Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1353

16.12.2004

             Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1353. fundur

Ár 2004, fimmtudaginn 16. desember, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í húsi Hitaveitu Suðurnesja að Tangagötu 1.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Skólamálaráð fundur frá 6. desember sl.

i. Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Bæjarráð, fundur frá 6. desember sl.

i. Liðir 1 til 3 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykktur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

- Liður 2: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Til kynningar.

ii. Liðir 4 til 8 lágu fyrir til staðfestingar og vor þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

iii. Liður 9 lá fyrir til kynningar.

c) Umhverfis- og skipulagsráð, fundur frá 8. desember sl.

i. Liður 8 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 8: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

ii. Liðir 1 til 7 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Fjölskylduráð fundur frá 25. nóvember sl.

i. Liðir 12 og 16 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 12: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 16: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Ljóst er að fyrirhugað er að semja til þriggja ára um ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur með hliðsjón af lengd samningsins og umfangi hans að eðlilegt sé að farið verði í útboð á honum. Bæjarstjórn samþykkir því að vísa þeim hluta 16. máls er lýtur að endurnýjun samnings við Eyjaklett um ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra aftur til félagsmálaráðs og felur ráðinu að gera ráðstafanir gagnvart núverandi rekstraraðila til að tryggja þjónustuna þar til hægt verður að bjóða út reksturinn.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillöguna og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Afgangurinn af liðnum samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

ii. Liðir 1 til 10, 12 til 15 og 17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

iii. Liður 11 lá fyrir til kynningar.

e) Bæjarráð fundur frá 13. desember sl.

i. Liðir 1 til 3 og 11 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt að vísa afgreiðslu liðsins til afgreiðslu bæjarstjórnar á 4. máli fundarins um fjárhagsáætlun ársins 2005.

- Liður 2: Samþykktur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

- Liður 3: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 11: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

ii. Liðir 5, 9 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

iii. Liðir 4, 6 til 8, 12 og 13 lágu fyrir til kynningar.

f) Menningar- og tómstundaráð frá 14. desember sl.

i. Liðir 1 til 11 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3: Lá fyrir til kynningar.

- Liður 4: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Samþykktur með 5 samhljóða atkvæðum. Tveir sátu hjá, Elsa Valgeirsdóttir óskaði eftir að bókað yrði um hjásetu sína.

- Liður 6: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 7: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 9: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 10: Samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 11: Samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum. Björn Elíasson sat hjá og óskaði að bókað yrði um hjásetu sína.

2. Tillögur bæjarstjórnarmanna.

Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Utandagskrárumræða á Alþingi er fram fór fyrir skömmu að tilstuðlan þingmanns búsettum suður með sjó um samgöngumál Vestmannaeyinga kom m.a fram vilji til að bæta samgöngur við Eyjar. Kostnaður er íbúar í Vestmannaeyjum búa nú þegar við vegna mjög hárra fargjalda hvort sem um flug eða fargjöld með Herjólfi er að ræða, er nú þegar allt of mikill. Fyrirætlun Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Vm. um að auka enn á misrétti er íbúar í Eyjum búa nú við vegna samgangna og hækka far-og farmgjöld með Herjólfi um 6 % eru algjörlega óásættanleg við núverandi aðstæður. Þessi hækkun er ekki undir 10 miljónum króna sem leggst á Eyjamenn sem auka samgönguskattur. Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að allar hækkanir á far-og farmgjöldum með Herjólfi komi ekki til greina.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar, “Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að vísa tillögunni frá þar sem búið er að taka efnislega afstöðu til málsins, sbr. 1 mál fundargerðar bæjarráðs frá 6. desember sl.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillöguna og var hún samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu.

Að beiðni Andrésar Sigmundssonar voru rædd starfsemi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans og starfsmannamál þeirra. Samþykkt var af fresta umræðu þar til í lok fundarins, auk þess var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 að umræðan fari fram á lokuðum fundi.

3. Kosning.

a. Tilnefning tveggja aðalmanna og tveggja til vara í skólanefnd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum til næstu fjögurra ára, skv. 7. tl. 2. mgr. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að Gylfi Sigurðsson og Guðmundur Elíasson verði tilnefndir sem aðalmenn og Svava Bogadóttir og Helga B. Ólafsdóttir verði tilnefndir sem varamenn í skólanefnd framhaldsskólans.

b. Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, skv. 9. tl., 2. mgr. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að Viktor Stefán Pálsson taki sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar og að Elsa Valgeirsdóttir taki sæti sem varamaður.

4. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005.

- Fyrri umræða -

Bergur Ágústsson bæjarstjóri hafði framsögn um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Var nú gengið til atkvæða um málið.

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2005:
Tekjur alls kr. -1.744.836.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.797.130.000
Rekstrarniðurstaða ( + neikvæð) kr. 52.294.000
Veltufé frá rekstri kr. 24.259.000
Fjárfestingar kr. 28.000.000
Tekin ný langtímalán kr. 112.245.000
Afborganir langtímalána kr. 94.600.000
Handbært fé í árslok kr. 10.000.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2005:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs (+tap) kr. 52.801.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu (- hagnaður) kr. -24.200.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar (+tap) kr. 500.000
Rekstrarniðurstaða Nýsköpunarstofu (+tap) kr. 9.720.000
Rekstrarniðurstaða Líkamsræktarsalar (-hagnaður) kr. -488.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða (+tap) kr. 24.847.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða (+tap) kr. 13.526.000
Veltufé frá rekstri 38.548.000
Fjárfestingar kr. 181.648.000
Tekin ný langtímalán kr. 82.100.000
Afborganir langtímalána kr. 101.900.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2005:
Tekjur alls kr. 2.176.451.000
Gjöld alls kr. 2.315.451.000
Rekstrarniðurstaða (+tap) kr. 139.000.000
Veltufé frá rekstri kr. 62.807.000
Fjárfestingar kr. 180.000.000
Tekin ný langtímalán kr. 293.893.000
Afborganir langtímalána kr. 176.700.000
Handbært fé í árslok kr. 10.166.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Var nú fundi lokað kl. 20.35 meðan rætt var um starfsmannamál bæjarins.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)