Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1342

01.04.2004

1342. fundur.

Ár 2004, fimmtudaginn 1. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Viktors S. Pálssonar, setts bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Í upphafi fundar minntist forseti Garðars Sigurðssonar fyrrv. bæjarfulltrúa og alþingismanns, með eftirfarandi orðum:

Áður en við göngum til dagskrár langar mig að minnast fyrrverandi bæjarfulltrúa og alþingismanns okkar Eyjamanna Garðars Sigurðssonar.

Garðar Sigurðsson lést í Reykjavík þann 19. mars sl. Hann var fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1933. Foreldrar hans voru Klara Tryggvadóttir og Jóhann Sigurður Hjálmarsson. Garðar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og stundaði verkfræðinám við Háskóla Íslands 1953-1955. Garðar tók stýrimannspróf og vann sem slíkur á ýmsum fiskiskipum. Kennari var hann við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann í Neskaupstað 1957-1961. Kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1961-1962 og 1963-1973 og settur skólastjóri 1969-1970. Garðar var þingmaður Suðurlands 1971-1987. Hann gegndi ýmiskonar trúnaðarstörfum og má þar m.a. nefna setu í stjórn Viðlagasjóðs, flugráði, fiskveiðilaganefnd og bankaráði Útvegsbanka Íslands. Garðar sat sem fulltrúi á þingum Sameinuðu þjóðanna og alþjóða þingmannasambandsins. Að þingmennsku lokinni fór Garðar til starfa hjá veiðieftirliti sjávarútvegsins og þaðan til starfa hjá Landsbanka Íslands. Garðar var þrjú kjörtímabil í bæjarstjórn Vestmannaeyja frá 1966-1978 og sat alls 72 fundi í bæjarstjórn. Í bæjarráði var hann 1968-1978 og sat þar 124 fundi.

Garðar var tvíkvæntur og eignaðist 6 börn. Fyrri kona hans var Kristrún Hólmfríður Jónsdóttir og seinni kona hans, sem lifir mann sinn er Bergþóra Óskarsdóttir kennari.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja þakkar Garðari störf hans í þágu byggðarlagsins og sendir fjölskyldu og ættingum samúðarkveðjur.

Ég vil biðja viðstadda að rísa úr sætum og minnast Garðars Sigurðssonar.

1. mál. Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 19. mars sl.

Liðir 1-4 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 30. mars sl.

Svohljóðandi bókun barst:

"Bókun:

Tökum undir bókun Helga Bragasonar og Guðríðar Ástu Halldórsdóttur.

Ljóst er að byggingareitur við Bessahraun 13 er 5 m. frá gangstétt en venja að lengdin þarna á milli sé 6,5 m.-7 m. Lengdin í botnlanganum við hliðina er 7 m. og er því verið að minnka byggingareitinn í raun niður í 13,5/14 m. x 20 m. þ.e. 2,0-2,5 m. minna heldur en meirihluti skipulags- og bygginganefndar hafði áður samþykkt að haft yrði til viðmiðunar.

Vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar í þessu máli og hvernig skipulags- og bygginganefnd er þvinguð til að vinna mál í andstöðu við yfirlýstan vilja meirihluta bygginganefndar eru ótrúleg og bera vott um að önnur sjónarmið en fagleg ráði ferðinni."

Elliði Vignisson (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign), Arnar Sigurmundsson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

" Vísum bókuninni á bug.

Skipulag þetta er unnið af fagmennsku og í samræmi við skipulags- og byggingarlög."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Björn Elíasson (sign), Stefán Óskar Jónasson (sign)

Liðurinn var samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá og jafnframt að vísa fyrirliggjandi deiliskipulagi til auglýsingar.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2712. fundur frá 15. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2713. fundur frá 19. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

" Fögnum sinnaskiptum meirihlutans í þessu veigamikla máli og ítrekum ósk okkar um að bæjarráð og bæjarstjórn standi saman þegar kemur að slíkum málum."

Elliði Vignisson (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign)

c) 2714. fundur frá 22. mars sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

"Bæjarstjórn samþykkir að varamaður í stjórn Nýsköpunarstofu verði Andrés Sigmundsson í stað Björgvins Njáls Ingólfssonar."

Stefán Óskar Jónasson (sign)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

d) 2715. fundur frá 29. mars sl.

1. liður: Upplesið.

e) 2716. fundur frá 29. mars sl.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

" Ég óska eftir því að á næsta bæjarráðsfundi liggi fyrir skriflegt svar um greiðslur Vestmannaeyjabæjar til ritstjóra vikublaðsins Vaktarinnar vegna ýmissa starfa hans fyrir Vestmannaeyjabæ á síðasta ári. Sundurliðað verði fyrir hvað greiðslurnar eru."

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst:

" Óskum eftir því að á næsta fundi bæjarráðs liggi fyrir skrifleg svör við fyrirspurn Arnars Sigurmundssonar sem fram kemur í 4. máli fundar bæjarráðs 29. mars sl."

Elliði Vignisson (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

" Óskum eftir því að formaður bæjarráðs svari eftirfarandi spurningum skriflega og leggi fram í bæjarráði næsta mánudag:

1) Með hvaða hætti koma skipti á sæti í stjórn Hitaveitu Suðurnesja til með að vera milli Vestmannaeyjabæjar, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs?

2) Hvenær vissi formaður bæjarráðs af því að Lúðvík myndi ekki sækjast eftir sæti í stjórn Hitaveitu Suðurnesja ?

3) Hvaða fulltrúa minnihlutans var gert grein fyrir þessum gjörningi og hvenær."

Elliði Vignisson (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign)

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

Tillaga:

Bæjarstjórn samþykkir að beina því til nefndar þeirrar er fer með endurskoðun á bæjarmálasamþykkt að mótaðar verði reglur um meðferð og birtingu fundargerða nefnda og ráða á vegum bæjarstjórnar.

Tillagan var samþykkt.

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.50.

Stefán Jónasson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Viktor S. Pálsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)