Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1367

17.11.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1367. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 18.00, var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktor S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. mál. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu að frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

A. Svohljóðandi tillaga lá fyrir:

“Í framhaldi af samþykktum bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 2. og 23. júní sl. felur bæjarstjórn, verkefnisstjórn sem nú vinnur að gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjar, að leggja fram mótaða afstöðu og tillögur til bæjarstjórnar um fyrirhugað skólaskipulag grunn-, leik- og listaskóla í Vestmannaeyjum, þannig að markmiðum stefnunnar verði sem best náð með hliðsjón af faglegum, félagslegum og fjárhagslegum þáttum.

Tillögum skal skilað til afgreiðslu bæjarstjórnar eigi síðar en 1. janúar nk.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst fundinum:

“Til að skapa frið og einingu um allt skólastarf bæjarfélagsins samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi:

1. Samþykktir bæjarstjórnar frá fundi sínum 2. júní sl. um að leik- og grunnskólar bæjarins verði sameinaðir undir einni yfirstjórn eru hér með dregnar til baka.

2. Byggingu nýs leikskóla á Sólalóðinni er anni 100 heildags börnum verði hraðað sem kostur er.

3. Bæjarstjórn mun boða stjórnendur leik- og grunnskólana ásamt fulltrúum í skólamálaráði, verkefnisstjórn er vinnur að skóla- og æskulýðsstefnu, fulltrúum kennara í leik- og grunnskólum sem og fulltrúum foreldra í leik- og grunnskólunum til fundar og freista þess að skapa þann grunn friðar og einingar er ríkja þarf um skólamálin í bæjarfélaginu. Fundurinn skal haldinn eigi síðar en 29. nóvember nk.

4. Í framhaldi af þeim fundi verði tekin ákvörðun um næstu skref, þ.e. með hvaða hætti skipulag skólamála verði háttað í Vestmannaeyjum. Til að friður og einnig geti skapast um skólamálin í Eyjum er það álit bæjarstjórnar að samvinna og samstarf allra þeirra er koma að starfinu þurfi að koma til. Því mun bæjarstjórn kappkosta að hafa forystu um samvinnu allra aðila um málið.

5. Jafnframt beinir bæjarstjórn þeim tilmælum til skólamálaráðs að aftur verði teknir upp samráðsfundir ráðsins við skólastjórnendur svo koma megi í veg fyrir frekari truflun á skólastarfinu.

6. Einnig beinir bæjarstjórn þeim tilmælum til Verkefnisstjórnar er vinnur að skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ að stjórnin kynni bæjarbúum störf sín eins oft og ástæður þykja til.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillöguna og var hún felld með 6 atkvæðum, einn samþykkti afgreiðslutillöguna.

Að því loknu var upphaflega tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

B. Svohljóðandi tillaga lá fyrir:

“Bæjarstjórn samþykkir að boða til samráðsfundar er hafi þann tilgang að til komi heppilegra, stærra og hraðskreiðara skip í stað núverandi Herjólfs.

Á fundinum skal boðið, fulltrúum frá Eimskip væntanlegum rekstraraðila skipsins, Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu.

Ljóst er að skip á siglingarleiðinni Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn þarf að vera mjög vel búið. Gott sjóskip er siglt geti í flestum þeim veðrum er geta verið á þessari leið, stærra og hraðskreiðara en núverandi skip.

Jafnframt skal leita allra leiða til að farm- og fargjöld með skipinu lækki verulega.

Eðlilegt er að rekstraraðili, þ.e. Eimskip hafi forystu um málið þar sem reynsla og þekking er til staðar innan fyrirtækisins.

Sjálfssagt er að haft verði samráð við samgöngunefnd um samgöngur við Vestmannaeyjar og áhöfn Herjólfs um málið. Áhöfn skipsins býr yfir mestri reynslu hvort sem um siglingu, hleðslu og fl. er um að ræða.

Ekki er litið svo á að hér sé um að ræða framtíðarlausn á samgöngumálum Vestmannaeyja heldur einungis tímabundna. Ef möguleiki reynist vera að fá annað og nútímalegra skip í stað Herjólfs þyrfti það að komast í áætlun á vordögum.

Bættar samgöngur við Vestmannaeyjar skapa mikil tækifæri á mörgum sviðum. Því lítur bæjarstjórn svo á að mikilvægt sé að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Með hliðsjón af þeirri vinnu sem nú er í fullum hjá gangi hjá samgöngunefnd um Vestmannaeyjar á vegum samgönguráðuneytis og þess að vænta að tekin verði afstaða til til þriggja framtíðarkosta í samgöngum við Vestmannaeyjar í ársbyrjun 2006 telur bæjarstjórn tillögu Andrésar Sigmundssonar um kaup á farþegaferju með öllu ótímabæra.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Friðriksson (sign.)

Með hliðsjón af bókuninni, var tillagan felld með 6 atkvæðum, einn greiddi atkvæði á með tillögunni.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 30 frá 26. október sl.

- Liðir 1 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 10 og 11 lágu fyrir til kynningar.

b. Fundargerð fjölskylduráðs frá 31. október sl.

-Liður 4 lá fyrir umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

c. Fundargerð bæjarráðs nr. 2773 frá 31. október sl.

- Liðir 1, 4 og 12 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 4: Liðurinn lagður fram til kynningar.

- Liður 12: Fyrir lá svohljóðandi afgreiðslutillaga:

“Bæjarstjórn samþykkir að leggja fyrir næsta fund þann 8. desember nk. samning og úthlutunarreglur um afnot af beitilandi á Heimaey með nokkrum breytingum frá drögum að samningi skv. 7. máli og fram munu koma í útsendum gögnum fyrir næsta fund bæjarstjórnar.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Friðriksson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 3, 5 til 8, 11 og 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 og 10 lágu fyrir til kynningar.

d. Fundargerð skólamálaráðs nr. 160 frá 1. nóvember sl.

- Liðir 1 til 7 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

e. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 18 frá 8. nóvember sl.

- Liðir 1 og 6 lágu fyrir umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 4 og 7 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5 lá fyrir til kynningar.

f. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 31 frá 9. nóvember sl.

- Liðir 1 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 til 12 lágu fyrir til kynningar.

g. Fundargerð bæjarráðs nr. 2774 frá 14. nóvember sl.

- Liðir 1 til 4 og 8 lágu fyrir umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

Svohljóðandi bókun barst vegna liðsins:

“Það vekur furðu að bæjarfulltrúi Andrés Sigmundsson skuli vera ósáttur við að bæjarsjóður Vestmannaeyja skuli rekinn með um 61 milljón króna betri afkomu en áætlun gerir ráð fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Friðriksson (sign.)

Svohljóð bókun barst vegna liðsins:

“Fram hefur komið að ekki ein einasta athugasemd mín hefur verið hrakin varðandi framúrkeyrslur hjá bæjarfélaginu. Varðandi tillögur um sparnað er rétt að það komi fram að er meirihluti S.S. flokkana var sett fram var það gert með þeim hætti að í upphafi bæjarstjórnarfunds voru tillögurnar kynntar. Mér var ekki gefið tækifæri til að koma með breytingartillögur við þær. Það staðfestist á fundinum að áætlunarverk S.S. flokkana í málefnum bæjarfélagsins hefur algjörlega mistekist.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 9 lá fyrir til kynningar.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Friðriksson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)