Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1344

27.05.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

Almennur fundur nr. 1344.

Ár 2004, fimmtudagurinn 27. maí, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í hátíðarsal Tónlistarskóla Vestmannaeyja að Vesturvegi 38.

Forseti Bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð Jafnréttisnefndar frá 25. maí sl., sem 4. mál á dagskrá fundarins og var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerð hafnarstjórnar frá 13. maí 2004.

Fundargerðin, liðir 1 til 3, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar frá 4. maí 2004.

Fundargerðin, liðir 1 til 11, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs.

A) Fundagerð nr. 2721, frá 3. maí 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

B) Fundagerð nr. 2722, frá 10. maí 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

Tek undir bókun Arnars Sigurmundssonar um að eðlilegt sé að kostnaðar áætlun liggi fyrir áður en samþykkt er að fara gefa út fréttabréf. Legg til að málinu verði vísað aftur til bæjarráðs.

Elliði Vignisson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Tillaga bæjarráðs samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Að þessu loknu var liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Upplesið.

21. liður: Upplesið.

22. liður: Upplesið.

23. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

24. liður: Þegar afgreiddur liður.

C) Fundagerð nr. 2723, frá 17. maí 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

Vegna villandi umræðu í fjölmiðlum sem og í fagráðum vill bæjarráð árétta að þrátt fyrir að pólitískur einhugur ríki um ákvörðun um byggingu á leikskóla þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um fjölda deilda né heldur staðsetningu.

Greinagerð:

Bygging leikskóla er ein af stærri ákvörðunum sem bæjarfélagið stendur frami fyrir. Um er að ræða verulega fjárhagslega skuldbindingu og um leið mikið framfaraspor í leikskólamálum. Á bæjarráðsfundi 17.maí lýstu bæði fulltrúar meiri og minnihluta því yfir að það væri þeirra skilningur að ekki hefði verið tekin ákvörðun um fjölda deilda né heldur staðsetningu. Slíkt hið sama gerðu fulltrúar á bæjarstjórnarfundi 28. apríl síðastliðin. Mikilvægt er að umræða sé vönduð um jafn veigamikið mál og byggingu leikskóla og þar fari saman fjárhagslegar-, félagslegar- og faglegar forsendur. Mikil vinna hefur verið lögð í þau skref sem þegar hafa verið tekin bæði af pólitísktkjörnum fulltrúum, fagfólki og öðrum starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar sem að málinu hafa komið. Með það í huga er mikilvægt að allir sem ummálið fjalla sem og aðrir bæjarbúar viti ætíð hvar málið er statt.

Elliði Vignisson (sign.)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Að beiðni meirihluta bæjarstjórnar veitti forseti bæjarstjórnar fundarhlé.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

Teljum tillöguna óþarfa og vísum henni frá þar sem að ákvörðun um stærð og staðsetningu hefur ekki verið tekinn enn. Leggjum áherslu á að áfram verði unnið faglega að byggingu nýs leikskóla og hvetjum bæjarfulltrúa til samstæðu um þetta mikilvæga mál.

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Var frávísunartillaga samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

Í máli allra bæjarfulltrúa sem til máls hafa tekið í umræðu um byggingu leikskóla hefur komið fram að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um fjölda deilda né heldur staðsetningu.

Undrum okkur á tregðu meirihlutans til að lýsa slík yfir með samþykkt fyrrgreindrar tillögu.

Elliði Vignisson (sign.)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign.)

Að þessu loknu var liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Upplesið.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Upplesið.

20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

21. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

22. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

23. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

24. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

25. liður: Þegar afgreiddur liður.

D) Fundagerð nr. 2724, frá 24. maí 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. mál. Fundargerð Jafnréttisnefndar, frá 25. maí 2004.

Fundargerðin, liðir 1 – 5, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál. 3ja ára áætlun 2004 – 2007.

- Síðari umræða -

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fresta afgreiðslu 3ja ára áætlunar Vestmannaeyjabæjar 2004-2007 til næsta reglulegs fundar í bæjarstjórn sem ráðgert er að halda 30. júní 2004. Ástæður þessa tillöguflutnings er sú óvissa hvort Vestmannaeyjabær gerist hluthafi að fasteignafélagi og selji því fasteignir í eigu bæjarins fyrir 1200 milljónir, eins og fram kemur í fyrirliggjandi áætlun, gegn 30 ára leigusamningi. Miklar líkur eru á að þessi mál skýrist frekar á næstu vikum eins og fram kemur í samþykktum bæjarráðs um borgarafund um málið fyrirhluta næsta mánaðar og byggingu nýs leikskóla.

Hvor leiðin sem farin verður varðandi byggingu nýs leikskóla kallar á endurskoðun fjárhagsáætlunar 2004 og 3ja ára áætlunar bæjarins.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2003.

- Síðari umræða -

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2003:
Heildartekjur kr. 1.527.572.000
Heildargjöld kr. 1.635.523.000
Afskriftir kr. 49.230.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -107.950.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.089.813.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -43.754.000

Niðurstöðutölur A-hluta bæjarsjóðs, a.- liðar hér að ofan

samþykktar með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 184.180.293
Heildargjöld kr. 263.734.303
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -79.554.010
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.540.147.656
Eigið fé kr. 879.838.049

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2003:

Heildartekjur kr. 17.575.197
Heildargjöld kr. 74.545.927
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -56.970.730
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 456.252.798
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -597.255.686

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 37.100.769
Heildargjöld kr. 20.234.835
Rekstrarniðurstaða kr. 16.865.934
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 169.931.216
Eigið fé kr. 6.907.433

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2003:

Heildartekjur kr. 169.750.757
Heildargjöld kr. 170.251.506
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -500.749
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 145.260.938
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -10.396.824

f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 62.624.512
Heildargjöld kr. 64.274.471
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -1.649.959
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 145.745.233
Eigið fé kr. 137.779.500

g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2003:

Heildartekjur kr. 6.724.500
Heildargjöld kr. 6.329.188
Rekstrarniðurstaða kr. 395.312
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.600.004
Eigið fé kr. 395.312

h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2003:

Heildartekjur kr. 29.725.135
Heildargjöld kr. 55.659.503
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -25.934.368
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 13.903.926

Niðurstöðutölur b-hluta samstöðunnar, b.- til h.- liða hér að ofan samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað vegna afgreiðslu á ársreikningum Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2003 við síðari umræðu í bæjarstjórn:

Skömmu eftir að bæjarstjórn hafði afgreitt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2003 urðu meirihlutaskipti í bæjarstjórn. Unnið var eftir samþykktri fjárhagsáætlun fram í júlí á sl. ári, en þá greip núverandi meirihluti bæjarstjórnar til skipulagsbreytinga og uppsagna sem röskuðu umtalsvert fjárhagsáætlun bæjarins. Ekki er séð á þessari stundu hvaða fjárhagsleg áhrif þessar breytingar kunna að hafa á starfssemi bæjarfélagsins til lengri tíma litið. Við teljum að þessar skipulagsbreytingar hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

Við tökum undir varnaðarorð skoðunarmanna Vestmannaeyjabæjar þar sem vakin er athygli bæjarstjórnar á þeirri staðreynd að rekstrarútgjöld bæjarsjóðs 2003, án lífeyrisskuldbindinga, afskrifta og vaxtakostnaðar námu liðlega 94% af heildartekjum A-hluta. Af þessu má sjá að rekstur bæjarfélagsins gefur ekki svigrúm til þess að auka stjórnunarkostnað, en skipulagsbreytingar á síðasta ári kalla óhjákvæmilega á hærri rekstrarútgjöld bæjarfélagsins

Sveitarfélög um land allt eiga fullt í fangi með að halda sjó og verða að gæta fyllsta aðhalds í rekstri. Óhagstæð íbúaþróun eykur á vandann og kallar á aukið aðhald og meiri skilvirkni í rekstri og framkvæmdum.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu sitja hjá við afgreiðslu ársreikninga Bæjarsjóðs- A-hluta með vísan til ofanritaðra athugasemda, en samþykkja ársreikninga stofnana og sjóða í B-hluta.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Það er öllum ljóst sem fylgst hafa með þróun fjármála Vestmannaeyjabæjar að rekstur bæjarfélagsins hefur verið þungur á undanförnum árum sem leitt hefur til verulegra skuldasöfnunar. Þessi niðurstaða eins og hún birtist í ársreikningum bæjarsjóðs og stofnanna fyrir árið 2003, er sá arfur sem sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að skilja að þessu verður ekki fram haldið með sama hætti og verið hefur á undanförnum árum. Það er markmið núverandi meirihluta og vonandi sjálfstæðismanna einnig að snúa þessari óheilla þróun við. Eins og fram kemur í bókun meirihlutans við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 er stefnt að jafnvægi í rekstri bæjarfélagsins árið 2005.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 22.00.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)