Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1361

20.04.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1361. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 20. apríl, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Hitaveitu Suðurnesja að Tangargötu 1.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktor S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 16. mars sl.

- Liðir 1 til 7, 10 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 8, 9 og 12 lágu fyrir til kynningar.

b) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 16, frá 16. mars sl.

- Liðir 2 til 14 og 16 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 15 og 17 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð hafnarstjórnar frá 18. mars sl.

- Liðir 2 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 3 og 4 lágu fyrir til upplýsingar.

d) Fundargerð bæjarráðs nr. 2757, frá 23. mars sl.

- Liðir 1, 4, 6, 8, 10 og 19 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 8: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

- Liður 10: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 19: Liðurinn var til kynningar.

- Liðir 2, 5, 7, 9, 11 til 14 og 22 lágu fyrir staðfestingar og voru þeir samþykktir með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liðir 15 til 18, 20 og 21 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð fjölskylduráðs frá 30. mars sl.

- Liður 6 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7 til 11 lágu fyrir til kynningar.

f) Fundargerð menningar- og tómstundaráð nr. 11, frá 5. apríl sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 5 atkvæðum, einn sat hjá og einn var fjarverandi

- Liðir 2 til 9, 11 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liðir 10 og 13 lágu fyrir til kynningar.

g) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 17, frá 6. apríl sl.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Liðurinn var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liðir 3 til 17 og 19 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 18 lágu fyrir til kynningar.

h) Fundargerð bæjarráðs nr. 2758, frá 11. apríl sl.

- Liðir 1 til 3, 6, 7 og 11 lágu fyrir umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 3: Liðurinn er til kynningar.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 7: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst undir þessum lið:

“Bæjarstjórn samþykkir að fella samþykkt bæjarráðs úr gildi og leita þess í stað samningskaupa, sbr. 19. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup, við alla þá aðila sem buðu í sorpeyðingu fyrir Vestmannaeyjabæ. Nánari framkvæmd skal vera í samræmi við meginreglur sem um slíkt kaup gilda.”

Greinargerð:

Ljóst er að samkvæmt ákvæðum ofangreindra laga um opinber innkaup og þeim almennu leikreglum sem um opinber innkaup gilda, verður að gæta þess að öllum formreglum sé fylgt og að gegnsæi sé í málsmeðferðinni svo ekki leiki vafi um ásetning, trúverðugleika og fyrirætlanir Vestmannaeyjabæjar. Eftir að hafa skoðað nánar feril málsins telur bæjarstjórn Vestmannaeyja heppilegast að farið verði að tillögum og leiðbeiningum Ríkiskaupa og öllum aðilum útboðsins boðið til samningskaupa á jafnréttisgrundvelli, þannig að enginn vafi leiki á lögmæti útboðsins og eftirmála þess.

Stefnt skal að halda fyrsta fund með öllum aðilum sem áhuga hafa á slíku fyrir næstu mánaðarlok til að gæta ofangreindra sjónarmiða. Ríkiskaupum skal falið frekari framkvæmd málsins í samráði við Vestmannaeyjabæ.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagn samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

- Liður 11: Liðurinn var til kynningar.

- Liðir 4, 5, 9, 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 12 lá fyrir til kynningar.

i) Fundargerð skólamálaráðs nr. 152, frá 12. apríl sl.

- Liðir 2 til 4, 6 til 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 5 lágu fyrir til kynningar.

j) Fundargerð fjölskylduráðs frá 13. apríl sl.

- Liðir 2, 3 og 5 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 4, 10 og 12 lágu fyrir til kynningar.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur E. Ágústsson (sign.)