Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1357

04.02.2005

Bæjarstjórnarfundur 

Ár 2004, föstudaginn 4. febrúar, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Varaforseti bæjarstjórnar, Elliði Vignisson stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

1. Deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyjabæjar (2. mál. á fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júlí 2004, nr. 1499.)

- ÖNNUR UMRÆÐA -

Fyrri umræða fór fram á fundi bæjarstjórnar 27. maí 2004 og birtist auglýsing vegna deiliskipulagsins í 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 2004. En við seinni umræðu í bæjarstjórn þann 26. ágúst 2004 var afgreiðslu deiliskipulagsins frestað, sbr. afgreiðsla bæjarstjórnar á 1. máli fundarins, nr. 1347.

Málið er nú tekið upp að frumkvæði bæjarstjórnar, en bæjarfulltrúum hafa verið kynntar tillögur að deiliskipulaginu og fylgigögn þess. Óski bæjarfulltrúar eftir frekari upplýsingum eða gögnum liggja þau fyrir á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

Svohljóðandi breytingatillaga liggur fyrir á því deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 27. maí 2004.

“Lagt er til að eftirfarandi breyting verði gerð:

Í kafla 3.17 um niðurrif verði tekinn út eftirfarandi texti

• Hilmisgata 2a (1.hæð).

Lagt er til að húsið verði rifið og fjarlægt vegna uppbyggingar á Hilmisgötureit, sbr. lið 3.19

Á uppdráttum verði þessu breytt þannig Hilmisgata 2a fái að standa áfram og að lóðarmörk í skipulagsuppdráttum taki mið af því.”

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga lá fyrir:

“Skipulagstillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð.

Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar:

- Í greinargerð verði bætt inn texta þar sem tiltekið er að greinargerðin sé hluti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins.

- Í greinargerð verði lagfærðar staðreyndaupplýsingar

Í kafla 1.10. Elsta húsið á svæðinu er Skólavegur 3 , byggt árið 1903

Þar sem kemur fyrir Skipulags- og byggingarráð, verði breytt í Umhverfis- og skipulagráð eftir atvikum eða skipulags- og byggingarnefnd

- Í kafla 3.17 um niðurrif verði tekinn út eftirfarandi texti

Hilmisgata 2a (1.hæð).

Lagt er til að húsið verði rifið og fjarlægt vegna uppbyggingar á Hilmisgötureit, sbr. lið 3.19

Á uppdráttum verði þessu breytt þannig Hilmisgata 2a fái að standa áfram og að lóðarmörk í skipulagsuppdráttum taki mið af því.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu með ofangreindum breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til athugunar. Þegar svör hafa borist skal samþykktin auglýst og birt í B-deild Stjórnartíðinda og taka þar með gildi.”

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Björn Elíasson(sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Jóhann Guðmundsson (sign.)

Stefán Friðriksson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)