Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1369

29.12.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1369. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 29. desember, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til auglýstrar dagskrár var leitað afbrigða til að taka erindi frá verkefnisstjórn um skólaskipulag grunn-, leik- og listaskóla Vestmannaeyja og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að taka greinargerðina á dagskrá fundarins sem 5. mál.

Andrés Sigmundsson óskaði jafnframt eftir því að fundargerð hafnarstjórnar frá 27. desember sl. yrði tekin á dagskrá fundarins og var það fellt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði með.

Dagskrá

1. Tillögur.

Fyrir lá til síðari umræðu tillaga um svohljóðandi breytingar á 2. gr. gjaldskrár um sorphirðu í Vestmannaeyjum, nr. 352/2001.

“2.gr.

Sorphirðugjald fyrir íbúðir er árlega sem hér greinir:

Sorphreinsunar- og sorppokagjald kr. 5.000 á hverja íbúð

Sorpeyðingargjald kr. 9.000 á hverja íbúð

Sorphirðugjald samtals kr. 14.000 á hverja íbúð

Sorphirðugjald skal innheimt með fasteignagjöldum.”

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

2. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a. Fundargerð fjölskylduráðs frá 14. desember sl.

- Liðir 1 til 8 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 til 11 lágu fyrir til kynningar.

b. Fundargerð bæjarráðs nr. 2777 frá 19. desember sl.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 3 og 4 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 og 9 lágu fyrir til kynningar.

c. Fundargerð skólamálaráðs nr. 162 frá 20. desember sl.

- Liðir 1, 2, 5, 6 og 9 til 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 4, 7 og 8 lágu fyrir til kynningar.

d. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 34 frá 21. desember sl.

- Liður 5 lá fyrir til staðfestingar:

Svohljóðandi afgreiðslutillaga lá fyrir:

Gjaldskrá skv. 6 lið er samþykkt af bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar með heimild í 53. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., sbr. einnig 27. gr. byggingarreglurgerðar nr. 441/1998 m.s.br. og öðlast gildi við birtingu.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Liðurinn og afgreiðslutillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 4 og 6 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 9 lá fyrir til kynningar.

e. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 20 frá 21. desember sl.

- Liður 4 og 7 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 4: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Í framhaldi af samþykkt fundargerðar menningar- og tómstundaráðs frá 21. desember 2005, 4 mál samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra, að kanna möguleika á aðkomu Vestmannaeyjabæjar að fjármögnun, byggingu og rekstri knattspyrnuhúss. Rætt skal við ÍBV - íþróttafélag um hugmyndir félagsins og hvernig það sér aðkomu sína að fjármögnun, byggingu og rekstri slíks húss. Bæjarstjóri skal leggja fram greinargerð um málið fyrir 26 janúar nk.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 7: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 3, 5 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 og 6 lágu fyrir til kynningar.

f. Fundargerð fjölskylduráðs frá 22. desember sl.

- Liðir 1 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

g. Fundargerð bæjarráðs nr. 2778 frá 27. desember sl.

- Liðir 3, 5 og 6 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 8 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liður 1, 2, 4 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7 og 10 lágu fyrir til kynningar.

3. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006

- S Í Ð A R I U M R Æ Ð A -

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem urðu á fjárhagsáætluninni milli fyrri og seinni umræðu og fyrir liggja í framlögðum gögnum.

Svohljóðandi bókun barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana fyrir árið 2006 leiðir berlegaí ljós að yfirlýst ætlunarverk meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í málefnum bæjarfélagsins hefur algjörlega misheppnast.

Bæjarfélagið undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur sérstaka leiðsögn í fjármálum frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Litlu má skeika svo Eftirlitsnefndin beiti fyrir sig 75. gr. sveitarstjórnarlaga, þ.e. taki yfir fjármál sveitarfélags, ef það kemst í fjárþröng.

Fyrirhugaðar lántökur og ótímabær sala í hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja lofa ekki góðu um rekstur bæjarsjóðs.

Svokallaðar sparnaðaraðgerðir SS flokkana í bæjarstjórn eru nú óðum að snúast upp í andhverfu sína.

Ljóst er að í starfsmannamálum vegna uppsagna og fl. mun bæjarsjóður vegna óvandaðra vinnubragða verða fyrir mun meiri kostnaði en fyrirhugaður sparnaður var áætlaður.

Á sama tíma mun bæjarfélagið verða fyrir miklu tjóni þar sem meirihluti bæjastjórnar treður illsakir við starfsfólk bæjarfélagsins. Það tjón er ófyrirséð.

Hver einasta stofnun bæjarins og starfsfólk eru í uppnámi vegna vinnubragða meirihlutans. Uppsagnir og starfslokasamningur eru mikil blóðtaka fyrir bæjarsjóð og bæjarfélagið. Ef stefna SS flokkana nær fram að ganga munu t.d. sjö skólastjórar vera á launum hjá Vestmannaeyjabæ. Síðan á eftir að gera starfslokasamninga við hluta af skólastjórunum. Þeir starfslokasamningar munu kosta bæjarsjóð ófáar milljónir.

Ljóst er af fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 að þá er ætlun SS flokkanna að halda óbreyttri stefnu við stjórnun og í starfsmannamálum. Þessi stefna flokkanna mun einungis leiða af sér enn meiri deilur, misrétti og valdníðslu í bæjarfélaginu.

Starfsfólk leik- og grunnskólana hefur skrifað undir mótmæli við fyrirætlan meirihlutans. Mótmæli og undirskriftir hafa borist víða að, m.a. af fastalandinu. Það sem einkennir stefnu og vinnubrögð meirihlutans er, að ekki er hlustað né tillit tekið til almennings eða starfsfólks bæjarins.

Stefna og vinnubrögð SS flokkana við stjórnun og í starfsmannamálum bæjarfélagsins er algjörlega óásættanleg.

Vestmannaeyjahöfn lífæð Vestmannaeyja hefur alla tíð verið vel rekin. Miklar framkvæmdir hafa verið við höfnina á undanförnum árum. Í dag hefði verið full ástæða í samræmi við ný lög um hafnir að auka sjálfstæði hennar. Því vekur fyrirætlun meirihlutans um að leggja hafnarstjórn niður og þar með stöðu hafnarstjóra upp áleitnar spurningar.

Fyrirætlanir SS flokkana í bæjarstjórn er nú smátt og smátt að koma í ljós. Bæjarsjóður skuldar höfninni um 90 milljónir króna. Með því að lama stjórnkerfi hafnarinnar og yfirtaka stjórnunina í Ráðhúsið verður auðveldara að draga greiðslur ellega sækja í sjóði Vestmannaeyjahafnar. Þessum fyrirætlunum mótmæli ég harðlega.

Saga Þróunarfélags Vm. er með ólíkindum, beint fjárhagslegt tjón er bæjarfélagið hefur orðið fyrir vegna félagsins nemur tugum milljóna. Fiskréttaverksmiðja, ef hægt er að kalla hana því nafni, er staðsett í Stakkhúsinu inni á Eiði. Þessi verksmiðja hefur kostað bæjarbúa tæpar fimmtíu milljónir. Aldrei hefur fiskur komið þar inn og enginn starfsemi er í þessu fyrirtæki sem er í eigu bæjarins og ber nafnið Westmar. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar héldu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins því fram, að einungis ætti eftir “að snúa lyklinum” þá færi þessi fiskréttaverksmiðja af stað. Þetta sýnir okkur einungis hvað varhugavert er að trúa því sem sagt er og lofað fyrir kosningar. Er Þróunarfélaginu var slitið og það lagt niður var gerð metnaðarfull tilraun til uppbyggingar atvinnulífsins með stofnun Nýsköpunarstofu. SS flokkarnir höfðu ekki hugmyndafræði né þolinmæði til að starf stofunnar skilaði sér inn í atvinnulífið, aukinnar skólastarfsemi og menningarlíf. Það voru stór mistök að leggja Nýsköpunarstofuna niður.

Nú er ætlunin illu heilli hjá meirihlutanum að byggja aftur upp starfsemi í anda Þróunarfélagsins sáluga. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 10 milljónum og sérstakri stjórn í kringum þær til vinavæðingar í bæjarfélaginu.

Það er engin birta eða ferskleiki yfir þessari fjárhagsáætlun, en hroki og vond vinnubrögð einkenna hana, eins og aðrar starfsaðferðir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar bar nú upp niðurstöðutölur vegna fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2006. Að því loknu var gengið til atkvæða um fjárhagsáætlunina.

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Tekjur alls kr. -1.655.560.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.666.751.000
Rekstrarniðurstaða, neikvæð kr. 26.791.000
Veltufé frá rekstri, neikvætt kr. 1.433.000
Fjárfestingar kr. 36.800.000
Tekin ný langtímalán kr. 12.000.000
Afborganir langtímalána kr. 101.000.000
Handbært fé í árslok kr. 5.160.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 61.806.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 830.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 7.840.000
Rekstrarniðurstaða Líkamsræktarsalar, hagnaður kr. 31.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 44.261.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 37.090.000
Veltufé frá rekstri 33.520.000
Fjárfestingar kr. 61.300.000
Tekin ný langtímalán kr. 112.450.000
Afborganir langtímalána kr. 85.600.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2006:
Tekjur alls kr. 2.196.390.000
Gjöld alls kr. 2.330.174.000
Rekstrarniðurstaða, tap kr. 149.384.000
Veltufé frá rekstri kr. 32.087.000
Fjárfestingar kr. 98.100.000
Tekin ný langtímalán kr. 124.450.000
Afborganir langtímalána kr. 186.600.000
Handbært fé í árslok kr. 11.348.000

Var fjárhagsáætlunin, þ.m.t. ofangreindar niðurstöðutölur, samþykkt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

4. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2007 – 2009.

- F Y R R I U M R Æ Ð A -

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri lagði fram greinargerð og hafði framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2007 til 2009 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar, að því loknu var gengið til atkvæða um áætlunina.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2007 til 2009 til síðari umræðu.

5. Erindi verkefnisstjórnar um gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjar, dags. 29. desember 2005 til bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leysa verkefnisstjórn sem vinnur að gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjar undan því að leggja fram tillögur til bæjarstjórnar um skólaskipulag grunn-, leik- og listaskóla, sbr. fyrri samþykkt bæjarstjórnar frá 17. nóvember sl.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)