Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1363

23.06.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1363. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 23. júní, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktor S. Pálssonar, sem ritaði fundargerð.

Fundinum barst bréf frá Guðjóni Hjörleifssyni bæjarfulltrúa, sem forseti bæjarstjórnar las upp, en í því óskar Guðjón eftir framlengingu á launalausu leyfi sem bæjarfulltrúi til loka núverandi kjörtímabils vorið 2006.

Var þetta samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú gengið til auglýstrar dagskrár.

1. Mál. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu að frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

Svohljóðandi tillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Tillaga um Verkefnisstjórn vegna vinnu við gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Verkefnisstjóri:

Trausti Þorsteinsson hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri

Verkefnisstjórn:

1. Formaður skólamálaráðs

2. Formaður menningar- og tómstundaráðs

3. 2 fulltrúar kosnir af bæjarstjórn 23. júní 2005.

4. Bæjarstjóri

5. Fulltrúi stjórnenda frá grunn- og leikskólum í Vestmannaeyjum

6. Fulltrúi kennara frá grunn- og leikskólunum í Vestmannaeyjum

7. Fulltrúi frá foreldrafélögum leik- og grunnskólabarna

8. Fulltrúi frá ÍBV héraðssambandi

9. Með nefndinni starfi fulltrúi FÍV / menntamálaráðuneyti.

Bæjarstjóri boðar til fundar í verkefnisstjórn og stýrir fundum í fjarveru verkefnisstjóra.

Verkefnisstjórn mun í störfum sínum leggja áherslu á samráð við starfsmenn bæjarins, foreldra, kennara og félagasamtök.

Greinargerð með tillögu.

  1. Bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri um að taka að sér verkefnisstjórn á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar 2. júní 2005.
  2. Með verkefnisstjóra starfar verkefnisstjórn sem tilnefnd er af bæjarstjórn.
  3. Verkefnið verður unnið í tveimur áföngum á tímabilinu 1. júlí 2005 til 31. mars 2006. Í lok tímabils skal liggja fyrir fullmótuð stefna um skóla- og æskulýðsmál til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn. Verkefnisstjórn skal skila áfangaskýrslu til bæjarstjórnar eigi síðar en 30. nóvember 2005. Með verkefnisstjórn og verkefnisstjóra starfa starfsmenn Vestmannaeyjabæjar.
  4. Hlutverk verkefnisstjórnar er að vinna nýja skóla- og æskulýðs (forvarnar) stefnu fyrir bæjarfélagið undir faglegri stjórn verkefnisstjóra. Verkefnisstjóri leggur fram framkvæmdaáætlun um stefnumótunina fyrir verkefnisstjórn þar sem gerð verður grein fyrir aðkomu allra hagsmunaaðila, hlutverki verkefnisstjórnar, verkefnisstjóra, samráðsferli, tímaáætlun o.fl. Verkefnisstjóri skal funda reglulega með verkefnisstjórn og leggja til sérfræðilega þekkingu við stefnumótunina. Skólaþróunarsvið HA heldur fjóra opna fræðslufundi í upphafi um einstaka þætti varðandi stefnumótunar- vinnuna. Milli funda skal verkefnisstjóri vinna úr gögnum og vera ráðgefandi fyrir starfsmenn fræðsluskrifstofu sem vinna munu með verkefnisstjórninni. Upplýsingar um gang mála munu birtast reglulega á vef Vestmannaeyjabæjar.
  5. Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á nýrri skóla-, æskulýðs- og forvarnarstefnu ræður bæjarstjórn stjórnendur að sameinuðum grunn- og leikskóla. Nýir stjórnendur hafa það hlutverk að vinna að undirbúningi starfs í nýjum sameinuðum skólum. Hlutverk þeirra felst m.a. í því að hrinda í framkvæmd nýrri skólastefnu Vestmanneyjabæjar. Óski bæjarstjórn eftir faglegri ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur af hálfu skólaþróunarsviðs HA skal gerður um það sérstakur samningur.
  6. Að aflokinni stefnumótunarvinnu í skóla- og æskulýðsmálum bæjarins skal verkefnisstjórn skila af sér greinagerð og tillögum ef þarf um frekari þróunarverkefni byggt á niðurstöðum undangenginnar vinnu og í samræmi við úttektarskýrslu skólaþróunarsviðs HA.
  7. Ritari verkefnisstjórnar verði fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar.
  8. Gert verði ráð fyrir allt að 2 millj. kr. í verkefnið í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2005.
  9. Samráð verði haft við menntamálaráðuneytið um framkvæmd verkefnisins.
  10. Bæjarstjóra er falið að hafa samband við hlutaeigandi varðandi tilnefningar í verkefnisstjórn. Tilnefningum skal skilað til bæjarstjóra fyrir 1. júlí 2005.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 21 frá 1. júní sl.

- Liðir 1 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundargerð fjölskylduráðs frá 1. júní sl.

- Liður 6 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að flytja málefni dagmæðra og öll verkefni og eftirlit sem Vestmannaeyjabær hefur vegna þeirra frá fjölskyldusviði til fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar. Ábyrgð og umsjón þessa málaflokks verður þannig framvegis í höndum skólamálaráðs.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 3, og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4, 5, 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð skólamálaráðs nr. 155 frá 9. júní sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 2, 4 til 7 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 13 frá 8. júní sl.

- Liður 3 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 2, 4, 5, 7 og 9 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6 og 8 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní sl.

- Liðir 1 og 3 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2 lá fyrir til kynningar.

f) Fundargerð bæjarráðs nr. 2763 frá 20. júní sl.

- Liðir 1 til 3, 6 og 18 a. lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn var til kynningar.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Liðurinn var til kynningar.

- Liður 18 a.: Liðurinn var til kynningar.

- Liðir 4, 5, 10, 13 til 17, 19 og 20 lágu fyrir til staðfestingar og þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7 til 9, 11, 12 og 18 lágu fyrir til kynningar.

3. Mál. Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2004.

- SEINNI UMRÆÐA -

Framlagður ársreikningur hefur þegar verið kynntur og afhentur bæjarfulltrúum, ekki hafa verið gerðar breytingar frá fyrri umræðu.

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofanana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2004:
Heildartekjur kr. 1.626.135.000
Heildargjöld kr. 1.732.534.000
Afskriftir kr. 45.212.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -151.612.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.738.472.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -192.591.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 199.221.751
Heildargjöld kr. 277.748.861
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -78.527.110
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.342.198.963
Eigið fé kr. 801.310.939
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2004:
Heildartekjur kr. 19.952.265
Heildargjöld kr. 66.545.684
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -46.593.419
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 455.107.481
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -643.849.105
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 36.926.800
Heildargjöld kr. 22.548.784
Rekstrarniðurstaða kr. 14.378.016
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 186.589.871
Eigið fé kr. 21.285.449
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2004:
Heildartekjur kr. 167.479.768
Heildargjöld kr. 189.362.795
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -21.883.027
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 141.438.281
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -32.279.851
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 50.290.182
Heildargjöld kr. 64.038.722
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -14.748.540
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 141.163.834
Eigið fé kr. 123.030.960
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2004:
Heildartekjur kr. 5.264.310
Heildargjöld kr. 6.532.150
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -1.267.840
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.240.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -872.528
g) Ársreikningur Nýsköpunarstofu 2004:
Heildartekjur kr. 5.005.008
Heildargjöld kr. 20.507.610
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -15.502.602
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 54.834
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -15.502.602
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2004:
Heildartekjur kr. 15.010.000
Heildargjöld kr. 10.116.657
Rekstrarniðurstaða kr. 4.893.343
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 10.618.806
Eigið fé kr. 10.618.806
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2004:
Heildartekjur kr. 29.749.052
Heildargjöld kr. 60.039.779
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -30.290.727
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris ( - skuld ) kr. -16.386.801

Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára, hefur rekstur Vestmannaeyjabæjar og annarra sambærilegra sveitarfélaga verið þungur. Hvað Vestmannaeyjabæ varðar eru einkum þrjú atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Í fyrsta lagi atvinnuháttarbreytingar í sjávarútvegi vegna hagræðingar í sjávarútvegi, sem hafa leitt af sér fækkun starfa, í öðru lagi hafa laun vaxið umfram tekjur, í þriðja lagi hefur bæjarfélagið staðið í umtalsverðum fjárfestingum á liðnum árum. Þessu til viðbótar hafa félagslega íbúðakerfið og lífeyrissjóðsskuldbindingar sett sitt mark á reksturinn, um 40 % af skuldum og skuldbindingum bæjarfélagsins eru vegna þessara liða.

Meirihlutinn hefur markvisst unnið að því að leita leiða til að ná jafnvægi í rekstrinum. Verður þeirri vinnu haldið áfram á næstu mánuðum, enda liggur fyrir skýr stefna þar af lútandi í 3 ára áætlun samstæðu Vestmannaeyjabæjar.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Ofangreindar lykiltölur og ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

4. Mál. Kosning forseta bæjarstjórnar og skrifara:

a) Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Lúðvík Bergvinsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

Fráfarandi forseti þakkaði bæjarfulltrúum fyrir samstarfið og óskaði nýjum forseta til hamingju.

Var Lúðvík Bergvinsson því réttkjörinn forseti, þakkaði það traust sem sér hafði verið sýnt og þakkaði Guðrúnu Erlingsdóttur fyrir vel unnin störf og tók við stjórn fundarins.

b) Kosning varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Elliði Vignisson var kjörinn varaforseti bæjarstjórnar með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

c) Kosning tveggja skrifara til eins árs.

Stefán Jónasson og Elsa Valgeirsdóttir voru kjörin skrifarar með 7 atkvæðum og Arnar Sigurmundsson og Guðrún Erlingsdóttir til vara með 7 atkvæðum.

5. Mál. Kosning fulltrúa, formanna og varaformanna í ráð, nefndir og stjórnir, skv. 42. gr. nýsamþykktrar bæjarmálasamþykktar.

Kosning í ráð, stjórnir og nefndir til eins árs:

1. Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Arnar Sigurmundsson, formaður Stefán Jónasson

Guðrún Erlingsdóttir, varaformaður Lúðvík Bergvinsson

Elliði Vignisson Elsa Valgeirsdóttir

Andrés Sigmundsson óskaði eftir tilnefningu til setu sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Kosning samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Fjölskylduráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Guðrún Erlingsdóttir, formaður Steinunn Jónatansdóttir
G. Ásta Halldórsdóttir, varaformaður Sigurhanna Friðþórsdóttir
Kristín Valtýsdóttir Svavar V. Stefánsson
Auður Einarsdóttir Georg Skæringsson
Helga Björk Ólafsdóttir Jóhanna Reynisdóttir
Ágústa Kjartansdóttir
Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. Menningar- og tómstundaráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Björn Elíasson, formaður Rúnar Þór Karlsson
Elliði Vignisson, varaformaður Lúðvík Bergvinsson
Þorsteinn Viktorsson Óðinn Hilmisson
Páll Scheving Ingvarsson Ingibjörg Jónsdóttir
Íris Róbertsdóttir Arnar Richardsson
Egill Arngrímsson
Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. Skólamálaráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Elsa Valgeirsdóttir, formaður Vigdís Sigurðardóttir
Jóhann Guðmundsson, varaformaður Hafdís Sigurðardóttir
Páll Marvin Jónsson Andrea Atladóttir
Gunnlaugur Grettisson Gunnar Friðfinnsson
Steinunn Jónatansdóttir Bjarni Ólafur Magnússon
Margo E. Renner
Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóma atkvæðum.

5. Umhverfis- og skipulagsráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Stefán Jónasson, formaður Baldvin Kristjánsson
G. Ásta Halldórsdóttir, varaformaður Guðjón Hjörleifsson
Sigríður Bjarnadóttir Guðný Bjarnadóttir
Friðbjörn Ólafur Valtýsson Valgeir Jónasson
Stefán Lúðvíksson Einar Steingrímsson
Drífa Kristjánsdóttir
Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. Hafnarstjórn, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Hörður Þórðarsson, formaður Svavar V. Stefánsson
Stefán B. Friðriksson, varaformaður Sigmar G. Sveinsson
Viðar Elíasson Jóhann Þorvaldsson
Valmundur Valmundsson Ástþór Jónsson
Skæringur Georgsson Guðbjörg Karlsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. Stjórn Nýsköpunarstofu, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Eygló Harðardóttir Guðrún Erlingsdóttir
Páll Marvin Jónsson Stefán B. Friðriksson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Ragnar Óskarsson Stefán Óskar Jónasson

Arnar Sigurmundsson Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. Tveir fulltrúar kosnir af bæjarstjórn í verkefnisstjórn til að vinna að nýrri skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ, sbr. 1. mál fundarins.

Kosnir voru þeir Jóhann Ólafur Guðmundsson og Elliði Vignisson með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)