Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1334

09.10.2003

BÆJARSTJÓRN

1334. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 9. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Hitaveitu Suðurnesja. Forseti bæjarstjórnar Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs Ágústssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október 2003.

Fundargerðin, liðir 1-15, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2687. fundur frá 22. september 2003.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Fagna þeirri samstöðu sem bæjarstjórn og bæjarráð hefur sýnt hvað varðar andstöðu við línuívilnun. Hér er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál bæjarfélagsins og ljóst að fjöldi manna á atvinnu sína og lífsviðurværi undir því að ekki verði af þessari fyrirhuguðu aðför. Tel mikilvægt að bæjarstjórn standi einhuga og leiði andstöðu gegn hverskyns sértækum aðgerðum í sjávarútvegi sem felast í því að flytja aflaheimildir milli svæða og raska þannig rekstri annars stöndugra fyrirtækja.

Elliði Vignisson (sign.)

Í framhaldi af bókun var liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Svohljóðandi tillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leita eftir því við ríkisvaldið (heilbrigðisráðuneytið) að hafnar verði viðræður um að Vestmannaeyjabær yfirtaki rekstur heilsugæslu, sjúkahúss og öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum og um þá yfirtöku gerður sérstakur þjónustusamningur. Þá verði leitast við í þessum viðræðum að samræma núgildandi samning Vestmannaeyjabæjar og ríkisins (félagsmálaráðuneytið) um málefni fatlaðra, hugsanlegum þjónustusamningi leiði viðræður til slíks samnings. Samhliða verði teknar upp viðræður við ráðuneytið um aukna þjónustu Sjúkrahúss Vestmannaeyja, t.a.m að sjúkrahúsið geti boðið upp á meðferð vegna offituvandamála og gerður verði um það sérstakur samningur.

Greinargerð:

Í Vestmanaeyjum er allar aðstæður til staðar eins og sérfræðiþekking, íþróttaaðstaða, góðar gönguleiðir og falleg náttúra. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna þessa máls, allt frá því að atvinnuhópar sem komið var á laggirnar skiluðu af sér, og hefur sérstakur starfshópur hafið störf sbr. meðfylgjandi minnisblað frá framkvæmdastjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og Lúðvík Bergvinsson bæjarfulltrúi verði í forsvari fyrir Vestmannaeyjabæ í þessum viðræðum, fallist ráðuneytið á að hefja þær.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Svohljóðandi breytingartillaga barst: Að inn í tillöguna bætist eftir Lúðvík Bergvinsson “og Guðjón Hjörleifsson bæjarfulltrúi”.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Tillagan og breytingartillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Minnihluti bæjarstjórnar óskuðu eftir að gerast meðflutningsmenn að tillögunni.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að móta reglur vegna móttöku hópa á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Elliði Vignisson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Legg til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Tillagan var síðan felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: a) liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) liður. Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum. Selma Ragnarsdóttir sat hjá.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2688. fundur frá 29. september 2003.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram samningsdrög að samkomulagi vegna kaupa Vestmannaeyjabæjar á tímaeiningum í líkamsræktarsölum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Lýsi undrun minni á því að meirihluti bæjarráðs, Andrés Sigmundsson og Stefán Jónasson skuli sniðganga fagnefndina íþrótta- og æskulýðsráð með því að vísa frá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að vísa samningi um kaup á þjónustu á sviði heilsuræktar til nefndarinnar. Slík afgreiðsla er til þess eins fallin að færa völd í bæjarfélaginu á hendur færri aðila en áður hefur verið í Vestmannaeyjum.”

Elliði Vignisson (sign.)

Framlögð samningsdrög samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2689. fundur frá 6. október 2003.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Fagna því að bæjarráð skuli hafa náð saman hvað varðar áherslur í samgöngum, þessum mikilvæga málaflokki. Tek undir þá forgangsröð sem samþykkt var í bæjarráði 6. október, þar sem bæjarráð setur frekari fjölgun ferða með Herjólfi þjóðvegs okkar Vestmannaeyinga og fjármögnun á rannsóknum vegna jarðgangna milli lands og Eyja á oddinn. Jafnframt tek ég heilshugar undir mikilvægi þess að bæjaryfirvöld og stjórnvöld taki afstöðu til framtíðarkosta í bættum samgöngum eigi síðar en árið 2005 eins og lagt var til í skýrslu samgönguhóps í mars sl.

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Tel óheppilegt að skólamálaráð sem er fagráð skuli álykta með fjárhagslega möguleika Vestmannaeyjabæjar til að ráðast í verklegar framkvæmdir hvort sem það er í skólamálum eða ekki.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 20.30.

Arnar Sigurmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Bergur E. Ágústsson

Andrés Sigmundsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Jónasson

Lúðvík Bergvinsson

Elliði Vignisson


Jafnlaunavottun Learncove