Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1359

24.02.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1359. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 24. febrúar, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

1. mál. Tillögur og mál til umræðu að frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

Að beiðni Elliða Vignissonar var skýrsla starfshóps menntamálaráðherra um breytta námsskipan til stúdentsprófs og hugsanleg áhrif framkominna tillagna fyrir nám í Vestmannaeyjum tekin til umræðu. Ennfremur var tekið til umræðu staða Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og möguleg sóknarfæri.

Fyrir fundinum lágu svohljóðandi tillögur:

1. “Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur að fyrirhuguð stytting náms til stúdentsprófs muni hugsanlega auka kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla og lýsir áhyggjum af því að ríkið muni hugsanlega ákveða þetta án samráðs við sveitarfélögin í landinu. Málefni grunnskóla eru eitt stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélagsins og styður það enn frekar við nauðsyn þess að vel sé vandað til verka.

Jafnframt skorar bæjarstjórn á menntamálaráðuneytið að láta reikna út þann kostnað sem falla mun á sveitarfélög nái hugmyndir skýrslunnar fram að ganga.

Þá beinir bæjarstjórn því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að fylgja málinu eftir þannig að fullnægjandi kostnaðarútreikningar liggi fyrir þegar sveitarfélög láta í ljós afstöðu til þessara breytinga á skólaskipan.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. “Bæjarstjórn samþykkir að stofna samstarfshóp um málefni Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Starfshópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum bæjarstjórnar, tveimur fulltrúum úr starfsliði FÍV og einum fulltrúa nemenda. Hlutverk starfshópsins er að fara yfir stöðu skólans í dag og framtíð framhaldsmenntunar í Vestmannaeyjum. Sérstaka áherslu skal leggja á mögulega sérhæfingu og sóknarfæri skólans. Starfshópurinn starfi í nánu samstarfi við skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og tilnefnt verði í hópinn á næsta fundi bæjarráðs.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð bæjarráðs nr. 2753, frá 31. janúar sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar og var hann staðfestur með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundargerð fjölskylduráðs frá 2. febrúar sl.

- Liðir 1 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 8 til 10 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð bæjarráðs nr. 2754, frá 7. febrúar sl.

-Liðir 1, 2 og 6 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

-Liðir 5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

-Liðir 3, 4 og 8 til 10 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 13, frá 9. febrúar sl.

- Liðir 1, 2, 6 og 15 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Stefáni Jónassyni: “Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfis- og skipulagsráðs til frekari athugunar.”

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Stefáni Jónassyni: “Bæjarstjórn samþykkir að vísa 6. og 15. máli aftur til umhverfis- og skipulagsráðs til frekari athugunar.”

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 til 5 og 7 til 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Fundargerð skólamálaráðs nr. 150, frá 10. febrúar sl.

- Liðir 2, 3 og 5 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 6 lágu fyrir til kynningar.

f) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 9, frá 15. febrúar sl.

- Liðir 3 til 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir kynningar.

- Undir liðum 7 og 8 barst svohljóðandi afgreiðslutillaga frá Elliða Vignissyni; “Vegna óska hagsmunaaðila vísar bæjarstjórn 7. og 8. máli aftur til menningar- og tómstundaráðs til frekari kynningar og umsagnar fyrir aðilarfélög héraðssambands ÍBV”

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

g) Fundargerð hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

h) Fundargerð bæjarráðs nr. 2755, frá 21. febrúar sl.

- Liðir 7 og 8 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 7: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 til 6, 9 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 3, 10 og 12 til 15 lágu fyrir til kynningar.

3. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2006 til 2008.

- Síðari umræða -

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri flutti framsögu með framlagðri áætlun, en áætlunin er óbreytt milli umræðna. Að því loknu var áætlunin lögð fyrir atkvæði bæjarstjórnar þar sem hún var hún samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá.

4. Kosning í almannavarnarnefnd.

Kosning eins fulltrúa bæjarins í almannavarnarnefnd Vestmannaeyjabæjar í stað Bjarna Sighvatssonar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að tilnefna Sigurð Þ. Jónsson sem aðalmann í almannavarnarnefnd Vestmannaeyjabæjar og Ólaf E. Lárusson sem varamann hans.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)