Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1350

04.11.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1350. fundur

Ár 2004, fimmtudaginn 4. nóvember, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans, Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Sérstakar tillögur og dagskrármál.

a) Fyrir lá úrdráttur úr skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna ólögmæts samráðs Skeljungs hf., Olíufélagsins hf. og Olís hf.

i. Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna:

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja felur bæjarstjóra að rita olíufélögunum þremur, sem höfðu með sér ólögmætt samráð við útboð Vestmannaeyjabæjar vegna innkaupa á olíuvörum á árinu 1997, bréf og óska eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslu bóta vegna hins ólögmæta samráðs."

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

ii. Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá Elliða Vignissyni bæjarfulltrúa vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að skipa 3 manna starfshóp sem kannar hvort og þá hversu mikil áhrif meint ólögleg samráð olíufélaganna hafi haft fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir. Starfshópinn skipi tveir fulltrúar bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sem jafnframt verður formaður. Kosið verði í starfshópinn á fundi bæjarstjórnar 4. nóvember 2004.”

Elliði Vignisson (sign.)

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar sameinaðist um svohljóðandi tillögu:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir mikilli vanþóknun á verðsamráði olíufélaganna sem birtist í ákvörðun samkeppnisráðs. Verðsamráðið hefur valdið Vestmannaeyjabæ, íbúum bæjarins og fyrirtækjum, einkum sjávarútvegsfyrirtækjum tjóni.

Því leggur bæjarstjórn til að bæjarstjóra verði falið að rita olíufélögunum þremur, sem höfðu mér sér ólögmætt samráð við útboð Vestmannaeyjabæjar vegna innkaupa á olíuvörum á árinu 1997, bréf og óska eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslu bóta vegna hins ólögmæta samráðs.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sameiginlega tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Að beiðni Arnars Sigurmundssonar bæjarfulltrúa voru tekin til umræðu starfsmannamál Vestmannaeyjabæjar og starfsmannastefna hans.

Svohljóðandi bókun barst frá Elliða Vignissyni bæjarfulltrúa:

“Í framhaldi af umræðu á bæjarstjórnarfundi 4. nóvember 2004 óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Í fjölmiðlum hefur verið haft eftir umræddum starfsmanni að tilefni fundarins hafi verið opinber umræða um ýmis málefni þar sem skoðanir starfsmannsins fóru ekki saman við skoðanir bæjarfulltrúa V-listans. Skilaboðin sem hann fékk á fundinum voru að “…hann ætti að halda kjafti” svo vísað sé til orða hans sjálfs eins og þau birtust í fjölmiðlum. Mikilvægt er að viðhorf þeirra sem boðuðu til fundarins verði gerð heyrinkunnug og því spyr ég: Hvert var tilefni þess að viðkomandi starfsmaður Vestmannaeyjabæjar var boðaður á lokaðan fund í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar 01.09. 2004 kl. 17.50.

2. Samkvæmt skrifum starfsmannsins í fjölmiðla sátu tveir bæjarfulltrúar meirihlutans viðkomandi fund þeir Andrés Sigmundsson og Stefán Jónasson. Í hvaða umboði sátu þeir þennan fund.

3. Hafi verið talin ástæða til hafa fulltrúa bæjarstjórnar eða annarra pólitískra nefnda/ráða á fundinum þá óska ég eftir upplýsingum um hver af fulltrúum sjálfstæðisflokksins var boðaður og hvernig.

4. Viðkomandi starfsmaður hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann telji að vanþóknun pólitískra fulltrúa V-listans á opinberum skrifum hans hafi orðið til þess skerða verulega stöðu hans sem starfsmanns Vestmannaeyjabæjar. Er eitthvað hæft í þessum fullyrðingum.

5. Hver var staða viðkomandi starfsmanns samkvæmt skipuriti Vestmannaeyjabæjar fyrir umræddan fund 01.09.2004 og hver verður staða hans eftir þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar á tækni og umhverfissviði.”

c) Kosning í fjölskylduráð.

Georg Skæringsson verður aðalmaður í fjölskylduráði í stað Harðar Rögnvaldssonar og Lára Skæringsdóttir verður varamaður.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fjölskylduráð, fundur frá 15. september 2004

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til kynningar.

b) Fjölskylduráð, fundur frá 13. október 2004.

- Liðir 1 til 8 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 til 8 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 9 og 10 lágu fyrir til kynningar.

c) Umhverfis- og skipulagsráð, 6. fundur frá 13. október 2004.

- Liðir 3 og 5 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 3: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 5: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 2 og 6 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1, 2 og 6 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 4 og 7 lágu fyrir til kynningar.

d) Bæjarráð, 2742. fundur frá 19. október 2004.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar.

“Í ljósi þess að þingmenn Suðurkjördæmis hafa ákveðið að setja 60 milljónir króna til rannsókna á jarðlögum milli lands og Eyja vegna hugsanlegrar jarðgangagerðar, samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að fyrirhuguðum kosningum sem halda átti 27 nóv. um fjármögnun rannsóknanna verði aflýst.”

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Þá lýsir bæjarstjórn yfir ánægju með að frumkvæði það sem tekið var á fundi hennar 14. okt. sl. skuli hafa átt þátt í því að nú hefur verið ákveðið að ríkissjóður standi straum af kostnaði vegna rannsóknanna, um leið og þingmönnum Suðurkjördæmis er þakkað þeirra framlag og aðkoma að þessu mikla hagsmunamáli.”

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, einn sat hjá.

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Skólamálaráð, 144. fundur frá 21. október 2004.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá minnihluta bæjarstjórnar:

“Með tilvísun í lög um grunnskóla nr. 66 frá 1995 vísar bæjarstjórn tillögu formanns skólamálaráðs um annarskipti grunnskóla aftur til frekari umfjöllunar skólamálaráðs. En samkvæmt laganna hljóðan og úrskurði menntamálaráðuneytisins er skólanámskrá unnin af starfsfólki skóla undir faglegri forystu skólastjóra og því hefur formaðurinn með tillögu sinni farið út fyrir valdsvið sitt.”

Greinargerð:

Í lögum þeim sem vísað er í í framlagðri afgreiðslutillögu segir í í 31.gr " Í hverjum skóla skal árlega gefa út skólanámská og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er unnin af kennurum skólans. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá og tekur mið af sérstöðu skólans og aðstæðum. Hún er starfsáætlun skólans þar sem m.a. skal gerð grein fyrir skólatíma, skóladagatali, kennsluskipan, markmiðum og inntaki náms, námsmati, mati á skólastarfi, slysavörnum, félagslífi í skólanum og öðru því sem varðar starfsemi skólans. Skólanámskrá skal lögð fyrir skólanefnd og foreldraráð til umsagnar ár hvert."

Menntamálaráðuneytið hefur verið beðið um túlkun á þessari grein og túlkun þeirra segir "þar er því niðurstaða ráðuneytisins að skólanefnd eða foreldraráð geta ekki komið í veg fyrir að skólanámskrá einstakra grunnskóla taki gildi ef hún er unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og kjarasamninga og tryggt sé að leitað hafi verið eftir umsögn skólanefndar og foreldraráðs. Skólanefnd er hins vegar skylt að gera athugasemdir við áætlun skóla um árlegan starfstíma nemenda ef ákvæðum laga er ekki fullnægt. Sé áætlun skólans um árlegan starfstíma í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og aðalnámskrá grunnskóla telur ráðuneytið að skólanefnd geti ekki hafnað því að staðfesta áætlunina."

Elliði Vignisson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Var nú atkvæðagreiðsla um afgreiðslutillögu minnihluta bæjarstjórnar og var hún felld með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæðu með.

Afgreiðslutillaga meirihlutans samþykkt með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæði á móti.

- Liður 1 lá fyrir til staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 til 5 lágu fyrir til kynningar.

f) Hafnarstjórn, fundur frá 22. október 2004.

- Liður 2 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 og 3 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 og 3 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

g) Bæjarráð, frá 25. október 2004.

- Liður 2, 3 og 9 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 2: Þegar afgreiddur.

Liður 3: Að beiðni Arnar Sigurmundssonar var tillagan borin upp í tvennu lagi og lítilsháttar breyting gerð á henni.

“Með vísan til 43. gr. bæjarmálasamþykktar fyrir Vestmannaeyjabæ leggur bæjarráð til að sett verði á fót fimm manna byggingarnefnd vegna fyrirhugaðrar byggingar á 6 deilda leikskóla sem rísa skal á Sólareitnum við Ásaveg. Lagt er til að í nefndinni sitji þrír fulltrúar sem kosnir verða af bæjarstjórn, einn fulltrúi frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar og einn fulltrúi frá leikskólum Vestmannaeyjabæjar. Verksvið nefndarinnar er að hafa umsjón með undirbúningi og framgangi verksins f.h. bæjarins. Meðal verkefna er að meta rýmisþörf leikskólans og gera framkvæmda- og kostnaðaráætlun. Allar ákvarðanir og ályktanir sem nefndin gerir skulu hljóta staðfestingu bæjarstjórnar áður en þær verða framkvæmdar. Nefndinni ber við vinnu sína að fara eftir ákvörðunum bæjarstjórnar og framkvæma vilja hennar. Þá ber nefndinni að vinna náið með starfshóp sem settur verður á laggirnar samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs frá 28. júní sl., en honum verður falið að vinna að hugmyndum um framtíðarnýtingu og starfsemi leikskóla í Vestmannaeyjum, m.a. með það að markmiði að öll börn geti frá 18. mánaðra aldri fengið leiksskólapláss í Vestmannaeyjum.”

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

“Byggingarnefndin annast öll samskipti gagnvart Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.”

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 greiddu atkvæði á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókanir Arnars Sigurmundssonar um að fram fari útboð á byggingu á nýjum leikskóla á Sólalóðinni. Teljum það fráleitt að ganga til samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. án þess að útboð fari fram.”

Elliði Vignisson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókanir Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Jónassonar í bæjarráði.

Af hálfu bæjarstjórnar voru þeir Friðbjörn Ólafur Valtýrsson, Þórður Karlsson og Gunnlaugur Grettisson tilnefndir í nefndina.

Liður 9: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1, 4 og 5 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 til 8 og 10 lágu fyrir til kynningar.

h) Menningar- og tómstundaráð, fundur frá 25. október 2004.

- Liðir 4 og 8 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 4: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 8: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 4, 7 og 8 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 til 4 og 7 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 5 og 6 lágu fyrir til kynningar.

i) Bæjarráð, 2744. fundur frá 27. október 2004.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2:

Leitað var afbrigða sem var samþykkt, til að bera fram svohljóðandi tillögu minnihluta bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að Andrés Sigmundsson víki sem formaður verkefnastjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum og láti af störfum sem formaður bæjarráðs þar til annað er ákveðið.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst vegna tillögu minnihluta frá Lúðvíki Bergvinssyni:

“Legg til að fyrirliggjandi tillögu verði frestað og vísað til afgreiðslu næsta fundar bæjarráðs.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 3 lá fyrir til staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

j) Umhverfis- og skipulagsráð, 7. fundur frá 27. október 2004.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 sat hjá.

- Liðir 3 til 7 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 3 til 7 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Leitað var afbrigða til að taka fyrir beiðni Guðjóns Hjörleifssonar um launalaust leyfi frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Samþykkt var með 6 samhljóða atkvæðum að veita Guðjóni umbeðið leyfi, Guðjón sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 22.45.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)