Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1334

19.02.2004

Bæjarstjórn

1334. fundur.

Ár 2004 fimmtudaginn 19. febrúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Tónlistarskólans.

Forseti bæjarstjórnar Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en Viktor S. Pálsson ritaði fundargerð.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fund auk Bergs Ágústssonar bæjarstjóra.

1. mál. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

A. Fundargerð frá 21. janúar 2004

Afgreiðslu frestað og tekin með lið C. hér á eftir.

B. Fundargerð frá 3. febrúar 2004

Fundargerðin liðir 1-6 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

C. Fundargerð frá 12. febrúar 2004

Samþykkt var að taka 1. mál fundargerðar frá 21. janúar 2004 og 1. og 2. mál fundargerðar frá 12. febrúar 2004 saman til afgreiðslu.

Undir þessum lið kom svohljóðandi afgreiðslutillaga:

“Þar sem útséð er að ekki náist sátt um fyrirhugaða byggingu á lóðinni Bessahrauni 13 sér bæjarstjórn Vestmannaeyja engan annan kost í stöðunni, en að hafna afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í 2. máli frá 12. febrúar sl. að svo stöddu og setja svæðið að Bessahrauni 1-7 og 13 í deiliskipulag.

Greinargerð

Ákvörðun þessi er tekin þar sem ekki liggur fyrir með skýrum hætti hvernig að skipulagningu svæðisins var staðið og nauðsynlegt er að uppræta þann fortíðarvanda.

Ljóst er að skipulags- og byggingarnefndin fer aðeins með ráðgefandi hlutverk og fer sem slík ekki með ákvörðunarvald. Bæjarstjórn Vestmannaeyja verður því ávallt að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort rétt framgangs hefur verið gætt við úthlutun lóða og byggingarleyfa. Bæjarstjórn telur eftir að hafa skoðað málsgögnin að verulegur vafi leiki um hver réttarstaða bæjarins sé vegna útgáfu ofangreinds byggingarleyfis, þ.á m. hversu stór byggingarreiturinn sé og hvar hann skuli staðsettur á lóðinni. Þá telur bæjarstjórn ótækt að ekki skuli fylgja með rökstuðningur með ákvörðun nefndarinnar, einkum þegar ljóst sé að þeir íbúar sem fyrir eru hafa lagst harkalega gegn fyrirhugaðri byggingu.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

3. liður fundargerðarinnar var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir bæjarráðs.

A. 2706 fundur frá 9. febrúar 2004

1. liður: Upplesið

2. liður: Upplesið

3. liður: Upplesið

4. liður: Upplesið

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

6. liður: Upplesið

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

8. liður: Upplesið

9. liður: Upplesið

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

11. liður: Upplesið

12. liður: Upplesið

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

15. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Þar sem rekstur Vestmannaeyjabæjar er nú í fyrsta skipti í sögunni meiri en 100% af tekjum bæjarins skorum við undirrituð á bæjarfulltrúa að sýna þá ábyrgð að hækka ekki eigin laun úr hófi fram.”

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

18. liður: Upplesið

19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

21. liður: Upplesið

22. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

23. liður: Þegar búið að afgreiða fundargerðina

24. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

B. 2707. fundur frá 17. febrúar 2004.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Bókun Sjálfstæðisflokksins vegna 1. máls a) fundargerðar bæjarráðs frá 17. febrúar 2004: Í greinargerð Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Jónassonar koma fram fullyrðingar er varða samskipti Vestmannaeyjabæjar og Kaupþings hf., síðar KB-banka hf., nú síðast 21. og 23. janúar 2004 sem nauðsynlegt er að afla nánari upplýsingar um. Þá er rétt að að fram fari nánari athugun á samskiptum Vestmannaeyjabæjar og starfsmanna Kaupþings þegar gert var samkomulag sömu aðila um fjármögnun og ráðgjöf vegna skuldastýringar og lántöku á svokölluðu dollaraláni 29. maí 2000. Umrætt lán var tekið til þess að fjármagna framkvæmdir á vegum bæjarins svo sem byggingu nýs íþróttahúss og til skuldbreytinga á eldri lánum Vestmannaeyjabæjar og stofnana. Skömmu eftir að lánið var tekið lækkaði gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og þá sérstaklega gagnvart bandaríkjadollar. Láninu var breytt 2. mars 2001 í fjölmyntalán með nokkurri afturvirkni og gerður um það sérstakur gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningur við Kaupþing banka hf.

Þegar lánið var tekið 29. maí 2000 var gengi bandaríkjadollars ísl. Kr. 76.21, en þegar því var að hluta breytt í fjölmyntalán 2. mars 2001 var gengi dollars 85.71, en hækkaði mikið fyrst á eftir, en hefur farið lækkandi síðustu misseri. Gengi bandaríkjadollars í dag er tæpar 67 krónur.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Óskað var eftir fundarhléi sem var veitt.

Svohljóðandi bókun barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

“Samkvæmt yfirlýsingu KB-banka drógu bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum á árunum 2000 – 2001 í 10 mánuði að gera gjaldeyrisskiptasamning samhliða töku 12 milljóna dollara láns. Slíkur samningur er nauðsynleg vörn þegar lán er tekið í erlendri mynt en tekjur í íslenskum krónum. Af þessum sökum hefur Vestmannaeyjabær orðið fyrir töluverðu tjóni.

Eftir stendur að allar skýringar vantar frá fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins á því hvers vegna slíkur samningur var ekki gerður strax. Eftir þeim skýringum er beðið.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

a) hluti liðsins: Upplesið

b) hluti liðsins: Samþykktur með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum

2. liður: Upplesið

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

6. liður: Upplesið

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

9. liður: Upplesið

10. liður: Upplesið

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

12. liður: Upplesið

13. liður: Upplesið

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

17. liður: Þegar búið að afgreiða fundargerðina

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 20.50.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)