Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1349

14.10.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1349. fundur

Ár 2004, fimmtudaginn 14. október, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans, Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Sérstakar tillögur og dagskrármál.

a) Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar vegna ráðstöfunar á fjármagni sem fékkst fyrir sölu á fasteignum bæjarins til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að veita allt að 800 milljónum króna til niðurgreiðslu lána á þessu ári og felur bæjarstjóra framgöngu málsins. Gert verður ráð fyrir fjárhæðinni við endurskoðun fjárhagsáætlunar."

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, þrír sátu hjá með vísun í bókun.

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

“Andstaða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við sölu á fasteignum Vestmannaeyjabæjar og síðan leiga á þeim til 30 ára hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. hefur komið skýrt fram í bæjarráði og bæjarstjórn.

Ráðstöfun 836 millj. kr. sem eftir stendur þegar búið er að draga frá hlutafjárkaup í Fasteign hf., auk afsláttar vegna viðhalds og endurbóta er beint framhald af þessum gjörningi. Við tekur síðan rúmlega 8 milljóna króna húsaleiga á mánuði miðað við núverandi verðlag til 30 ára

Lögmæti afgreiðslu meirihluta bæjarstjórnar vegna þessarar fasteignasölu bíður enn úrskurðar í félagsmálaráðuneytinu og er þess að vænta að niðurstaða liggi fyrir innan tíðar.

Í tillögu meirihluta bæjarstjórnar sem birtist í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2004-2007 er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 1.000 milljónir, en í þessari tillögu meirihlutans er reiknað með 800 millj. kr. til niðurgreiðslu lána. Aðrar tölur í 3ja ára áætluninni hafa einnig tekið breytingum svo um munar.

Með hliðsjón af ofanrituðu og þess að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir alvarlegar athugasemdir við núverandi fjárhagstöðu sveitarfélagsins og hafa óskað eftir nánari skýringum á einstökum liðum sem varða ofangreint mál munum við sitja hjá við afgreiðslu á tillögu meirihluta bæjarstjórnar.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

b) Að beiðni minnihluta bæjarstjórnar var óskað eftir að staða samgöngumála við Vestmannaeyjar yrði tekin til sérstakrar umfjöllunar.

i. Starf starfshóps samgönguráðherra sem skipaður var fyrrihluta sumars 2004 og er ætlað er að fjalla um samgöngur til Vestmannaeyja og hefur ekki hafið formlega störf þegar þetta er sett á blað.

ii. Núverandi ferðatíðni m/s Herjólfs, en haustáætlun skipsins fellur úr gildi 30. nóvember nk. og fækkar þá ferðum úr 11 í 8 á viku til 28. febrúar 2005.

iii. Samskipti og staða viðræðna Vestmannaeyjabæjar við Samskip-Landflutninga hf. og Vegagerðar vegna ferðaáætlunar og þjónustu skipsins.

iv. Haust- og vetraráætlun Landsflugs milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur sem nýlega tók gildi og framtíðaráform félagsins í flugsamgöngum við Eyjar.

v. Ný flugstöð og framkvæmdir við lagningu varanlegs slitslags á 4,6 km. kafla á Bakkavegi í Landeyjum, sbr. 3. mál í fundargerð bæjarráðs 27. sept. sl.

vi. Staða mála varðandi íviðræður við fjárveitingavaldið um frekari fjölgun ferða m/s Herjólfs, sbr. tillögur starfshóps í mars 2003.

Svohljóðandi bókun barst frá minnihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja um samgöngumál:

“Í framhaldi af b. lið, 1. máls samþykkir bæjarstjórn að boðað verði til óformlegs vinnufundar bæjarfulltrúa um samgöngumál eigi síðar en í næstu viku. Á fund þennan verður auk bæjarfulltrúa boðaður Bergur Elías bæjarstjóri. Tilefni fundarins er að fara yfir þau brýnu mál sem kalla á úrlausnir hvað varðar samgöngumál.

Greinargerð

Samgönguráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd til að leggja mat á þá kosti sem eru til skoðunar í samgöngumálum Vestmannaeyja.

Starf nefndarinnar er fyrst og fremst að skoða þá framtíðar kosti sem hafa verið til umræðu varðandi samgöngubætur til Eyja. Með þessu er átt við byggingu jarðganga milli lands og Eyja, áframhaldandi siglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og mögulegt ferjulægi í Bakkafjöru, en rannsóknir standa nú yfir í þeim efnum og er gert ráð fyrir að niðurstöður þar að lútandi liggi fyrir haustið 2005.

Þetta breytir þó ekki því að nú þegar er ýmislegt sem kallar á tafarlausar úrbætur og mikilvægt er að náist fram. Þar ber bæjarfulltrúum alger skylda að samstilla krafta sína og áherslur.”

Elliði Vignisson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst frá meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja um samgöngumál:

“Samgöngumál er einn mikilvægast þáttur er varðar búsetu í Vestmannaeyjum. Mikil umræða hefur verið um samgöngumál undanfarin misseri. Ýmsir möguleikar á varanlegum lausnum hafa verið ræddir, án þess að nokkuð bendi til þess að niðurstaða sé í sjónmáli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur verið sammála um, að ef jarðgangagerð er möguleg milli lands og Eyja sé hún besti kosturinn þegar horft er til framtíðar. Rannsóknir hafa farið fram en ekki hefur fengist fjármagn til að ljúka þeim, svo hægt sé að svara þeirri spurningu hvort gangagerð sé möguleg. Ríkisvaldið hefur ekki verið tilbúið til að leggja fram fjármagn til rannsóknanna. Það er alvarlegt mál fyrir þróunina í Vestmannaeyjum að ekki sé hægt að ljúka þessari umræðu á þann hátt að niðurstaða fáist. Það er á hinn bóginn stór ákvörðun fyrir bæjarfélag af stærðargráðu Vestmannaeyja að ákveða hvort fara eigi í rannsóknir sem kosta skv. því sem áætlanir segja, 50-80 milljónir króna, án þess að nokkur vissa fylgi því að niðurstaðan verði jákvæð. Hér er á hinn bóginn um svo stórt mál að ræða að ekki er lengur unnt að bíða eftir niðurstöðum.

Það er því nauðsynlegt fyrir Vestmannaeyinga að taka frumkvæði í málinu líkt og þeir gerðu á sínum tíma þegar vatnsleiðslan var lögð til Eyja, auk ýmissa annarra framfaramála sem Vestmannaeyingar hafa haft frumkvæði að í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar sé erfið er ljóst að samgöngumál munu hafa mikil áhrif á búsetu í Vestmannaeyjum til framtíðar. Við teljum því rétt að setja það í hendur íbúa hvort í slíka áhættufjárfestingu skuli ráðist.

Meirihlutinn hefur því ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla meðal allra kosningabærra bæjarbúa hvort Vestmannaeyjabær skuli fjármagna nauðsynlegar rannsóknir, einn og sér eða í samstarfi með öðrum, til að fá svar við þeirri spurningu hvort jarðgangagerð milli lands og Eyja sé möguleg. Rannsóknirnar skulu fara fram á árinu 2005. Niðurstöður rannsóknanna skulu liggja fyrir haustið 2005. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í Ráðhúsinu og standa í eina viku í síðari hluta nóvembermánaðar eða fyrri hluta desembermánaðar. Verði niðurstaðan jákvæð verður gert ráð fyrir fjármunum til verkefnisins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2005. Tillaga um atkvæðagreiðsluna og frekari útfærslu verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fjölskylduráð, fundur frá 16. september 2004.

- Liður 14 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 14:

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja styður allar góðar hugmyndir sem nýtast í baráttunni gegn fíkniefnainnflutningi”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn og afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 13 og 15 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 til 13 og 15 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 16 lá fyrir til kynningar.

b) Skólamálaráð, 142. fundur frá 23. september 2004.

- Liðir 1 og 6 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 6: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 5 lágu fyrir til kynningar.

c) Bæjarráð, 2739. fundur frá 23. september 2004.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Bæjarráð, 2740. fundur frá 27. september 2004.

- Liðir 1 til 5 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Lá fyrir til kynningar.

Liður 2: Lá fyrir til kynningar.

Liður 3: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Lúðvík Bergvinsson sat hjá.

Liður 4: Lá fyrir til kynningar.

Liður 5: Lá fyrir til kynningar.

- Liður 9 lá fyrir til staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 6 til 8 og 10 og 11 lágu fyrir til kynningar.

e) Menningar- og tómstundaráð, 3. fundur frá 27. september 2004.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Lá fyrir til kynningar.

Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 til 7 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 3 til 7 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Fyrir lá kosning nýs aðalfulltrúa í menningar- og tómstundaráð í stað Sigurðs Páls Ásmundssonar.

Arnar Sigurmundsson lagði fram tillögu um að Egill Arngrímsson verði aðalmaður í ráðinu og að Rúnar Þór Karlsson verði varamaður í ráðinu.

Var tilnefningin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

f) Fjölskylduráð frá 29. september 2004.

- Liður 22 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

Liður 22: Lá fyrir til kynningar.

- Liðir 1 til 21 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 til 21 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 23 til 26 lágu fyrir til kynningar.

g) Umhverfis- og skipulagsráð, 4. fundur frá 29. september 2004.

Liðir 1, 2 og 7 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

- Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 7: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 til 6, 8 til 16, 18 og 21 til 23 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 3 til 6, 8 til 16, 18 og 21 til 23 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 17 og 19 og 20 liggja fyrir til kynningar.

h) Umhverfis- og skipulagsráð, 5. fundur frá 4. október 2004.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 og 3 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 2 og 3 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

i) Skólamálaráð, 143. fundur frá 7. október 2004.

- Liðir 1 til 3 lágu fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

“Legg til að fyrsta mál fundargerðar skólamálaráðs nr. 143 verði vísað aftur til ráðsins til frekari umfjöllunar.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillaga samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2: Lá fyrir til kynningar.

Liður 3: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 5 lá fyrir til staðfestingar.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

j) Bæjarráð, 2741. fundur frá 11. október 2004.

- Liðir 1 til 3, 5 og 6, 9 og 14 liggja fyrir til umfjöllunar og staðfestingar.

Liður 1: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 2: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 3: Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, þrír sátu hjá með vísun til bókunar Arnar Sigurmundssonar í bæjarráði.

Liður 5: Lá fyrir til kynningar.

Liður 6: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 9: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður 14: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fyrir lá tilnefning um fulltrúa Vestmannaeyjabæjar á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga árið 2004 sem haldin verður í Vestmannaeyjum í nk. nóvembermánuði. Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir:

Aðalfulltrúar:

Guðrún Erlingsdóttir,

Stefán Jónasson,

Andrés Sigmundsson,

Arnar Sigurmundsson,

Elliði Vignisson,

Elsa Valgeirsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Varafulltrúar:

Björn Elíasson

Steinunn Jónatansdóttir

Jóhann Guðmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Bergþóra Þórhallsdóttir

Helgi Bragason

- Liðir 4 og 8 lágu fyrir til staðfestingar.

Liðir 4 og 8 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7 og 10 til 13 lágu fyrir til kynningar.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 22.32.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)