Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1352

02.12.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1352. fundur

Ár 2004, fimmtudaginn 2. desember, kl. 20.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans, Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fjölskylduráð, fundur frá 3. nóvember sl.

- Liðir 1 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 10 til 19 lágu fyrir til kynningar.

b) Bæjarráð, fundur frá 23. nóvember sl.

- Liðir 1, 2 og 4 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2: Svohljóðandi tillaga barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur undir þessum málslið: “Bæjarstjórn ákveður að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2005 fari fram á fundi bæjarstjórnar og að hann verði haldinn þann 16. desember nk.”

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 4: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3, 8 til 10, 12, 13, 15, 17 og 18 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 til 7, 11, 14, 16 og 19 til 24 lágu fyrir til kynningar.

c) Umhverfis- og skipulagsráð, 8. fundur frá 24. nóvember sl.

- Liðir 1 til 17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Fjölskylduráð, fundur frá 25. nóvember sl.

- Liðir 1 til 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 til 10 lágu fyrir til kynningar.

e) Skólamálaráð, fundur frá 25. nóvember sl.

- Liðir 1 til 5, 7 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6, 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

f) Hafnarstjórn, fundur frá 26. nóvember sl.

- Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til kynningar.

g) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, fundur frá 26. nóvember sl.

- Liðir 1 til 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 20.24.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Jóhann Guðmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Bergur E. Ágústsson (sign.)