Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1368

08.12.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1368. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 8. desember, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Varaforseti bæjarstjórnar, Elliði Vignisson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til auglýstrar dagskrár var leitað afbrigða til að taka fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 33 frá 7. desember á dagskrá fundarins og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Jafnframt var leitað afbrigða við að taka inn erindi frá Elliða Vignissyni og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá

1. mál. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

a. Erindi frá Elliða Vignissyni, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í verkefnisstjórn um skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Jafnframt var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að Helga Björk Ólafsdóttir taki sæti í verkefnisstjórninni.

b. Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 18. nóvember sl. lá fyrir fundinn til staðfestingar samningsform og úthlutunarreglur vegna leigu á túnum í eigu bæjarins.

Samningsformið var samþykkt með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

Úthlutunarreglurnar voru samþykktar með sex atkvæðum, einn sat hjá.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a. Fundargerð bæjarráðs nr. 2775 frá 28. nóvember sl.

- Liðir 3 og 6 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 3: Liðurinn var samþykktur með fimm atkvæðum, einn sat hjá og einn greiddi atkvæði á móti.

- Liður 6: Liðurinn var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4, 5 og 7 lágu fyrir til umfjöllunar og kynningar

- Liðir 2, 8, og 10 til 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 9 og 14 lágu fyrir til kynningar.

b. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 32 frá 23. nóvember sl.

- Liðir 1 til 10 og 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 11 til 13 lágu fyrir til kynningar.

c. Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. nóvember sl.

- Liður 12 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 1 til 9, 13 og 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 10, 11, 15 og 16 lágu fyrir til kynningar.

d. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. nóvember sl.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 4 lá fyrir til kynningar.

e. Fundargerð skólamálaráðs nr. 161 frá 29. nóvember sl.

- Liður 5 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Legg til að 5 mál í fundargerðinni verði fellt.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var felld með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði með tillögunni.

Var nú gengið til atkvæða um liðinn og var hann samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

- Liður 8 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 4, 6 og 7 lágu fyrir til kynningar.

f. Fundargerð bæjarráðs nr. 2776 frá 5. desember sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar. Að ósk Andrésar Sigmundssonar voru undirliðir liðsins bornir upp til atkvæða hver og einn.

Liður a. samþykktur um sjö samhljóða atkvæðum.

Liður b. samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

Liður c. samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður d. samþykktur með sex atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

Liður e. samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður f. samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður g. samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður h. samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðurinn telst því samþykktur.

- Liðir 2 til 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6 lá fyrir til kynningar.

g. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 19 frá 5. desember sl.

- Liðir 5 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 1 til 4 lágu fyrir til kynningar.

h. Fundargerð umhverfis- og skipulagssráðs nr. 33 frá 7. desember sl.

- Liðir 1 til 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006

- F Y R R I U M R Æ Ð A -

Sbr. 4. mgr. 24. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gilda engar tímatakmarkanir vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Bergur Ágústsson bæjarstjóri hafði framsögn um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Var nú gengið til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2006 og niðurstöðutölu hennar.

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Tekjur alls kr. -1.594.248.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.662.639.000
Rekstrarniðurstaða, neikvæð kr. 83.991.000
Veltufé frá rekstri, kr. 2.367.000
Fjárfestingar kr. 35.000.000
Tekin ný langtímalán kr. 134.000.000
Afborganir langtímalána kr. 101.000.000
Handbært fé í árslok kr. 10.760.000

Samþykkt með sex atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu, einn sat hjá.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2006:
Rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs, tap kr. 61.806.000
Rekstrarniðurstaða fráveitu, hagnaður kr. 830.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 7.840.000
Rekstrarniðurstaða líkamsræktarsalar, hagnaður kr. 31.000
Rekstrarniðurstaða félagslegra íbúða, tap kr. 44.261.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 37.090.000
Veltufé frá rekstri 33.520.000
Fjárfestingar kr. 61.300.000
Tekin ný langtímalán kr. 112.450.000
Afborganir langtímalána kr. 85.600.000

Samþykkt með sex atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu, einn sat hjá.

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2006:
Tekjur alls kr. 2.135.078.000
Gjöld alls kr. 2.326.062.000
Rekstrarniðurstaða, tap kr. 206.584.000
Veltufé frá rekstri kr. 35.887.000
Fjárfestingar kr. 96.300.000
Tekin ný langtímalán kr. 246.450.000
Afborganir langtímalána kr. 186.600.000
Handbært fé í árslok kr. 16.948.000

Samþykkt með sex atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu, einn sat hjá.

Fundi slitið kl. 20.35.

Arnar Sigurmundsson (sign.), Jóhann Guðmundsson (sign.), Guðrún Erlingsdóttir (sign.), Stefán Jónasson (sign.), Elliði Vignisson (sign.), Elsa Valgeirsdóttir (sign.),

Andrés Sigmundsson (sign.), Bergur E. Ágústsson (sign.)