Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1341

11.03.2004

Bæjarstjórn

1341. fundur.

Ár 2004, fimmtudaginn 11. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans. Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

  1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars 2004.

Fundargerðin liðir 1-10 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

  1. mál.

Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2708. fundur frá 23. febrúar 2004.

  1. liður: Upplesið.
  2. liður: Upplesið.
  3. liður: Upplesið.
  4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  7. liður: Upplesið.
  8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  13. liður: Upplesið.
  14. liður: Upplesið.
  15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  16. liður: Upplesið.
  17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2709. fundur frá 24. febrúar 2004.

Fundargerðin var borin upp í heilu lagi og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú gengið til kosninga í stjórn Nýsköpunarstofu, eftirtaldir aðilar voru kosnir sem aðalmenn: Eygló Harðardóttir og Elliði Vignisson og varamenn Selma Ragnarsdóttir og Björgvin Njáll Ingólfsson.

Kosningin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú borin upp tillaga um breytta nefndaskipan í eftirfarandi nefndum:

1. Nefnd ungs fólks: Olga Möller og Anna Brynja Valmundsdóttir verði fulltrúar meirihlutans í nefnd ungs fólks.

2. Bæjarráð: Stefán Jónasson kemur í stað Lúðvíks Bergvinssonar sem aðalmaður í bæjarráði.

Nefndabreytingar samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2710. fundur frá 1. mars 2004.

  1. liður: Upplesið.
  2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  3. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Gerð verði könnun á því tjóni sem Vestmannaeyjabær varð fyrir vegna þess að ekki var gripið til nauðsynlegra varnaraðgerða þegar dollaralánið var tekið.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Endurflyt tillögu Arnars Sigurmundssonar í 3. máli bæjarráðs frá 1.3. 2004 og mun sjálfur greiða kostnað KB banka við samanburðarútreikninga til þess að tryggja það að bærinn verði ekki fyrir kostnaði vegna þessarar vinnu. Þar mun jafnframt koma fram hvort bærinn hafi orðið fyrir þessu tjóni.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Bar forseti nú upp til afgreiðslu tillögu Guðjóns og var hún felld með 4 atkv. gegn 3 atkv.

Var nú borin upp tillaga meirihluta bæjarstjórnar sem var samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

Að þessu loknu var liðurinn borinn undir atkvæði og ályktun bæjarráðs.

Samþ. með 4 atkv. gegn 3 atkv.

  1. liður: Upplesið.
  2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  4. liður: Upplesið.
  5. liður: A. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

B. Samþ. með 6 atkv. 1 sat hjá.

Guðjón Hjörleifsson óskaði bókað að hann hefði setið hjá.

  1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  2. liður: Upplesið.
  3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2711. fundur frá 8. mars 2004.

  1. liður: Svohljóðandi breytingartillaga barst:

Legg til að bætt verði inn í tillöguna á eftir “leitast við það að dreifa” innkaupum á vörum og þjónustu milli seljenda sem mest innanbæjar ef verð eru sambærileg.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Vísum tillögu þessari til bæjarstjóra og framkvæmdastjóra og þeirri vinnu sem fram á eftir að fara”.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

  1. liður: Afgreiðslu frestað, þar til síðar á fundinum.
  2. liður: Svohljóðandi breytingartillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að byggðakvótanum verði skipt jafnt á þau fimm fyrirtæki er sóttu um og uppfylla öll skilyrði er varða byggðarkvóta.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan samþ. með 7 samhl. atkv.

  1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn leggur ríka áherslu að ekki verði dregið úr mikilvægi stjórnunarþáttar í starfsemi Hitaveitu Suðurnesja hf. í Eyjum og sameiginlegum verkefnum samhliða því að veitustjóri í Eyjum færist í nýtt starf innan fyrirtækisins.”

“Bæjarstjórn felur fulltrúa bæjarins í stjórn Hitaveitunnar að fylgja þessari samþykkt eftir.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Tillagan samþ. með 7 samhl. atkv.

Að þessu loknu var liðurinn borðinn undir atkvæði.

Liðurinn samþ. með 7 samhl. atkv.

  1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fram fari könnun á því hvaða rannsóknir verði að gera á Heimaey áður en kemur til hugsanlegrar jarðgangagerðar milli lands og Eyja og hver kostnaður bæjarins yrði við slíkra rannsókn.

Bæjarstjóra verði falið að kanna hvort slík rannsókn geti farið fram, hver kostnaður við hana er og hvort mögulegt sé að ráðast í hana í sumar. Bæjarstjóri skal leggja fram skýrslu um málið fyrir bæjarráð, svo skjótt sem auðið er. Haft skal samráð við Ægisdyr, áhugamannafélag um jarðgöng milli lands og Eyja, við gerð þessarar könnunar.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.) Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.) Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.) Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi breytingartillaga barst:

“Legg til að í stað samráðs við Ægisdyr komi samstarf við Ægisdyr.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Breytingartillagan felld með 4 atkv. gegn 3 atkv.

Var þá tillagan borin undir atkvæði og hún samþ. með 7 samhl. atkv.

Að þessu loknu var liðurinn borin undir atkvæði.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Legg til að tillögu minni verði vísað til bæjarráðs sem er jafnframt viðræðunefnd ásamt bæjarstjóra um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar”.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan felld með 4 atkv. gegn 3 atkv.

Liðurinn samþ. með 4 atkv. gegn 3 atkv.

  1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  2. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Að bætt verði við ályktunarorð “til íþrótta- og æskulýðsráðs”.

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

  1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  2. liður: A. Upplesið.

B. Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Liðurinn þegar afgreiddur.

3. mál. 3ja ára áætlun 2004-2007.

- Fyrri umræða –

Samþ. með 6 samhl. atkv. að vísa áætluninni til seinni umræðu, einn var fjarverandi.

Áður en málið var tekið á dagskrá gerði Arnar Sigurmundsson grein fyrir þeirri afstöðu sinni að víkja sæti og óskaði þess að Elliði Vignisson myndi sitja það sem eftir væri fundarins fyrir hann. Forseti varð við beiðni fundarmanns og tók Elliði Vignisson sæti á fundinum í stað Arnars.

Var nú tekið til afgreiðslu 2. mál frá fundargerð bæjarráðs frá 8. mars 2004.

Svohljóðandi bókun barst:

“Óska bókað að Guðrún Erlingsdóttir hafi vísað Arnari Sigurmundssyni úr sal”.

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Forseti bæjarstjórnar benti bæjarfulltrúanum Arnari Sigurmundssyni á gr. 23 í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar þar sem stendur: Bæjarfulltrúi sem er vanhæfur við úrlausn máls, skal yfirgefa fundarsal bæjarstjórnar við meðferð og afgreiðslu þess. Það var svo ákvörðun Arnars að yfirgefa fundarsalinn.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fá úrskurð félagsmálaráðuneytisins, hvort rétt hafi verið staðið að útboði/verðhugmyndum í samræmi við samþ. bæjarstjórnar þann 30. okt. 2003, 4. mál svo og 2. mál í fundargerð bæjarráðs frá 8. mars 2004. Báðum aðilum þ.e. Vaktinni og Fréttum (Eyjasýn) verði gefinn kostur á að skila greinargerð til félagsmálaráðuneytisins.

Jafnframt verði kannað hvort bæjarstjórn hafi gerst brotleg gagnvart gildandi samningi um auglýsingar bæjarins í Fréttum.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Tillagan felld með 4 atkv. gegn 3 atkv.

Var nú gengið til atkvæða um liðinn.

Liðurinn samþ. með 4 atkv. gegn 3 atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

“Greiðum atkvæði á móti afgreiðslu málsins þar sem við teljum að ekki sé verið að fara eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30. okt. 2003, en fögnum jafnframt öllum lækkunum í reksti bæjarsjóðs en teljum að útboð hefði lækkað auglýsingar enn meira”.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 23.40

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign.)