Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1362

02.06.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1362. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 2. júní, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til auglýstra dagskrárliða var leitað afbrigða til að taka lausnarbréf Selmu Ragnarsdóttur bæjarfulltrúa á dagskrá fundarins. Í því óskar bæjarfulltrúinn eftir lausn sem bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú gengið til auglýstrar dagskrár.

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu að frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

a. Að beiðni Arnars Sigurmundssonar, Lúðvíks Bergvinssonar, Guðrúnar Erlingsdóttur, Elsu Valgeirsdóttur, Stefáns Jónassonar og Elliða Vignissonar var matsskýrsla um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum tekin til umræðu.

b. Svohljóðandi tillögur bárust frá Arnari Sigurmundssyni, Lúðvík Bergvinssyni, Guðrúnu Erlingsdóttur, Elsu Valgeirsdóttur, Stefáni Jónassyni og Elliða Vignissyni:

“Stefnumótun bæjarstjórnar vegna skýrslunnar

Vegna matsskýrslu um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum sem kynnt var í síðustu viku, samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að setja á stofn sérstakt þróunarverkefni. Ráðinn verður verkefnisstjóri til að stýra verkefninu í samráði við Vestmannaeyjabæ, menntamálaráðu-neytið og úttektaraðila og hefur hann yfirumsjón með verkinu og úrvinnslu þess í samráði við bæjaryfirvöld. Á fundi bæjarstjórnar 23. júní nk. mun verkefnisstjórn verða tilnefnd og mun hún ásamt verkefnisstjóra vinna nýja skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Verkefnisstjórnin mun í störfum sínum hafa samráð við starfsmenn bæjarins, foreldra, nemendur og félagasamtök bæjarins.

Ákvarðanir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að:

ü Grunnskólar Vestmannaeyjabæjar verði sameinaðir og taki til starfa 1. ágúst 2006 undir einni yfirstjórn. Í ársbyrjun 2006 verður ráðinn skólastjóri sem mun annast undirbúningsvinnu með verkefnisstjórn að endurskipulagningu skóla- og æskulýðsstarfs í Vestmannaeyjum.

ü Leikskólar Vestmannaeyjabæjar verði sameinaðir í ársbyrjun 2006 undir eina yfirstjórn. Fyrir árslok 2005 verður ráðinn leikskólastjóri sem mun annast undirbúningsvinnu með verkefnisstjórn að endurskipulagningu leikskólastarfs í Vestmannaeyjum.

ü Á kjörtímabilinu verði lokið við byggingu nýs leikskóla á Sólalóðinni er anni 100 heilsdags börnum. Fyrirliggjandi teikningar að nýjum leikskóla verði endurhannaðar með það að leiðarljósi að lækka byggingarkostnað leikskólans. Með þessum framkvæmdum tekst að uppfylla markmið bæjarstjórnar um leikskólapláss fyrir börn frá 18 mánaða aldri. “

Ofangreind stefnumótun og ákvarðanir meirihluta bæjarstjórnar og þær tillögur sem þar koma fram voru samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 18 frá 19. apríl sl.

- Liðir 1 til 3 a. og 8 liggja fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liðir 1, 2 og 3 a. samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 8: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá bæjarstjórn. “Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og kalla eftir frekari upplýsingum um málið”

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundargerð bæjarráðs nr. 2759, frá 22. apríl sl.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 2: Liðurinn er samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 4 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liðir 1, 5 til 7 og 9 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð skólamálaráðs nr. 153 frá 26. apríl sl.

- Liðir 2 til 8 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liðir 1, 9, 11 og 12 lágu fyrir til upplýsingar.

d) Fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl.

- Liðir 1 til 10 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. maí sl.

- Liðir 1 til 3, 5 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 7 lágu fyrir til kynningar.

f) Fundargerð bæjarráðs nr. 2760 frá 9. maí sl.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 2: Liðurinn samþykktur með 5 atkvæðum, einn var á móti, einn sat hjá

Arnar Sigurmundsson sem sat hjá óskaði bókað að hann vísaði til afstöðu sinnar í bæjarráði.

- Liðir 1, 3 til 5 og 8 til 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6, 13 og 14 lágu fyrir til kynningar.

g) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 12 frá 11. maí sl.

- Liðir 2 til 6 og 8 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 7 og 11 lágu fyrir til kynningar.

h) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 19 frá 12. maí sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

i) Fundargerð skólamálaráðs nr. 154 frá 17. maí sl.

- Liðir 1, 3, 4, 6, 7, 9, 12 og 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 5, 8, 10 og 11 lágu fyrir til kynningar.

j) Fundargerð fjölskylduráðs frá 17. maí sl.

- Liður 14 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 14: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 til 13 lágu fyrir til kynningar.

k) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 20 frá 19. maí sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 15 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

l) Fundargerð bæjarráðs nr. 2761 frá 23. maí sl.

- Liðir 12 og 13 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 12: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 13: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 3, 4, 6 til 8, 10 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 5 og 9 lágu fyrir til kynningar.

m) Fundargerð bæjarráðs nr. 2762 frá 30. maí sl.

- Liðir 1 til 4 og 6 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 3: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

Liður 4: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 6: Bæjarstjórn samþykktir með 7 atkvæðum að kjósa Matthildi Halldórsdóttur, Faxastíg 37 sem nýjan mann í kjördeild.

- Liðir 7 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5 lá fyrir til kynningar.

3. Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2004.

- FYRRI UMRÆÐA -

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2004:
Heildartekjur kr. 1.626.135.000
Heildargjöld kr. 1.732.534.000
Afskriftir kr. 45.212.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -151.612.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.738.472.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -192.591.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 199.221.751
Heildargjöld kr. 277.748.861
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -78.527.110
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.342.198.963
Eigið fé kr. 801.310.939
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2004:
Heildartekjur kr. 19.952.265
Heildargjöld kr. 66.545.684
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -46.593.419
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 455.107.481
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -643.849.105
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 36.926.800
Heildargjöld kr. 22.548.784
Rekstrarniðurstaða kr. 14.378.016
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 186.589.871
Eigið fé kr. 21.285.449
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2004:
Heildartekjur kr. 167.479.768
Heildargjöld kr. 189.362.795
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -21.883.027
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 141.438.281
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -32.279.851
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2004:
Heildartekjur kr. 50.290.182
Heildargjöld kr. 64.038.722
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -14.748.540
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 141.163.834
Eigið fé kr. 123.030.960
g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2004:
Heildartekjur kr. 5.264.310
Heildargjöld kr. 6.532.150
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -1.267.840
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.240.004
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -872.528
g) Ársreikningur Nýsköpunarstofu 2004:
Heildartekjur kr. 5.005.008
Heildargjöld kr. 20.507.610
Rekstrarniðurstaða ( - tap ) kr. -15.502.602
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 54.834
Eigið fé ( - neikvætt ) kr. -15.502.602
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2004:
Heildartekjur kr. 15.010.000
Heildargjöld kr. 10.116.657
Rekstrarniðurstaða kr. 4.893.343
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 10.618.806
Eigið fé kr. 10.618.806
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2004:
Heildartekjur kr. 29.749.052
Heildargjöld kr. 60.039.779
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -30.290.727
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris ( - skuld ) kr. -16.386.801

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)