Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1358

17.02.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1358. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Hitaveitu Suðurnesja að Tangagötu 1.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Leitað var afbrigða til að bæta sem 3 lið inn á fundinn tilnefningu í Skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 14, frá 15. febrúar 2005.

Fundargerðin er til umfjöllunar og staðfestingar.

-Fundargerðin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002 til 2014.

a. Bréf Skipulagsstofnunnar, dags. 14. febrúar 2005.

- Bréfið lá fyrir til kynningar.

b. Fyrir lá tillaga að svari til Bændasamtaka Vestmannaeyja og Grétars Óskarssonar og Baldurs Bragasonar vegna ódagsettra athugasemda við Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002 til 2014, en athugasemdirnar lágu fyrir bæjarstjórn þann 10. janúar sl.

- Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svörum.

c. Breytingar á áður framlögðu Aðalskipulagi 2002-2014 v/umsagnar Skipulagsstofnunnar.

Svohljóðandi breytingartillögur liggja fyrir:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að gera eftirfarandi breytingar frá samþykkt á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014.

“A) Á uppdráttum verði gerðar eftirfarandi breytingar.

Leiðréttingar á sveitarfélags- og þéttbýlisuppdráttum.

  • Stytta austur- vestur enda flugbrautar í rétta lengd, þannig að brautarlengd verði 1.205 m og öryggissvæði við endana 60 m.
  • Á Eiðinu er iðnaðarsvæði fyrir olíugeymslu merkt IS-5, það á að vera IS-6.
  • Iðnaðarsvæði IS-5, kyndistöð, litur hefur fallið niður.
  • Göng til lands verði merkt með brotinni línu eins og á Aðalskipulagsuppdrætti 1988-2008 og við texta verði bætt , hugsanleg lega.
  • Í haus uppdrátta hafa svæði á náttúruminjaskrá ranglega verið merkt NS, veði lagfærð í NV og skálínur verði þéttar til samræmis við línur sem sýna svæði á náttúruminjaskrá og friðlýst svæði á uppdrætti.
  • Dagsetning uppdráttar verði 17.02.2005.

B) Í greinargerð verði gerðar eftirfarandi breytingar:

1. Annar liður í kafla 4.1.5. verður:

2. Íbúðarbyggð verði ekki stækkuð frá því sem nú er, að frátaldri íbúabyggð í blandaðri landnotkun suður á Eyju, skipulagt íbúðasvæði uppi á nýja hrauninu austan við miðbæinn fellur út.

2. Fimmti liður í kafla 4.1.5 verður:

5. Verslun og þjónustusvæði verði á nýskipulögðu svæði fyrir ráðstefnuhús við Löngulág og á Vestmannaeyjaflugvelli, þar er einnig gert ráð fyrir þjónustustofnunum.

3. Ellefti liður í kafla 4.1.5 verður:

11. Svæði fyrir frístundabyggð verði stækkað umhverfis Ofanleiti og blönduð landnotkun með íbúabyggð verði vestan og sunnan við vesturenda flugbrautar, en svæðið við Lyngfell falli út.

4. Kafli 4.1.6.1 verður:

Í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er listi framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum. Í 6. grein hvers kafla hér á eftir er matsskyldum framkvæmdum lýst og tekið fram að samþykkt aðalskipulagsins sé með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.

5. Kafli 4.1.6.2 verður:

Í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er listi yfir framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum samkvæmt fyrrgreindum lögum, sbr. einnig 3. viðauka og krafist er að tilkynnt sé um til Skipulagsstofnunar. Stofnunin metur síðan hvort meta þurfi umhverfisáhrifin.

Í 6. grein hvers kafla hér á eftir er þessum framkvæmdum lýst og tekið fram að samþykkt aðalskipulagsins sé með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.

Vakin er athygli á lið 13 a í 2. viðauka laga nr. 106 frá 2000 þar sem fram kemur: Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir skv. 1. eða 2. viðauka sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

6. Þriðja málsgrein í kafla 4.2.3 verður:

Nokkrar íbúðir eru fyrir sunnan og austan við Ofanleitishraun, Ofanbyggjarar nefndir í kafla 4.11.

7. Í kafla 4.2.5 verði bætt aftan við lið IB-4:

Á svæðunum F-2, F-3, F-4 í kafla 4.11.5. eru nú 7 íbúðir, þar má gera ráð

fyrir 42 íbúðum í fullbyggðum svæðum og 2/3 þeirra verði heilsárshús.

8. Tafla aftast í kafla 4.2.5 verður:

Samandregið, samtals Íbúar nú 4.465 Íbúðir nú 1.579, 2,8 íbúi/íbúð.

Íbúðasvæði fullbyggð Íbúar þá 4.965 Íbúðir þá 1.945, 2,5 íbúi/íbúð.

Frístundasvæði, fullbyggð Íbúar,85 Íbúðir, 35, 2,5 íbúi/íbúð

Samtals: Íbúar,5.050 Íbúðir, 1.980, 2,5 íbúi/íbúð

Sjá ennfremur Mynd 3.3.2 í Lausar lóðir í Eyjum samkvæmt gildandi skipulagi

9. Í kafla 4.3.3. verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

, í kafla 4.5.5. merkt V-1 og V-2.

10. Í lok kafla 4.3.5 verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

,Á svæðum V1 og V2 eru þjónustustofnanir í bland, sjá kafla 4.5.5.

V-1, vatnstankur og möguleiki á öðrum þjónustustofnunum.

V-2, flugstöð og flugturn, möguleiki á viðbyggingum eða samsvarandi þjónustustofnunum.

11. Í lok kafla 4.3.6. verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

Í fylgigögnum eru venslatöflur og þar er fjallað um mat á umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna, vísað er í töflu 4.3.6 þar sem gerður er samanburður á byggingu leikskóla í eldri svæðum við sjúkrahúsið (Þ-4) eða við Löngulág (V-1). Niðurstöður matsins er að bygging við sjúkrahúsið / Ásaveg hefur minni umhverfisáhrif.

12. Liður V-1 í kafla 4.5.5 verður:

V-1 Svæði ofan við Löngulág er í bland fyrir þjónustustofnun, vatnstankur, verði í samræmi við breytingu sem þegar hefur verið staðfest á aðalskipulagi og þetta svæði fyrir verslun og þjónustu verði stækkað til norðurs ef hentað gæti hóteli, annari verslunar-og þjónstustarfsemi eða þjónustustofnunum. Inni á svæðinu er kyndistöð. Stærð svæðis 4.0 ha, fullbyggt 12.000 m2 eða nýtingarhlutfall 0,25.(Svæði fyrir kyndistöð sem er c.a 0.7 ha verði Iðnaðarsvæði merkt IS-5 sjá 4.7 hér á eftir.)

13. Í kafla 4.6.6 á eftir textanum... Þessu markmiði er fylgt eftir varðandi landnotkun. er skeytt inn eftirfarandi:

Í fylgigögnum eru venslatöflur og þar er fjallað um mat á umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna, vísað er í töflu 4.6.6 þar sem gerður er samanburður á staðsetningu athafnasvæða a) á hrauninu, b) á fyllingu norður af Eiðinu og c) suður á Eyju.

14. Í kafli 4.6.6 verður:

Eins og fram kemur hér að framan eru athafnasvæðin 1 og 2 þegar byggð og aðeins gert ráð fyrir að nýbyggingum inni í eldri svæðum.

Þar er ekki gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagna og tillagan er ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Hinsvegar er athafnasvæði 3 á hrauninu nýtt og þar hefur farið fram mat. Markmið með umhverfismati skipulagstillagna er að gera umhverfisáhrif skipulagstillögu sýnileg almenningi. Gengið er út frá því að að umhverfismat skipulagstillagna sé eingöngu gróft mat.

Hér er því eingöngu getið um helstu umhverfisþætti og gerð venslatafla 4.6.6 sem nær annars vegar til hnattrænna umhverfisvísa og hins vegar til staðbundinna umhverfisvísa.

Í meginmarkmiðum aðalskipulagsins er m.a. ,,Áhersla lögð á að sérkenni landslags verði ekki skert með framkvæmdum.” Þessu markmiði er fylgt eftir varðandi landnotkun.

6.6 þar sem gerður er samanburður á staðsetningu athafnasvæða Venslataflaa) á hrauninu, b) á fyllingu norður af Eiðinu og c) suður á Eyju.

Hnattrænir umhverfisvísar: Uppbygging á athafnasvæðum hefur óveruleg eða engin áhrif á orku og auðlindir, loftslag né líffræðilegan fjölbreytileika.

Staðbundnir umhverfisvísar: Athafnasvæði á þessum stöðum hefur engin áhrif á loftslag og vatn. Fylling út í sjó getur haft neikvæð áhrif á jörð og jarðmyndun og landslag hugsanlega líka á dýralíf þar sem áhrif eru óþekkt nema fram fari rannsóknir á viðkomandi svæði.

Einnig er óþekkt hvaða áhrif bygging athafnasvæða á suðureyjunni hefur á gróður og dýralíf manngert umhverfi þar sem þetta land er opið gróið og notað til útivistar. Hins vegar er nokkuð víst að með byggingu iðnaðarsvæðis á svæði sem áður var notað sem hitavinnslusvæði hitaveitunnar eru áhrif engin á jörð og jarðmyndun, gróður, dýralíf og manngert umhverfi.

Heilsa, velferð, öryggi, félags- og menningarlíf verða ekki fyrir áhrifum af byggingu athafnasvæða á Heimaey.

Eins og fram kemur í venslatöflu er mjög æskilegt að byggja athafnasvæði austur á hrauni þar sem því verður valinn staður. Þessi staðsetning uppfyllir markmið skipulagstillögunnar.

15. Í kafla 4.7.5 í lýsingu á svæði IS-1 verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

Byggingarmagn 700 m2 auk 500 m2 viðbyggingar. Nýtingarhlutfall 0,05

16. Í kafla 4.7.5 í lýsingu á svæði IS-6 verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

,Byggingarmagn 700 m2 auk 500 m2 viðbyggingar. Nýtingarhlutfall 0,2. Geymslumagn 10.000 m3.

17. Kafli 4.7.6 verður:

Iðnaðarsvæði IS-1.

Sorpbrennslusvæði og móttökusvæði fyrir sorp er í notkun samkvæmt breyttu aðalskipulagi og þarf ekki að fara í umhverfismat skipulagstillagna og ekki heldur í mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106 frá 2000. Hefur starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til 2016. Sorpförgunarsvæði fellur undir lið 11b í 2.viðauka laga nr. 106 frá 2000 (11. Aðrar framkvæmdir:

b. Förgunarstöðvar þar sem úrgangur er brenndur, meðhöndlaður með efnum eða urðaður.) en getur einnig fallið undir 12.lið í 1. viðauka sömu laga þar sem spillefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð, og magnið fer upp fyrir 500 tonn á ári.

Iðnaðarsvæði IS-2.

Fiskeldissvæði í Gufuvík er tilkynningarskylt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

IS-2 Fiskeldissvæði í viðlagafjöru

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 kemur eftirfarandi fram í 2. viðauka:

1. Landbúnaður, skógrækt og fiskeldi:

g. Þauleldi á fiski þar sem ársframleiðsla er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 20 tonn eða meiri og fráveita í ferskvatn.

Iðnaðarsvæði IS-3.

Fyrir liggur greinargerð um Borholusvæði, þar sem fram koma atriði vegna tilkynningarskyldu og fyrirspurnar til Skipulagsstofunar um mat á umhverfisáhrifum.

Í bréfi Umhverfisráðuneytisins dagsett þann 10. júní 2003 telur ráðuneytið ekkert því til fyrirstöðu að veita HS rannsóknarleyfi og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi vegna mögulegrar jarðhitanýtingar í Heimaey.

Í bréfi Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins dagsett þann 19. júní 2003, kemur fram að ráðuneytið sjái ekkert því til fyrirstöðu að veita HS umbeðið rannsóknarleyfi vegna mögulegrar nýtingar jarðhita á Heimaey enda telur Umhverfisráðuneytið ekkert því til fyrirstöðu (sbr. bréf þeirra dagsett 10. júní 2003). Sama gildir um borholusvæði nr. 2, 3 og 4

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 kemur eftirfarandi fram í 2. viðauka:

c. Djúpborun, einkum:

i. borun á vinnsluholum og rannsóknarholum á háhitasvæðum,

ii. borun eftir jarðhita á lághitasvæðum þar sem ölkeldur, laugar eða hverir eru á yfirborði eða í næsta nágrenni,

Hugsanlega gæti framkvæmdin fallið undir 1.viðauka fyrrgreindra lag en þar kemur eftifarandi fram:

2.Jarðvarmavirkjanir og önnur varmaorkuver með 50 MW uppsett varmaafl eða meira og önnur orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira.

Samþykkt iðnaðarsvæðanna IS-2 og IS-3 í aðalskipulagi er gert með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum samanber lög nr. 106 frá 2000.

IS-4, svæði fyrir skolphreinsi-og dælistöð.

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 kemur eftirfarandi fram:

1. viðauki.

Framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum.

15. Skolphreinsistöðvar með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira.

Ef einungis verður byggð skolpdælustöð fellur sú framkvæmd ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

IS-5, svæði fyrir Kyndistöð

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 kemur eftirfarandi fram í 2.viðauka:

3. Orkuiðnaður:

a. Iðjuver til framleiðslu á rafmagni, gufu og heitu vatni, vatnsorkuver með uppsett rafafl 100 kW eða meira og varmavinnsla úr jarðhitasvæðum sem nemur 2.500 kW hráafli eða meira.

IS-6, svæði fyrir Olíubirgðarstöð

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 kemur eftirfarandi fram í 1.viðauka:

23. Geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu eða efnavörur með 50.000 m3 geymslugetu eða meira.

IS-7 Borholusvæði sunnan við Flakkarann. Hér gilda sömu ákvæði og um IS-3 hér að framan.

IS-8 Borholusvæði austast á Eiðinu. Hér gilda sömu ákvæði og um IS-3 hér að framan.

IS-9 Borholusvæði inni í Botni. Hér gilda sömu ákvæði og um IS-3 hér að framan.

18. Í kafla 4.9.4 verður eftirfarandi töflu bætt aftan við fyrstu málsgrein:

Efnistökusvæði á Heimaey.

Svæði Heiti svæðis Efnismagn Vinnslutími til:
1 Skansfjara E-1 10-20 þús m3 á ári
2 Rautt gjall ofan við Viðlagafjöru E-2 30. þús m3
3 Sandur úr Viðlagafjöru 5. þús m3 2008
4 Svart gjall vestan við Veg 5. þús m3 2008
5 Náma austast í Viðlagafjöru 7. þús m3 2008
5 Náma ofan milli Prestafjöru og Viðlagafjöru E-3 10. þús m3
6 Basalt hnullungar, norðan við Prestafjöru. 3. þús m3 2008
Moldarnám E-4 5. þús m3

19. Í kafli 4.9.6 verður:

Eins og fram kemur hér að framan er ekki ný efnistökusvæði að ræða.

Það er ekki gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagna og tillagan er ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000 því efnistökusvæði eru mun minni en þar kemur fram í 2.viðauka:

2. Námuiðnaður:

a. Efnistaka þar sem áætluð efnistaka raskar 25.000 m2 svæði eða stærra eða er 50.000 m3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 25.000 m2 svæði eða stærra.

Í 1. viðauka sömu laga kemur eftirfarandi fram:

21. Efnistaka þar sem áætluð efnistaka raskar 50.000 m2 svæði eða stærra eða er 150.000 m3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 50.000 m2 svæði eða stærra.

Efnistaka verði í samræmi við framkvæmdaleyfi.

20. Kafla 4.10.3 verður:

Gert er ráð fyrir að S-3, urðunarstaðurinn í Helgafelli sé fullnýttur og honum verði lokað og gengið frá honum í sem upprunalegasta horf skv. deiliskipulagi á skipulagstímabilinu. Ekki er heimilt að urða þar virkan úrgang lengur.

Óbrennanlegt sorp ásamt ösku úr sorpbrennslunni er urðað í Búastaðagryfju S-1 sunnan við sorpbrennsluna, undir Eldfellsöxl og gert ráð fyrir að hún endist út skipulagstímann. Ending gryfjunnar miðast við að lágmarkaður sé sá úrgangur sem urðaður er í gryfjunni. Þetta er gert með því að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar. Þetta er í anda Staðardagskrár 21 og skv. markmium laga um meðhöndlun úrgangs og er hluti af stefnuskjali Vestmannabæjar um sorpmál sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 2.12.2004.

Gert ráð fyrir að gengið verði frá gömlu sorpbrennslu-og sorpförgunarsvæði S-2 norðan og vestan við Urðarvita og það lagt niður í lok skipulagstímabilisins Þar var opin sorpbrennsla og þar var urðað í og undir hlíðar, gengið skal gengið frá þessu svæði og það lagfært með landmótun með óvirkum úrgangi, sem breytist ekki verulega líf-, efna- eða eðlisfræðilega og hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið, sbr. reglugerð nr 738/2003.

21. Kafli 4.10.6 verður:

Engin ný sorpförgunarsvæði verða tekin í notkun á skipulagstímabilinu.

Í fylgigögnum eru venslatöflur og þar er fjallað um mat á umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna, vísað er í töflu 4.10.6 þar sem gerður er samanburður á staðsetningu sorpförgunarsvæðis suður á Eyju eða austur á hrauni. Niðurstaða þessa samanburðar er á að sorpförgunarsvæði austur á hrauni hafi minni umhverfisáhrif.

22. Í kafla 4.10.7 verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

Til þess að ná markmiðum skipulagstillögunnar verði gengið frá Búastaðagryfju S-1, og í Helgafellsgryfju S-3 með þeim hætti að þær falli inn í náttúrulegt umhverfi sitt.

23. Í kafla 4.11.5 verður eftirfarandi texta bætt við:

  • Tölunni “26” á undan “sumarhús og tengda starfsemi.”
  • “eða u.þ.b. 20 íbúðir,” á eftir “Stærð svæðisins er 11,5 ha og byggingarmagn verður 3.000 m2,”
  • u.þ.b. 14 íbúðir” á eftir “Stærð svæðisins er 10,5 ha og byggingarmagn verður 2.500 m2,”
  • Tölunni “7” á unda n“frístundaíbúðir og heilsársíbúð.
  • u.þ.b. 8 íbúðir” á eftir “Stærð svæðisins er 4,2 ha og byggingarmagn verður 650 m2,”

24. Í kafla 4.11.6 verður eftirfarandi texta bætt aftan við [Þessu markmiði er fylgt eftir varðandi landnotkun:]:

Í fylgigögnum eru venslatöflur og þar er fjallað um mat á umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna, vísað er í töflu 4.11.6 þar sem gerður er samanburður á staðsetningu frístundabyggðar og a) tengja saman núverandi byggð við flugvöll eða staðsetja hana b) suður á Eyju í Ofanleitishrauni.

25. Í kafla 4.11.6. verður orðinu “Niðurstaða:” bætt framan við

Eins og fram kemur í venslatöflu er mjög æskilegt að byggja orlofssvæðið umhverfis flugvöllinn og því valin þar staður. Þessi staðsetning uppfyllir markmið skipulagstillögunnar.

26. Í kafla 4.11.7 verður eftirfarandi setning fjarlægð:

og þá eru frekari framkvæmdir við flugvöllinn háðar því skilyrði að hljóðmælingar fari fram samanber reglugerðar um hávaða nr. 933/1999.

27. Í kafla 4.12.3 var eftirfarandi texta bætt við aftast:

Bent á blönduð svæði F-2, F-3, F-4 í kafla 4.11.5.

28. Í kafla 4.12.5 var eftirfarandi texta bætt við aftast:

Sjá ennfremur svæði F-2, F-3, F-4 í kafla 4.11.5.

29. Kafli 4.15.3 verður:

Árið 2001 fékkst leyfi til laxeldis í Klettsvík til Íslandslax, sem ekki hefur verið nýtt. Þar var stundað áframeldi á þorski á Klettsvíkinni í kví til og með árinu 2004.

30. Kafli 4.15.6. verður:

Ekki er gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagnanna.

Tillögurnar eru ekki háðar mati á umhverfisáhrifum nema að framleiðsla fari yfir 200 tonn samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000. En þar kemur eftirfarandi fram í 2. viðauka:

1. Landbúnaður, skógrækt og fiskeldi:

g. Þauleldi á fiski þar sem ársframleiðsla er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 20 tonn eða meiri og fráveita í ferskvatn.

31. Kafli 4.15.7 verður:

Eins og fram kemur hér að framan verði starfsemi með svipuðu sniði og var

áður.

32. Annar liður í kafla 4.16.4.1 verður:

2. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008 voru tillögur um legu vegganga milli fastalandsins og Eyja og hvernig þau gætu tengst umferðarkerfinu. Síðan hafa veggöng nokkuð verið skoðuð af Vegagerð ríkisins og í jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar frá janúar árið 2000 er kafli um jarðgöng til Eyja. Þar er gert ráð fyrir að göng muni liggja að Heimaey á öðrum stað en gert var ráð fyrir í aðalskipulaginu 1988-2008. Gert verði ráð fyrir göngum milli Eyjum og Lands, inn úr Botni, sem yrði 4. götuflokkurinn, stofnbraut. (Háð umhverfismati). Í Jarðganga áætlun vegagerðarinnar kemur fram á bls 30 að tveir möguleikar hafa verið nefndir. Sá fyrri er upp í Eyjafjöll um 26 km, og er sá möguleik talinn of langur. Hins vegar er hugsanlegt að styttri göng komi til greina. Þ.e í Landeyjum en þar eru sand og malarlög, allt að 260 m þykk þar sem mest er. Við Kross í Landeyjum er hæð á undirliggjandi berggrunni, þannig að þykkt lausa efnisins er 40-50 m. Þau göng verða um 18 km.
Síðan fóru fram árið 2004 rannsóknir á bergi undir og á milli lands og Eyja, sem tóku af öll tvímæli um að göng gætu aðeins legið í vestur frá Vestmannaeyjum.
Vegagerð Ríkisins fékk uppdrætti að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014, aðra tillögu til umsagnar og gerðu þeir ekki athugasemdir við legu ganganna sbr. bréf þeirra frá 27.02.2003. Auk þessa gerir Vegagerðin ekki athugasemdir við legu gangnanna í athugasemdum sínum við 4. tillögu sbr. bréf dagsett 21.12.2004.

33. Fyrsti liður í kafla 4.16.4.3 verður:

1. Hvorki er gert ráð fyrir lengingu flugbrauta né stækkun flugvallarsvæðis, en öryggissvæðin lagfærð eftir því sem möguleiki er á. Öryggissvæði meðfram brautum á að vera 75 m til hliða mælt frá miðri braut. Einnig er gert ráð fyrir 60 m öryggissvæði við brautarenda beggja vegna á A-V braut, sbr. Annex 14. Auk þess sem utan öryggissvæðis eru ská-/hindranafletir, þar sem ekki er heimilt að reisa mannvirki, sem standa upp úr fletinum. Halli flata er 1:7 til hliðar við braut og 1:4 við brautarenda. Við flugvöllinn verði verslunar-, þjónustu- og stofnanasvæði fyrir flugstöð, flugturn, flugskýli og tækjageymslur tilheyrandi starfsemi á svæðinu.

34. Kafli 4.16.4.4 verður:

1. Athafnasvæði Herjólfs verði á sama stað og stækkað til vesturs með stækkun skips.

2. Verði um enduruppbyggingu eða lagfæringu á hafnargörðum að ræða gildir skv. 2. viðauka laga nr.106 frá 2000 um mat á umhverfisáhrifum, eftirfarandi:,,

10.Framkvæmdir á grunnvirkjum:

h. Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri, þó ekki viðhald og endurbygging slíkra mannvirkja.

Eða skv. 1. viðauka í sömu lögum en þar gildir eftirfarandi:

11. Hafnir (viðskiptahafnir, skipgengar vatnaleiðir og innhafnir) sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um.

Vakin er athygli á lið 13 a í 2. viðauka laga nr. 106 frá 2000, sbr. kafla 4.1.6.2. hér að framan.

35. Kafli 4.16.6 verður:

Veggöng eiga að fara í mat samkvæmt 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá árinu 2000 og samþykkt aðalskipulagsins er með fyrirvara um matið, aðrar tillögurnar erur ekki háðar mati samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þar sem nýir stígar fylgja vegum eða gömlum slóðum.

Í fylgigögnum eru venslatöflur og þar er fjallað um mat á umhverfisáhrifum skipulagstillagnanna, vísað er í töflu 4.16.6 þar sem borin eru saman umhverfisáhrif vegna samgangna með bíl milli lands og Eyja, með ferju frá Eyjum til Þorlákshafnar eða Bakkafjöru eða um göng milli lands og Eyja.

Niðurstaða: Núverandi fyrirkomulag með samgöngum með ferju til Þorlákshafnar hefur engin eða óveruleg umhverfisáhrif. Umfram þetta mat er ekki gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat skipulagstillagnanna. Hins vegar er vert að geta þess að á vegum Vestmannaeyjabæjar er Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja að vinna rannsóknarverkefni á samfélagslegum áhrifum jarðgangna milli lands og Eyja og annnarra mögulegra samgöngubóta. Niðurstöður þessara rannsókna munu sýna fram á áhrif á atvinnulíf, þjónustu við íbúa og ferðamenn, aðra samgöngumöguleika, umferð á Heimaey og önnur þjóðfélagsleg áhrif. Þessar niðurstöður munu verða notaðar sem innlegg í mat á umhverfisáhrifum jarðgangna en framkvæmdin þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106 frá 2000 í 1.viðauka en þar kemur fram.

10.

i. Stofnbrautir í þéttbýli.

ii. Nýir vegir utan þéttbýlis sem eru 10 km eða lengri. Enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagning samkvæmt áætlunum er a.m.k. 10 km að lengd..

36. Önnur málsgrein í kafla 4.16.7 verður:

Öryggissvæði meðfram brautum á að vera 75 m til hliða mælt frá miðri braut. Einnig er gert ráð fyrir 60 m öryggissvæði við brautarenda beggja vegna á A-V braut, sbr. Annex 14, sjá nánar í kafla 4.16.4.3, Flugvöllur. Breikkun, lagfæring eða framkvæmdir við umrædd öryggissvæði sem er hluti af aðalskipulagi þessu skal deiliskipulagt áður en framkvæmdir fari fram þar sem fram komi hæðarlega og frágangur lands.

37. Kafli 4.22.5 HV4 verður:

HV4- Hverfisverndun í Eldfellshrauni austur af Flakkaranum ásamt svæðinu sem er á náttúruminjaskrá og nær yfir svæði NV-2 og svæði sem nær suður að austurenda flugbrautar með fram IS-3 og U-16.

Í kafla 4.22.7 verður eftirfarandi texta bætt aftan við:

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar 2005 tillögur að hverfisverndarreglum. Þær eru í fylgigögnum, merktar sem Hverfisverndarreglur. Í þeim er gert grein fyrir hverfisverndarreglum á sérhverju hverfisverndarsvæði, HV-1 til og með HV-9. Hverfisverndarreglur vegna úteyja eru HV-11 til og með HV-20 eru í vinnslu í tengslum við framkvæmd Náttúruverndaráætlunar 2004-2008 og taka þær mið af almennu hverfisverndarákvæðunum hér að framan.

Bæjarstjórn samþykkti ennfremur að þær skyldu endurskoðaðar fyrir ágúst 2005. “

Bæjarstjórn ítrekar að öðru leyti samþykkt sína frá fundinum þann 10. janúar 2005 þar sem aðalskipulag Vestmannaeyja 2002 til 2014 var samþykkt, en samþykkir að að uppfæra í fylgigögnum Samantekt um kynningu og samráð miðað við framgreindar tillögur og umsagnir Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir að bera breytingartillöguna upp í einu lagi.

Bæjarstjórn samþykkir framangreinda breytingartillögu með 7 samhljóða atkvæðum.

3. Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að í stað Guðmundar Elíassonar í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum komi Helgi Bragason.

Fundi slitið kl:18:45.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

G. Ásta Halldórsdóttir (sign.)