Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1360

17.03.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1360. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 17. mars, kl. 18.45 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Viktors S. Pálssonar staðgengils bæjarstjóra, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða fyrir að taka fundargerðir skólamálaráðs og umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. mars inn á dagskrá fundarins sem dagskrálið 1, g. og h. og var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, nr. 10 frá 21. febrúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til kynningar.

b) Fundargerð fjölskylduráðs frá 22. febrúar sl.

- Liðir 1 til 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 til 7 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð Fjölskylduráðs frá 2. mars sl.

- Liðir 1 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 og 10 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð bæjarráðs nr. 2756, frá 7. mars sl.

- Liðir 1 til 3, 5, 9 og 11 til 13 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

Liður 2: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 3: Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti.

Liður 5: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja er hlynnt því að heilbrigðisráðherra veiti nýtt lyfsöluleyfi til handa Lyf og heilsu hf. miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.”

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

Liður 9: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

Liður 11: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

Liður 12:

Svohljóðandi breytingartillögur bárust:

a. Í lok 6. gr. reglugerðarinnar kemur svohljóðandi texti” – að hafa umsjón með forvarnarstörfum fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á sínu sviði og marka heildar forvarnarstefnu á hverjum tíma í samráði við önnur fagsvið Vestmannaeyjabæjar og aðra aðila sem með slík mál fara.”

b. Að 1. málsliður, 1. mgr. 2. gr. verði með eftirfarandi hætti ”menningar- og tómstundaráð er skipað skv. 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.”

Elliði Vignisson (sign.)

Liðurinn ásamt fyrirliggjandi breytingartillögum samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 13: Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6 til 8, 10, 15 og 22 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4, 14, 16 til 21 og 23 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 15, frá 3. mars sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu B með þeim breytingum að vesturmörk skipulagssvæðisins nái norðan frá núverandi austurenda Gerðisbrautar suður að austurenda Austurgerðis skv. núgildandi deiliskipulagi.”

Stefán Jónasson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

f) Fundargerð skólamálaráðs, nr. 151 frá 15. mars sl.

- Liðir 1 til 4 og 7 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 og 6 lágu fyrir til kynningar.

g) Fundargerð fjölskylduráðs frá 16. mars sl.

- Liðir 1 til 7 og 10 til 12 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

h) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 16 frá 16 mars sl.

- Liðir 2 til 14 og 16 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 15 og 17 lágu fyrir til kynningar.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)