Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1335

30.10.2003

Bæjarstjórn

Ár 2003, fimmtudaginn 30. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði

Viktor S. Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs Ágústssonar bæjarstjóra.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 23. október 2003.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Fögnum því að tillaga Guðjóns Hjörleifssonar úr bæjarráði 21. júlí 2003, um lækkun aflagjalda úr 1.6% í 1.28% skuli hafa verið samþykkt í hafnarstjórn.”

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Að þessu gerðu var liðurinn samþykktur með 7 samhl. atkv.

2. liður: Elsa Valgeirsdóttir vék af fundi.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Leggjum til að afgreiðslu á 2. máli fundargerðar hafnarstjórnar dags. 23.10.03 verði frestað og óskað verði eftir rökstuðningi nefndarinnar, vegna vals hennar á milli umsækjenda um stöðu hafnarvarðar.

Greinargerð með afgreiðslutillögu:

“Starf hafnarstjóra var auglýst og barst 21 umsókn um starfið þar af voru 16 með annaðhvort einhver skipstjórnarréttindi eða vélstjórnaréttindi. Þegar svo mikill fjöldi umsókna berst eftir auglýsingu verður að gera ríkar kröfur um að faglega sé staðið að málum og góður rökstuðningur sé fyrir því að hæfasti aðilinn sé ráðinn. Við ráðningu hafnarvarða hjá Vestmannaeyjabæ hefur í gegnum tíðina sú hefð verið ráðandi, að gera kröfu til þess að umsækjendur hafi skipstjórnar- og eða vélstjórnarmenntun og geti þar af leiðandi gengið í þau störf á Lóðsinum og eða grafskipi allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta fyrirkomulag hefur nýst höfninni vel og oft á tíðum verið nauðsynlegt með tilliti til óvæntra atburða þar sem bregðast þarf fyrirvaralaust við atburðum svo sem sjósköðum og eða öðrum óvæntum verkefnum þar sem þörf er á aðstoð Lóðsins með jafnvel engum fyrirvara.”

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan felld með 4 atkv. gegn 2 atkv.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir að hafnarstjóri rökstyðji ákvörðun sína um val á umsækjanda og skili þeim rökstuðningi til bæjarráðs.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan samþ. með 4 atkv. gegn 2 atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

“Enn og aftur er meirihluti Lúðvíks Bergvinssonar og Andrésar Sigmundssonar að hunsa með öllu almennar og viðteknar leikreglur við ráðningar og uppsagnir starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ. Eins og fram kom í afgreiðslutillögu okkar bárust 21 umsókn um starfið og þar af voru 16 með annaðhvort einhver skipstjórnarréttindi eða vélstjórnaréttindi. Hjálagt með bókun þessari er listi yfir umsækjendur og hverjir þeirra hafa skipstjórnar- eða vélstjóramenntun. Sá aðili sem nú hefur verið ráðinn til starfa sem hafnarvörður hefur ekki þau réttindi sem hingað til hafa verið talin nauðsynleg til starfsins. Hjá núverandi meirihluta ræður það eitt hvort menn hafi flokksskírteini í lagi. Þess má geta að nýráðinn hafnarvörður var formaður uppstillingarnefndar hjá V- listanum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Við fordæum enn og aftur ómálefnaleg vinnubrögð núverandi meirihluta og ekki síður vekur það undrun og furðu að forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir sem jafnframt er formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og setið hefur í miðstjórn ASÍ, skuli taka þátt í þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem gilda hér í Eyjum við ráðningar og brottrekstur starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ þessa dagana.”

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Liðurinn samþykktur með 4 atkv. 2 á móti.

Elsa Valgeirsdóttir tók sæti á ný á fundinum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2690. fundur frá 13. október 2003.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

b) 2691. fundur frá 20. október 2003.

1. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

5. liður: Svohl. tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að beina því til umhverfissviðs- og framkv. sviðs að farið verði í framtíðarskipulagninu og útfærslu á tjaldsvæði Vestmannaeyja, þar sem meðal annars verði tekið tillit til þarfa tjaldvagna og hjólhýsa. Áherslu skal leggja á aðgengi að þeirri þjónustu sem ferðamönnum stendur þegar til boða svo og nálægð við íþróttasvæði bæjarins og fleira.

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhl. atkv.

Liðurinn samþykktur með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþykktur með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþykkur með 7 samhl. atkv.

8. liður: Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fram hefur komið að jafnvel þótt fyrirsjáanleg útgjöld verði vegna biðlauna á næstu þremur árum þá er ekki gert ráð fyrir þeim í 3ja ára áætlun. Teljum að það sýni en frekar að 3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar er óraunhæf og skuldsetning bæjarfélagsins meiri en þar er gert ráð fyrir.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

9. liður: Upplesið.

Elsa Valgeirsdóttir og Elliði Vignisson óskuðu að taka undur bókun Arnars Sigurmundssonar.

10. liður: Samþykkt með 6 samhl. atkv. 1 fjarverandi.

11. liður: Samþykkt með 6 samhl. atkv. 1 fjarverandi.

12. liður: Samþykkt með 6 samhl. atkv. 1 fjarverandi.

13. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþykkt með 7 samhl. atkv.

c) 2692. fundur frá 27. október 2003.

1. liður: Svohljóðandi bókanir bárust:

Bókun

“Í greinargerð með 1. máli segir “Vestmannaeyjabær hefur staðið utan samtakanna um nokkurt skeið og er það mat bæjarráðs eftir þá reynslu að hagsmunum Vestmannaeyjabæjar sé betur borgið innan samtakanna en utan.”

Ég upplýsti á bæjarráðsfundinum að ég hefði ekki hingað til verið hlynnt aðild að SASS (Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga) en með hliðsjón af breyttu og stærra kjördæmi gæti ég fallist á, að láta á það reyna hvort hagsmunir bæjarfélagsins gætu ekki farið betur með hagsmunum annarra sveitarfélaga á Suðurlandi en verið hefur. Það er því ekki mitt mat að hagsmunum bæjarfélagsins hafi hingað til verið betur borgið innan raða SASS.

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Bókun

“Ítrekum fyrri bókanir í bæjarstjórn og bæjarráði um mikilvægi þess að leyst verði úr ágreiningi varðandi framlög til Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og skiptingu fjármuna af framlögum Byggðastofnunar til atvinnuráðgjafar í Eyjum, en þeir fjármunir fara í gegnum SASS. Jafnframt er mikilvægt að heilbrigðiseftirlitið verði áfram í Vestmannaeyjum en það ekki flutt á Selfoss eins og hugmyndir voru uppi um. Ljóst þarf að vera að þessi ágreiningsmál hafi verið leyst í viðræðum við SASS áður en samþykkt verði að óska eftir inngöngu í SASS.”

(Elliði Vignisson, sign.)

(Selma Ragnarsdóttir, sign.)

(Elsa Valgeirsdóttir, sign.)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að áður en staða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er auglýst sé fengin umsögn íþrótta- og æskulýðsráðs.”

(Elliði Vignisson, sign.)

(Selma Ragnarsdóttir, sign.)

(Elsa Valgeirsdóttir, sign.)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Lýsum furðu okkar á því að enn og aftur skuli meirihluti Andrésar Sigmundssonar og Lúðvíks Bergvinssonar sniðganga íþrótta- og æskulýðsráð í ákvörðunum sínum. Með þessu hefur verið grafið enn frekar undan starfsemi þesa áður öfluga ráðs. Nú er svo komið að þrátt fyrir ítrekaða ósk um fund hefur ekki verið fundað síðan 8. september, og enn hefur ekki verið boðað til fundar í ráðinu.

(Elliði Vignisson, sign.)

(Selma Ragnarsdóttir, sign.)

(Elsa Valgeirsdóttir)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Hefur samningi við Kaupþing um vöktun lána fyrir Vestmannaeyjabæ verið sagt upp?”

(Selma Ragnarsdóttir, sign.)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að segja upp auglýsingasamningi bæjarstjórnar Vestmannaeyja við vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum, um kaup Vestmannaeyjabæjar á auglýsingarými í blaðinu, dags. 11. október 1991, frá og með 1. nóvember nk. með þriggja mánaða uppsagnafresti eins og tiltekið er í 7. gr. samningsins. Bæjarstjóra er falið að tilkynna um uppsögn samningsins fyrir 1. nóvember nk. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að auglýsingar Vestmannaeyjabæjar verði boðnar út. Í því útboði skal tekið tillit til krónuverðs á dálksentimetrum, dreifingu og útbreiðslu þess blaðs, sem gengið verður til samninga við.

Þá samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að heimila bæjarstjóra að segja upp öðrum samningum um dagleg innkaup Vestmannaeyjabæjar á rekstrarvörum, sem bæjarstjórn þarf eki að taka endanlega ákvörðun um. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að hefja nú þegar undirbúning að framkvæmd á því að bjóða út innkaup bæjarins á daglegum rekstrarvörum.”

(Stefán Jónasson, sign.)

(Andrés Sigmundsson, sign.)

(Guðrún Erlingsdóttir, sign.)

(Lúðvík Bergvinsson, sign.)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Þegar afgreidd.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Leitað var afbrigða um að taka 3. mál á dagskrá. Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Berg Elías Ágústsson bæjarstjóra í almannavarnanefnd í stað Inga Sigurðssonar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.05.

Andrés Sigmundsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Lúðvík Bergvinsson

Elsa Valgeirsdóttir

Elliði Vignisson

Guðrún Erlingsdóttir