Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1345

30.06.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

Almennur fundur nr. 1345.

Ár 2004, fimmtudagurinn 30. júní, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í hátíðarsal Tónlistarskóla Vestmannaeyja að Vesturvegi 38.

Forseti Bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð Jafnréttisnefndar frá 25. maí sl., sem 4. mál á dagskrá fundarins og var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerð hafnarstjórnar frá 24. júní 2004.

Fundargerðin, liðir 1 til 6, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júní 2004.

Fundargerðin, liðir 1 til 15, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs.

A) Fundagerð nr. 2725, frá 1. júní 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að eiga fund með leiskólastjórum , aðstoðarleikskólastjórum og formennum foreldrafélaga á leikskólum bæjarins til þess að fara yfir faglegar, félagslegar og fjárhagslegar forsendur varðandi framtíðarákvörðun um byggingu nýs leikskóla.

Bæjarstjóra falið að koma fundinum á við fyrsta tækifæri.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutilaga barst:

“Tillögunni vísað til nefndar sem bæjarstjóri mun tilnefna í vegna byggingu nýs leikskóla.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillöguna og var hún samþykkt var með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

“Hrömum það, að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja vilji ekki ræða sérstaklega við leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og formenn foreldrafélaga leikskóla bæjarins um uppbyggingu nýs leikskóla þar sem faglegi, félagslegi og fjárhagslegi þátturinn verði metin áður en lokaákvörðun verði tekin.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Fundurinn hefur þear verið haldinn.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10.liður: Upplesið.

11.liður: Upplesið.

12.liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

B) Fundagerð nr. 2726, frá 7. júní 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

Svohljóðandi tillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir furðu sinni á því, að verð á bensíni í Vestmannaeyjum, þar sem takmörkuð þjónusta er veitt við áfyllingu bifreiða á afgreiðslustöðvum Shell, Esso og Olís í Vestmannaeyjum, skuli vera allt að 10% hærrra en í Hafnarfirði, þar sem verðið er lægst.

Þessi staðreynd er eftirtektarverð í ljósi þess að Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara hefur greitt rúmlega 500 milljónir króna undanfarin ár til olíufélaganna, skv. reikningum frá þeim, vegna flutnings og sölu á bensíni og olíuvörum utan höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt könnun neytendasamtakanna frá 23. júní s.l. og ályktun þeirra tekur verð á bensíni fyrst og fremst mið af því hvort sjálfsafgreiðslustöðvar Orkunnar, Atlantsolíu, Egó og ÓB eru í viðkomandi sveitarfélagi eða ekki.

Í ljósi þess er að framan greinir, leggur meirihluti bæjarstjórnar til að bæjarstjóra verði falið að rita forstjórum fyrrnefndra olíufélaga bréf þar sem leitað verði eftir skýringum á því hvers vegna verð á bensíni á Íslandi til almennings er hæst í Vestmannaeyjum. Enn fremur verði í sama bréfi reynt að afla upplýsinga um hvort greiðslur úr Flutningsjöfnunarsjóði séu notaðar til niðurgreiðslna á verði á bensíni á svæðum þar sem samkeppni ríkir vegna staðsetningar sjálfsafgreiðslustöðva í stað þess að lækka verð á bensíni og olíuvörum á landsbyggðinni.

Enn fremur er ítrekuð ályktun bæjarráðs frá 7. júní s.l. um áskorun á olíufélögin að lækka bensínverð í Vestmannaeyjum til samræmis við það sem lægst gerist, en hún hefur þegar verið send umræddum félögum.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, einn fjarverandi

6. liður Samþykkt með 5 atkvæðum, gegn einu atkvæði, einn fjarverandi.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Þegar afgreitt, sbr. 2. mál.

C) Fundagerð nr. 2727, frá 14. júní 2004.

1. liður:

Svohljóðandi ályktun barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir ánægju sinni með viðbrögð samgönguráðherra, eftir áskorun bæjarráðs, að skipa bæjarstjórann í Vestmannaeyjum í nefnd á vegum stjórnvalda um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar. Vill bæjarstjórn Vestmannaeyja líta svo á að þessi ákvörðun sé fyrsta skrefið í átt til eðlilegra samskipta bæjaryfirvalda og núverandi samgönguráðherra. Meirihluti bæjarstjórnar mun áfram sem hingað til vinna markvisst að því að samgöngur og ferðatíðni milli lands og Eyja verði bættar enn frekar frá því sem nú er.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Að ósk Arnars Sigurmundssonar var framkomin ályktun borin upp í tvennu lagi, fyrst var borin upp eftirfarandi hluti:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyjum lýsir ánægju sinni með viðbrögð samgönguráðherra, eftir áskorun bæjarráðs, að skipa bæjarstjórann í Vestmannaeyjum í nefnd á vegum stjórnvalda um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar.”

Var fyrri hluti ályktunarinnar samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú borin upp eftirfarandi hluti:

“Vill bæjarstjórn Vestmannaeyja líta svo á að þessi ákvörðun sé fyrsta skrefið í átt til eðlilegra samskipta bæjaryfirvalda og núverandi samgönguráðherra. Meirihluti bæjarstjórnar mun áfram sem hingað til vinna markvisst að því að samgöngur og ferðatíðni milli lands og Eyja verði bættar enn frekar frá því sem nú er.”

Var seinni hluti ályktunarinnar samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Var liður bæjarráðs nú borinn upp og var hann samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Elliði Vignisson og Guðjón Hjörleifsson óskuðu eftir að taka undir bókun Arnars Sigurmundssonar.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

D) Fundagerð nr. 2728, frá 21. júní 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

E) Fundargerð nr. 2729, frá 25. júní 2004.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

F) Fundargerð nr. 2730, frá 28. júní 2004.

1. liður: Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Var nú tillaga Arnars Sigurmundssonar í bæjarráði borin undir atkvæði:

Tillaga Arnars félld með 4 atkvæðum, gegn 3 atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, einn fjarverandi.

3. liður: Tillagan samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, einn fjarverandi.

4. liður: Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að útfærslu að tillögum um stofnun Rannsókna- og vísindasjóðs Vestmannaeyja, sem byggir á nánu samstarfi sjóðsins við aðrar rannsókna- og háskólastofnanir. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að vinna að nauðsynlegri fjármögnun starfseminnar og verði leitað til þeirra stuðningsaðila sem koma að sambærilegum verkefnum hér á landi.

Á grundvelli frekari útfærslu og viðræðna við hagsmunaaðila leggi bæjarstjóri tillögur sínar fyrir bæjarráð.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Var nú tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Þegar afgreitt, sbr. 1. mál.

4. mál. Tillaga að breytingu á fyrirliggjandi samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

- Fyrri umræða -

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa drögum að nýrri bæjarmálasamþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar til seinni umræðu.

Í lok fundar barst svohljóðandi bókun:

” Óska bókað að undirrituðum bæjarfulltrúa hafi verið neitað að ræða frekar mál það er snertir byggingu leikskóla. Þar huggðist undirritaður gera grein fyrir atkvæði sínu og ef til vill leggja fram bókun eins og honum er heimilt samkvæmt bæjarmálasamþykkt. Í lok fundar vorum honum einnig meinað að taka málið upp.”

Elliði Vignisson (sign.)

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 21.45.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)