Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1339

29.01.2004

Bæjarstjórn

1339. fundur.

Ár 2004, fimmtudaginn 29. janúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Tónlistarskólans.

Forseti bæjarstjórnar Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði

Viktor S. Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fund auk Bergs Ágústssonar bæjarstjóra.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 14. janúar 2004.

Fundargerðin liðir 1-4 samþykkt með 7. samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar 2004.

Fundargerðin liðir 1-11 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2702. fundur frá 5. janúar 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2703. fundur frá 12. janúar 2004.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: a) Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. b) Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Upplesið.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2704. fundur frá 19. janúar 2004.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Lagt til kynningar.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Lagt til kynningar.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2705. fundur frá 26. janúar 2004.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Legg til að raflýsing skv. gatnagerðaráætlun 1.850.000.- falli út og látin rúmast innan bókhaldslykils 10-59. Bæjarstjórn felur bæjarráði að skoða betur og koma með tillögu um samstarf annarsvegar vegna bílaplans við Vestmannabraut 27-29-31 og hinsvegar vegna framkvæmda við hlaupabraut í Herjólfsdal.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Svohljóðandi breytingartillaga barst: “Lagt er til að gert verði ráð fyrir 25 m.kr. viðhalds á húseignum bæjarins. Lántaka eykst um sömu upphæð.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Afgreiðslu frestað á tillögunni til 4. máls hér á eftir.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Selma Ragnarsdóttir óskaði bókað að hún hefði setið hjá.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Upplesið.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Upplesið.

19. liður: Upplesið.

20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

21. liður: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 sat hjá.

Selma Ragnarsdóttir óskaði bókað að hún hefði setið hjá.

22. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

23. liður: Upplesið.

4. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2004.

- Síðari umræða –

Svohljóðandi tillaga barst:

Tillaga um breytingar
á fjárhagsáætlun Bókhalds- Fjárhagsáætlun Fjárhagsáæltun Tillaga Tillaga
Vestm.bæjar 2004 lykill 2003 2004 hækkun lækkun
Kvenfélagið Líkn 05-80 114.000 50.000 120.000
Lúðrasveit Vestm. 05-82 186.000 150.000 195.000
Taflfélag Vestm. 05-84 114.000 50.000 120.000
Samkór Vestm. 05-85 114.000 50.000 120.000
Kirkjukór Vestm. 05-86 114.000 50.000 120.000
Skólalúðrasveit Vm. 05-88 114.000 50.000 120.000
Skanssvæði 05-36 1.475.000 300.000 1.000.000
Vor í Eyjum 450.000 300.000 500.000
1.000.000 -1.000.000
Bæjarstjórn Vestm. 21-01 5.202.000 8.790.000 800.000
Bæjarráð 21-02 1.775.000 2.998.000 495.000
Samtals 1.295.000 1.295.000

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Forseti bæjarstjórnar veitti fundarhlé.

Guðjón Hjörleifsson óskaði eftir að tillagan yrði borin upp lið fyrir lið.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Legg til að tillögunni verði vísað frá.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Bókun:

“Meðan bæjarfulltrúar meirihlutans leggja til að hækka laun bæjarfulltrúa um 4,7 milljónir eru þeir að skera niður styrki til félagasamtaka um rúma milljón til félaga og klúbba sem hafa lagt menningu og öðrum góðum málum lið til hagsmuna fyrir bæjarbúa.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Að beiðni Andrésar Sigmundssonar var veitt fundarhlé.

Svohljóðandi bókun barst:

“Það er alrangt sem kemur fram í bókun Sjálfstæðismanna að búið sé að taka ákvörðun um hækkun á launum bæjarfulltrúa.

Jafnframt er rétt að það komi fram að menningarmálanefnd getur tekið ákvörðun um hina ýmsu styrki til félaga og klúbba.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst um breytingu á framlagðri fjárhagsáætlun:

“Lagt er til að gert verði ráð fyrir 25 milljónum króna til viðhalds á húseignum bæjarins. Lántaka eykst um sömu upphæð.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Var nú gengið til atkvæða um fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun A-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2004:
Tekjur alls kr. 1.478.733.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.446.463.000
Fjármunatekjur kr. 64.186.000
Rekstrarniðurstaða, - neikvæð kr. -76.456.000
Veltufé frá rekstri kr. 77.607.000
Fjárfestingar kr. 138.500.000
Tekin ný langtímalán kr. 215.795.000
Afborganir langtímalána kr. 132.800.000
Handbært fé í árslok kr. 12.120.000
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu gera nánari grein fyrir afstöðu sinni þegar fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir 2004, verður frágengin af hálfu bæjarstjórnar.

Með þeirri áætlun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar í dag vantar nauðsynlegar sundurliðanir á útgjöldum og framkvæmdum á þessu ári. Er því útilokað á þeirri stundu að gera athugasemdir við áætlunina.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2004 borin upp með
áorðnum breytingum um 25. m.kr. vegna viðhalds á húseignum bæjarins:
Rekstrarniðurstaða Eignarsjóðs (-hagnaður) kr. -20.499.000
Rekstrarniðurstaða Áhaldahúss (+tap) kr. 21.924.000
Rekstrarniðurstaða Malbikunarstöðvar kr. 0
Rekstrarniðurstaða Grjótnáms kr. 0
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs (+tap) kr. 70.725.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu (+tap) kr. 3.825.000
Rekstrarniðurstaða Líkamsræktarsalar (-hagnaður) kr. -247.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða (+tap) kr. 28.782.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða (+tap) kr. 13.944.000
Veltufé frá rekstri 33.891.000
Fjárfestingar hafnarsjóðs (nettó) kr. 132.650.000
Fjárfestingar Félagslegra íbúða (nettó) kr. 25.000.000
Tekin ný langtímalán kr. 223.557.000
Afborganir langtímalána kr. 101.900.000
Samþykkt með áorðnum breytingum með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2004 borin upp með áorðnum

breytingum um 25 m.kr. vegna viðhalds á húseignum bæjarins:
Tekjur alls kr. 2.094.904.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.042.070.000
Fjármunagjöld kr. 94.832.000
Rekstrarniðurstaða (+tap) kr. 41.998.000
Veltufé frá rekstri kr. 111.498.000
Fjárfestingar kr. 316.150.000
Tekin ný langtímalán kr. 439.352.000
Afborganir langtímalána kr. 234.700.000
Handbært fé í árslok kr. 12.120.000
Samþykkt með áorðnum breytingum með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Bókun meirihluta bæjarstjórnar:

“Fjárhagsáætlun 2004 er unnin í samræmi við lög og reglur um bókhaldsskil sveitarfélaga.

Að þessu sinni er nálgun við gerð fjárhagsáætlunar með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár. Áætlunin byggir á svokallaðri rammaáætlun. Hverjum málaflokki eru úthlutað hlutfall af sameiginlegum tekjum til rekstrar. Sú upphæð er fundin með því að reikna meðaltalsvægi málaflokksins undanfarin 3 ár margfalda með tekjugrunni sem er til ráðstöfunar. Markmið þessarar nálgunnar er að málaflokkurinn haldi sig innan fjárhagsrammans. Með þessu móti er verið að gefa stjórnendum og starfsfólki Vestmannaeyjabæjar nokkuð svigrúm til ákvarðanatöku og aukinnar áhrifa á rekstur málaflokka, slíkt á að virka sem hvati til sparnaðar í rekstri.

Það er öllum ljóst sem fylgst hafa með þróun fjármála Vestmannaeyjabæjar að rekstur bæjarfélagsins hefur verið þungur sem leitt hefur til verulegrar skuldasöfnunar. Þessi niðurstaða er sá arfur sem sjálfstæðisflokkurinn hefur skilið eftir sig. Heildar skuldir samstæðunnar að meðtöldum lífeyrissjóðskuldbindingur eru meira en ein milljón á íbúa í Vestmannaeyjum. Vaxtagreiðslur og afborgannir lána nema tæpum 360 milljónum króna á ári eða 17% af áætluðum heildartekjum samstæðunnar. Þetta þýðir með öðrum orðum að veltufé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgun lána. Það sjá allir sem vilja sjá að ekki verður unnt að koma rekstri bæjarfélagsins í jafnvægi á einu ári. Til þess þurfa menn lengri tíma. Markmið meirihlutans verður að koma jafnvægi á rekstur bæjarfélagsins árið 2005.

Á þessu ári hafa verið teknar ákvarðanir um umtalsverðar fjárfestingar sem alls nema 316 milljónum króna. Þar vega mest framkvæmdir við höfnina, lífæð bæjarfélagsins. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 133 milljónir sem felst í áframhaldandi römmunn og verulegum dýpkunarframkvæmdum. Jafnframt mun höfnin uppfylla alþjóðasamþykktir um hafnarvernd. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 40 milljónum króna í Menningarhús. Einnig verður farið í aðrar framkvæmdir og má þar meðal annars nefna endurbætur á húsnæði Hraunbúða, Áshamari 75 og Íþróttamiðstöðvarinnar. Einnig er unnið við fjármögnun á nýjum leikskóla. Vonast er til að þessar framkvæmdir hleypi auknu lífi og bjartsýni í atvinnulíf Vestmannaeyja.

Meirihluti bæjarstjórnar hvetur Eyjamenn til að snúa bökum saman til eflingar mannlífi og atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 23.25.

Guðjón Hjörleifsson

Björn Elíasson

Bergur E. Ágústsson

Guðrún Erlingsdóttir

Arnar Sigurmundsson

Andrés Sigmundsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson