Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1338

30.12.2003

1338. fundur.

Ár 2003, þriðjudaginn 30. desember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Tónlistarskólans.

Varaforseti bæjarstjórnar Andrés Sigmundsson stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fund auk Bergs Ágústssonar bæjarstjóra.

Í upphafi fundar fór varaforseti bæjarstjórnar með minningarorð:

“Sigfinnur Sigurðsson var bæjarstjóri 1975-1976.

Sigfinnur fæddist 16. febrúar 1937 í Stykkishólmi. Hann var kennari í Keflavík að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957. Cand. phil. frá Háskóla Íslands 1958. Nám við háskóla í Marburg, Lahn og Köln og hagfræðipróf þaðan 1963. Starfaði við uppbyggingu nýs fasteignamats ríkisins og fl. Ráðinn til Reykjavíkurborgar 1964 og borgarhagfræðingur 1967.

Framkvæmdastjóri Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga 1972-1975. Hagfræðingur Verslunarmannafélags Reykjavíkur frá 1979. Í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 1965-1972.

Varaformaður BSRB 1966-1972. Stofnandi og formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi 1973-1975.

Prófritgerð Sigfinns var um utanríkisverslun Íslendinga árið 1963. Einnig skrifaði Sigfinnur um Skipulag sjávarkauptúna á Íslandi (sem var verðlaunaritgerð Skipulagsstjórnar ríksins 1972).

Sigfinnur var kvæntur Helgu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Ég vil biðja bæjarfulltrúa um að rísa á fætur og minnast hins látna.”

Að því loknu var leitað afbrigða til þess að taka á dagskrá fundarins, fundargerð bæjarráðs frá 29. desember 2003, nr. 2701 sem b liður 2. máls.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 19. desember 2003.

Fundargerðin liðir 1-5 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs

a) 2700. fundur frá 22. desember 2003.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Liður 1.2 í fundargerðinni samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 7 samhljóða atkvæðum.

Lúðvík og Björn óskuðu eftir að taka undir bókun Andrésar og Stefáns. Selma og Guðjón óskuðu eftir að taka undir bókun Arnars.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“Legg til að mál 6.1 verði mál nr. 6 og að mál 6.2 verði mál nr. 7, sem og að setningin “ýmis önnur mál rædd” falli út”.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fulltrúar minnihlutans lýsa furðu sinni á því að formaður íþrótta- og æskulýðsráðs sem situr þennan fund bæjarstjórnar skuli ekki svara fyrirspurn sem varðar starfshætti og vinnulag á fundum ráðsins.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

15. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

16. liður: Upplesið.

17. liður: Þegar afgreiddur.

b) 2701. fundur frá 29. desember 2003.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að beina því til væntanlegrar nefndar um endurskoðun á þóknun Vestmannaeyjabæjar fyrir setu í bæjarstjórn, ráðum og nefndum á vegum bæjarins að þess verði vandlega gætt að hugsanlegar breytingar leiði að hámarki til 10% hækkunar á þessum útgjaldalið á árinu 2004.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað til nefndarinnar er skoðar laun bæjarfulltrúa og nefndarfólks á vegum Vestmannaeyjabæjar.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Afgreiðslutillaga samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Tilnefndir í nefndina voru: Bergur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 19.25.

Arnar Sigurmundsson

Andrés Sigmundsson

Björn Elíasson

Lúðvík Bergvinsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Guðjón Hjörleifsson

Bergur E. Ágústsson