Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1351

16.11.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1351. fundur

Ár 2004, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans, Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Bæjarráð, 2745. fundur frá 11. nóvember 2004.

Fundargerðin samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, einn fjarverandi.

b) Bæjarráð, 2746. fundur frá 12. nóvember 2004.

Fundargerðin samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.

2. mál. Lagður fram samstarfssamningur V-lista Vestmannaeyjalistans og D-lista Sjálfstæðisflokksins um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Svohljóðandi samstarfssamningur V-lista Vestmannaeyjarbæjarlistans og D-lista Sjálfstæðisflokksins var lagður fram undir þessum dagskrárlið:

“Friður - Framfarir

V-listi (Vestmannaeyjalistans) og D-listi ( Sjálfstæðisflokksins ) eru sammála um að taka upp meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja til loka kjörtímabils núverandi bæjarstjórnar árið 2006. Standi samstarfið undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar getur skapast grundvöllur til áframhaldandi samstarfs eftir næstu bæjarstjórnarkosningar fái listarnir til þess umboð.

Grundvöllur þessa samstarfs byggir á brýnni þörf fyrir betri samstöðu Eyjamanna í sókn og vörn fyrir Vestmannaeyjar og með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.

Þá eru listarnir sammála um eftirtalin atriði:

Bæjarstjóri verði áfram Bergur Elías Ágústsson.

Skipurit Vestmannaeyjabæjar verður óbreytt til loka kjörtímabilsins 2006, að frátöldum breytingum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og samstaða næst um milli listanna.

Forseti bæjarstjórnar verði af V-lista

Formaður bæjarráðs verði af D-lista

Bæjarráð verði skipað tveimur fulltrúum af D-lista og einum af V-lista.

Varamenn í bæjarráði verði tveir af V-lista og einn af D-lista.

Formaður fjölskylduráðs verði af V-lista

Formaður menningar- og tómstundaráðs verði af D-lista til júní 2005

og V-lista til loka kjörtímabils vorið 2006.

Formaður skólamálaráðs verði af D-lista.

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs verði af V-lista.

Formaður hafnarstjórnar verði af V-lista.

Varaformenn ráðanna fjögurra, bæjarráðs og hafnarstjórnar verði af þeim lista sem ekki skipar formann. Jafnmargir fulltrúar verða frá hvorum lista um sig í sjö manna ráðum.

Fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stjórn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. verði af V-lista. En fulltrúi í stjórn Hitaveitu Suðurnesja verði af D-lista,

Gæta skal fyllsta jafnræðis milli listanna við ákvarðanir um fulltrúa bæjarins í nefndum og ráðum, sem Vestmannaeyjabær á aðild að og meirihlutinn tilnefnir í.

V-listi og D-listi eru sammála um að leita allra leiða til sparnaðar og aðhaldssemi í rekstri bæjarfélagsins.

Staðið verði við samþykktir bæjarstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum og byggingu nýs leikskóla á Sólareitnum við Ásaveg og aðrar verklegar framkvæmdir sem teknar hafa verið ákvarðanir um. Einnig eru önnur verkefni í gangi sem áfram verður unnið að.

D-listi og V-listi eru sammála um að leggja mjög ríka áherslu á bættar samgöngur við Vestmannaeyjar. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þróun byggðar í Eyjum að hægt verði að taka ákvörðun um framtíðarstefnu í samgöngum milli lands og Eyja haustið 2005.

Fulltrúar listanna munu á næstu vikum vinna frekar að útfærslu samstarfsyfirlýsingar, auk verkefnaáætlunar sem tekur mið af stöðu og möguleikum bæjarfélagsins til næstu framtíðar.

Vestmannaeyjar, 12. nóvember 2004,

Lúðvík Bergvinsson

Arnar Sigurmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Elliði Vignisson

Elsa Valgeirssdóttir

Stefán Jónasson”

Svohljóðandi bókun barst frá Andrési Sigmundssyni, bæjarfulltrúa:

”Vestmannaeyjalistinn undir stjórn Lúðvíks Bergvinssonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja með tilvísan til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undirbúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar eða 10 mínútum eftir að fundi bæjarráðs lauk þann 12. nóv. sl. búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum, heldur en þeir kumpánar Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarrásina frá upphafi til enda. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, rofið meirihlutasamstarf sem verið hefur ”með miklum ágætum” eins og hann hefur orðað það sjálfur.

Þegar meirihluti V-listans og Framsóknarflokks tók til starfa varð strax ljóst að nú skyldu verkin tala. Ráðist var beint að rótum stöðnunar og flokkræðis sem hafði haft lamandi áhrif á bæjarfélagið undangenginn áratug. Stjórnkerfið var stokkað upp og í starf bæjarstjóra var ráðinn fagmaður með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri. Reynslan hefur sýnt að nýjum bæjarstjóra varð treyst til að stýra bæjarfélaginu með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi en ekki aðeins þeirra sem báru réttu flokksskírteinin.

Það er öllum ljóst að meirihluti Framsóknarflokkssins og V-lista hefur hleypt nýju lífi í bæjarmálin, hvernig sem á það er litið. Opin stjórnsýsla, vönduð og fagleg vinnubrögð og hagur bæjarbúa allra hafður að leiðarljósi.

Meirihluti bæjarstjórnar er nú fer frá er vinnu- og kraftmesti meirihluti er verið hefur í Vestmannaeyjum í langan tíma. Í tíð þessa meirihluta hefur tekist að lækka skuldir bæjarins. Skipulagsbreytingar á yfirstjórn bæjarins sem og í bæjarkerfinu sem skila sér með hagkvæmari rekstri. Félagsmálin og þjónusta við íbúa bæjarins hefur stöðugt batnað. Fyrirhuguð er nýbygging á sex deilda leikskóla og svona mætti lengi telja. Að stöðva þá þróun er þegar var hafin í Vestmannaeyjum er alfarið á ábyrgð bæjarfulltrúans og þingmanns Samfylkingarinnar Lúðvíks Bergvinssonar.

Ákvörðun Lúðvíks um að slíta meirihlutasamstarfinu og leiða harðsvíruð hægriöfl aftur til valda í Eyjum eru vonbrigði sem særir allt vinstra- og félagshyggjufólk í Vestmannaeyjum. Samstarf hvort sem það er í þátíð eða nútíð sem byggt er á óheilindum er fyrirfram dæmt til að mistakast.”

Svohljóðandi bókun barst frá Stefáni Jónassyni og Guðrúnu Erlingsdóttur:

“Við undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hörmum þær ósönnu og ósmekklegu ásakanir sem bornar hafa verið á Lúðvík Bergvinsson bæjarfulltrúa Vestmanaeyjalistans, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans unnu að fullum heilindum í samstarfi við Andrés Sigmundsson, allir sem einn.”

Guðrún Erlingsdóttir og Stefán Jónasson bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans.

3. Kosning forseta bæjarstjórnar og skrifara til júní 2005.

a) Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar.

Guðrún Erlingsdóttir fékk 7 atkvæði í kosningu til forseta bæjarstjórnar og Elliði Vignisson fékk 7 atkvæði í kosningu til varaforseta bæjarstjórnar.

b) Kosning tveggja aðal- og varaskrifara.

Aðalmenn Varamenn

Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson

Elsa Valgeirsdóttir Arnar Sigurmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. Mál. Kosning í eftirfarandi ráð, stjórnir og nefndir.

a) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Arnar Sigurmundson, formaður Elsa Valgeirsdóttir

Lúðvík Bergvinsson, varaformaður Stefán Jónasson

Elliði Vignisson Guðrún Erlingsdóttir

Andrés Sigmundsson óskaði eftir tilnefningu til setu í bæjarráði.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, ein sat hjá.

b) Fjölskylduráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Guðrún Erlingsdóttir, formaður Steinunn Jónatansdóttir

G. Ásta Halldórsdóttir, varaformaður Sigurhanna Friðþórsdóttir

Kristín Valtýsdóttir Svavar V. Stefánsson

Auður Einarsdóttir Georg Skæringsson

Helga Björk Ólafsdóttir Jóhanna Reynisdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Menningar- og tómstundaráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Elliði Vignisson, formaður Rúnar Karlsson

Björn Elíasson, varaformaður Lúðvík Bergvinsson

Þorsteinn Viktorsson Óðinn Hilmisson

Páll Scheving Ingvarsson Ingibjörg Jónsdóttir

Íris Róbertsdóttir Arnar Richardsson

Egill Arngrímsson

Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Skólamálaráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Elsa Valgeirsdóttir, formaður Páll Marvin Jónsson

Jóhann Guðmundsson, varaformaður Hafdís Sigurðardóttir

Bergþóra Þórhallsdóttir Andrea Atladóttir

Gunnlaugur Grettisson Gunnar Friðfinnsson

Steinunn Jónatansdóttir Bjarni Ólafur Magnússon

Margo E. Renner

Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóma atkvæðum.

e) Umhverfis- og skipulagsráð, 7 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Stefán Jónasson, formaður Baldvin Kristjánsson

G. Ásta Halldórsdóttir, varaformaður Guðjón Hjörleifsson

Sigríður Bjarnadóttir Guðný Bjarnadóttir

Friðbjörn Ólafur Valtýsson Valgeir Jónasson

Stefán Lúðvíksson Einar Steingrímsson

Drífa Kristjánsdóttir

Andrés Sigmundsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

f) Hafnarstjórn, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Hörður Þórðarsson, formaður Svavar V. Stefánsson

Stefán B. Friðriksson, varaformaður Sigmar G. Sveinsson

Viðar Elíasson Jóhann Þorvaldsson

Valmundur Valmundsson Ástþór Jónsson

Skæringur Georgsson Guðbjörg Karlsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

g) Stjórn Nýsköpunarstofu, 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Eygló Harðardóttir Guðrún Erlingsdóttir

Páll Marvin Jónsson Stefán B. Friðriksson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

h) Fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss, 3

aðalmenn.

Aðalmenn

Bergur Elías Ágústsson

Guðjón Hjörleifsson

Lúðvík Bergvinsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. Mál. Kosning í eftirfarandi ráð, stjórn og nefndir út kjörtímabilið.

a) Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður Varamaður

Arnar Sigurmundsson Stefán Jónasson, varamaður

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn Varamenn

Stefán Jónasson Lúðvík Bergvinsson

Arnar Sigurmundsson Elliði Vignisson

Guðrún Erlingsdóttir Elsa Valgeirsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður Varamaður

Bergur Elías Ágústsson Guðjón Hjörleifsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)