Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1343

28.04.2004

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

Almennur fundur nr. 1343.

Ár 2004, fimmtudagurinn 28. apríl, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í hátíðarsal Listaskóla Vestmannaeyja að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið.

1. mál. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl 2004.

Svohljóðandi tillaga barst undir lið 11:

“Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og formanni skipulags- og byggingarnefndar að ræða við bréfritara um efni bréfsins og leitast verði eftir að ganga frá málum þannig að ekki verði frekari eftirmálar og að klára málið í sátt.”

Greinargerð:

Ljóst er að skipulags- og byggingarnefnd hefur ítrekað samþykkt erindi Esterar Helgadóttur og Magnúsar Sigurðssonar um byggingu á lóðinni, en nú sé allt útlit fyrir að þau geti ekki byggt vegna breyttrar afstöðu bæjaryfirvalda. Bréfritarar hafa lagt í ýmsan kostnað með samþykki byggingarnefndar og nauðsynlegt er að ganga þannig frá málum að ekki verði frekari eftirmálar, væri það ekki gott fordæmi gagnvart þeim sem vilja byggja hér fasteignir.

Það hvílir skylda á bæjaryfirvöldum að svara innsendum bréfum, einkum ef um er að ræða ákvarðanir sem eru jafn íþyngjandi og í þessu tilfelli.

Helgi Bragason (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundargerðin, liðir 1 til 11, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir bæjarráðs.

A) Fundagerð nr. 2717 frá 5. apríl 2004.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Voru upplýsingar um þennan viðbótarkostnað við vestmannaeyjar.is upp á 140.161.- sem alfarið var greiddur af Vestmannaeyjabæ inni í útboðsgögnum.

Svör óskast lögð fram í næsta bæjarráði.”

Elliði Vignisson (sign.)

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

B) Fundagerð nr. 2718 frá 13. apríl 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókun Arnars Sigurmundssonar”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

C) Fundagerð nr. 2719 frá 19. apríl 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú borin upp breyting á fjárhagsáætlun ársins 2004, þar sem lántökur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hækka um 25,6 milljónar króna frá því sem áður var samþykkt.

Breytingin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn felur íþrótta- og æskulýðsráði að koma á vinnuhópi sem fara skal gaumgæfilega yfir kostnað og hagkvæmni mismunandi útfærslna á uppbyggingu aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun í Vestmannaeyjum. Hópinn skipi einn fulltrúi meirihluta, einn fulltrúi minnihluta og einn fulltrúi ÍBV íþróttafélags.”

Greinargerð:

Fyrir liggur að náist samningar milli Vestmannaeyjabæjar og KSÍ hvað varðar uppbyggingu þriggja sparkvalla ( 18x33) þá verður kostnaður vart undir 25 – 30 milljónir. Miklu skiptir að fjárfesting af þessu tagi nýtist sem allra best og því eðlilegt að málið sé skoðað í kjölinn áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn vísar tillögunni til íþrótta- og æskulýðsráðs”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslu bæjarráðs og var liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður:

Bæjarstjórn tilnefnir Sæmund Ingvason sem varamann og fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í búfjárseftirlitsnefndina.

Tilnefningin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður:

a) Upplesið.

b) Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Upplesið.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Bæjarstjórn hefur þegar afgreitt fundagerðina.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

D) Fundagerð nr. 2720 frá 27. apríl 2004.

1. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókun Arnars Sigurmundsson.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2003.

- Fyrri umræða -

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2003:
Heildartekjur kr. 1.527.572.000
Heildargjöld kr. 1.635.523.000
Afskriftir kr. 49.230.000
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -107.950.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.089.813.000
Eigið fé (- neikvætt) kr. -43.754.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 184.180.293
Heildargjöld kr. 263.734.303
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -79.554.010
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.540.147.656
Eigið fé kr. 879.838.049

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2003:

Heildartekjur kr. 17.575.197
Heildargjöld kr. 74.545.927
Rekstrarniðurstaða (- neikvæð) kr. -56.970.730
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 456.252.798
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -597.255.686

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 37.100.769
Heildargjöld kr. 20.234.835
Rekstrarniðurstaða kr. 16.865.934
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 169.931.216
Eigið fé kr. 6.907.433

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2003:

Heildartekjur kr. 169.750.757
Heildargjöld kr. 170.251.506
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -500.749
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 145.260.938
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -10.396.824

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2003:

Heildartekjur kr. 62.624.512
Heildargjöld kr. 64.274.471
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -1.649.959
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 145.745.233
Eigið fé kr. 137.779.500

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

g) Ársreikningur Líkamsræktarsalar 2003:

Heildartekjur kr. 6.724.500
Heildargjöld kr. 6.329.188
Rekstrarniðurstaða kr. 395.312
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 3.600.004
Eigið fé kr. 395.312

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2003:

Heildartekjur kr. 29.725.135
Heildargjöld kr. 55.659.503
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -25.934.368
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 13.903.926

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum

niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Svohljóðandi bókun barst:

“Þrátt fyrir að gengnishagnaður sé á lánum bæjarins þá eru skuldir samt að aukast um 148 milljónir. Í dag er staðan sú að hver Eyjamaður skuldar í fyrsta skipti meira en milljón á mann. Ýmislegt í ársreikningum er athugunarvert og við mun taka afstöðu til við seinni umræðu ársreikninga.”

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.43.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Jóhann Ó. Guðmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)