Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1356

27.01.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1356. fundur.

Ár 2005, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Varaforseti bæjarstjórnar, Elliði Vignisson stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Leitað var afbrigða til að taka eftirfarandi mál til umfjöllunar, 2. mál fundargerðar bæjarráðs frá 10. janúar sl., 14. mál. fundargerðar fjölskylduráðs frá 10. janúar og 1. og 8. mál í fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar sl.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. mál.

Tillögur og mál á dagskrá skv. frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

a. Að beiðni Lúðvíks Bergsvinssonar voru teknar til umræðu breytingar á raforkulögum, en þessar breytingar hafa aukið álögur á húseigendur í dreifbýli sem kynda með rafmagni.

Svohljóðandi tillaga barst frá bæjarstjórn Vestmannaeyja:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á stjórnvöld að gera viðeigandi ráðstafanir til að forða þeim gífurlegum hækkunum á gjaldskrá raforku fyrir heimili víðsvegar á landinu, sem verða að óbreyttu í kjölfar breytinga á reglugerð um framkvæmd raforkulaga.

Í Vestmannaeyjum eru tæplega 200 heimili kyndt með beinni rafkyndingu. Hækkun á kyndingarkostnaði umræddra heimila verður um 44 % til 46 % að óbreyttu.

Það getur ekki hafa verið tilgangur stjórnvalda með breytingunum, að gjaldskrá fyrir raforku myndi hækka og þá einna mest á landsbyggðinni, enda nægir í því sambandi að minna á yfirlýsingar stjórnvalda að umræddar breytingar myndu ekki leiða til hækkana. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer fram á að staðið verði við það.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Svohljóðandi tillaga lá fyrir frá Andrési Sigmundssyni:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir því yfir, að þar sem svo virðist að rekstraraðili Apóteks Vestmannaeyja hafi ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð og þar sem það skiptir miklu máli fyrir jafnt bæjarbúa sem heilsustofnanir bæjarins, að heilbrigð samkeppni ríki á þessum markaði og þar með lægra verð þá muni bæjarstjórn taka jákvætt í umsókn frá öðrum aðila um rekstur apóteks í Vestmannaeyjum.”

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn er fylgjandi samkeppni í verslun og þjónustu en ítrekar og tekur undir þá afstöðu sem samþykkt var einróma í bæjarráði um að bæjaryfirvöld taki afstöðu til umsókna um lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum ef og þegar slíkar umsóknir berast.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

c. Svohljóðandi tillaga lá fyrir frá Andrési Sigmundssyni:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta fara fram athugun á innkaupsverði lyfja á Hraubúðum miðað við innkaupsverð hjá öldrunarstofnunum í öðrum sambærilegum sveitarfélögum.”

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Athugun sú sem tillagan gerir ráð fyrir er sífellt í gangi og tillagan því óþörf.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

2. mál.

Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Bæjarráð fundargerð nr. 2751, fundur frá 10. janúar sl.

a. Liðir 2 og 3 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Liðir 1, 3 til 6, 8, 10 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

c. Liðir 7 og 9 lágu fyrir til kynningar.

b) Fjölskylduráð, fundur frá 10. janúar sl.

a. Liðir 1 til 11, 13 og 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Liður 12 lá fyrir til kynningar.

c) Skólamálaráð, fundur nr. 148 frá 17. janúar sl.

a. Liðir 1 til 4, 6, 7 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Liðir 5 og 8 lágu fyrir til kynningar.

d) Menningar- og tómstundaráð, fundur nr. 8 frá 18. janúar sl.

a. Liðir 1 til 7 og 10 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 4: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 7: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 10: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Liðir 8, 9 og 11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Umhverfis- og skipulagsráð fundargerð nr. 12 frá 19. janúar sl.

a. Liðir 1 og 9 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 9: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Liðir 2 til 8 og 10 til 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

f) Bæjarráð fundagerð nr. 2752, fundur frá 24. janúar sl.

a. Liðir 1, 5, 6 og 8 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

- Liður 6: Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

- Liður 8: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að kalla eftir skýrum svörum stjórnvalda um hvort ríkisframlag til þurrkvíar í Vestmannaeyjum geti orðið 60% af viðurkenndum framkvæmdakostnaði í samræmi við ákvæði eldri hafnarlaga, í stað 12,5% eins og kveðið er á um í samgönguáætlun ríkisins fyrir 2003-2006.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c. Liðir 2 til 4, 7 og 9 til 14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóðandi atkvæðum,

d. Liðir 11, 12 og 15 lágu fyrir til kynningar.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)