sem ríkt hefur í starfsemi þeirra.

Við vísum á bug fullyrðingum V-listans um að samþykkt þessarar tillögu komi niður á framtíðarþjónustu leikskólanna í Vestmannaeyjum. Þegar á reyndi kom í ljós að sú hagræðing sem lagt var upp með, með sameiningu yfirstjórnar leikskólanna, skilar ekki þeim fjárhagslega ávinningi sem ráð var fyrir gert.”

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

- Liður 15: Afgreiðsla á liðnum er frestað að svo komnu máli, þar sem sameiningu leiksskólanna hefur verið frestað um óákveðin tíma, sbr. 14. lið hér að framan.

- Liðir 1, 3 til 5 og 7 til 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6 lá fyrir til kynningar.

h) Fundargerð fjölskylduráðs, frá 15. febrúar sl.

- Liðir 13 og 15 lágu fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 1 til 9, 11, 12, 14 og 15 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex samhljóða atkvæðum, einn fjarverandi.

- Liðir 10, 17 og 18 lágu fyrir til kynningar.

i) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, nr. 23., frá 15. febrúar sl.

- Liður 5 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sex samhljóða atkvæðum, einn fjarverandi.

- Liðir 1 til 4 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6 lá fyrir til kynningar.

j) Fundargerð bæjarráðs, nr. 2783. frá 16. febrúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

k) Fundargerð menningar og tómstundaráðs, nr. 24. frá 21. febrúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur E. Ágústsson (sign.)