Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1332

04.09.2003

Bæjarstjórn

1332. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 4. september kl. 18.oo var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar, bæjarstjóra.

1. mál:

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2.680 fundur frá 28. júlí 2003.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Elliði Vignisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að hér eftir skuli það ófrávíkjanleg regla að fastar stöður sem ráðið er í á vegum Vestmannaeyjabæjar, skv. 61. og 62. gr. bæjarmálasamþykktar skuli auglýstar lausar til umsóknar og þess gætt að hvergi sé vegið að jafnræði umsækjenda þegar störf eru laus.”

Elliði Vignisson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fyrirhugaðrar endurskoðunar á bæjarmálasamþykkt. Afgreiðslutillagan samþykkt með 4 atkvæðum, 2 á móti og 1 sat hjá.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Legg áherslu á að Vestmannaeyjabær skorist ekki undan þeirri ábyrgð sem á honum hvílir hvað varðar aðkomu að Húsinu – kaffi- og menningarhúss ungs fólks í Vestmannaeyjum.

Eðlilegt er að aðkoma Vestmannaeyjabæjar verði rædd þegar drög að frekari fjármögnun stofnkostnaðar og rekstrar liggur fyrir.”

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: samningamál. Tekið fyrir í lok fundarins.

10. liður: Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina að fengnum upplýsingum bæjarstjóra.

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2681, fundur frá 11. ágúst 2003:

1. liður: Upplesið

2. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur núverandi meirihluti Lúðvíks Bergvinssonar og Andrésar Sigmundssonar ekki lagt fram umbeðin gögn vegna kostnaðar við úttekt og tillögur um skipulagsbreytingar hjá Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans sem unnið hefur verið af IBM Business Consulting Serv.

Ítreka því eftirfarandi spurningar úr bæjarráði og bæjarstjórn:

1. Hve mikið hefur IBM Business Consulting Serv. verið greitt fyrir úttekt og tillögur um skipulagsbreytingar hjá Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans? Sundurliðun óskast vegna vinnu, ferðakostnaðar, dagpeninga og uppihalds.

2. Hver er kostnaður við sérstaka úttekt á Hraunbúðum sem samþykktur var.

Jafnframt ítreka ég fyrri beiðni um að svörum þessum fylgi ljósrit af reikningum sem þegar hafa borist vegna þessa verks og óska jafnframt eftir því að afrit allra reikninga verði lögð fram í bæjarráði þegar fullnaðaruppgjör liggur fyrir.”

Elliði Vignisson (sign)

Svohljóðandi tilaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði staðgengill bæjarstjóra og gegni störfum hans í forföllum. Þessi samþykkt vísar til ákvæða í 60. gr. bæjarmálasamþykktar og gildir þar til lokið hefur verið við enduskoðun á bæjarmálasamþykktinni.”

Arnar Sigurmundsson (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn í heild sinni samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Svohljóðandi bókun barst undir lið a):

“Fagna því að nú skuli formanni bæjarráðs, Andrési Sigmundssyni loks vera það ljóst að uppstillingu á framboðslista ber að taka alvarlega og ekki er hægt að vanvirða rétt frambjóðenda þrátt fyrir að þeir neiti að taka þátt í ákvörðunum sem stríða gegn þeirra betri vitund og vilja.

Úrskurður félagsmálaráðuneytis er afgerandi en þar segir að Guðríður Ásta Halldórsdóttir sem í dag skipar minnihluta ásamt öðrum félögum af lista framsóknarmanna og óháðra ásamt Sjálfstæðisflokknum sé varamaður fyrir Andrés Sigmundsson í bæjarstjórn og bæjarráði og sitji þá fundi sem honum er ekki fært að sækja.”

Elliði Vignisson (sign)

Í framhaldi var liðurinn upplesinn.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið

7. liður: Upplesið

8. liður: Upplesið

9. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af umræðum í bæjarráði 25. ágúst s.l. samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í verkefni Latabæjar, Orkubókin, að upphæð kr. 50.000.-“

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Bæjarstjórn samþykkir að vísa 18. máli til starfskjaranefndar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2.682. fundur frá 18. ágúst 2003:

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri taki sæti í verkefnastjórn um byggingu menningarhúss í stað Inga Sigurðssonar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Andrés Sigmundsson verði formaður stjórnarinnar.”

Stefán Óskar Jónasson (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Tillaga barst um að fyrrnefnd tillaga verði borin upp í tvennu lagi.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

“Bæjarstjórn samþykkir að Bergur Elías Ágústsson taki sæti í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss í stað Inga Sigurðssonar.”

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

“Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Andrés Sigmundsson verði formaður stjórnarinnar.”

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri verði formaður verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum.”

Arnar Sigurmundsson (sign)

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Meirihuti bæjarstjórnar leggur til að tillögu Arnars Sigurmundssonar verði vísað frá.”

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Að þessu gerðu var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá, að Andrés Sigmundsson yrði formaður stjórnarinnar.

d) 2.683. fundur frá 25. ágúst 2003.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Í framhaldi af viðræðum bæjaryfirvalda við fulltrúa íþróttahreyfingarinnar samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra aðhefja viðræður um nýtingu, umráð og endurbætur á Áshamri 75.”

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samningamál, tekið fyrir í lok fundarins.

5. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Lýsi undrun minni á því að skólamálaráð treysti sér ekki til að veita umsögn um það þegar starfsmaður ráðsins til fjölda ára er sagt upp störfum og starfið lagt niður.

Tek jafnframt undir bókun Arnars Sigurmundssonar í bæjarráði þar sem að áform um ráðningu fræðslufulltrúa til eins árs í stað skólamálafulltrúa þjóni ekki hagsmunum bæjarfélagsins. Í stað þess að lenda í núverandi stöðu þar sem líklegt er að greiða þurfi fráfarandi skólamálafulltrúa biðlaun í allt að 12 mánuði hefði verið eðlilegra að fela honum áframhaldandi störf á þessum vettvangi samkvæmt nýju skipuriti.”

Elliði Vignisson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Samþykki fundargerðina en ítreka fyrri bókun undir máli 4 b-lið.

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Bæjarstjórn vísar 2. máli c) til gerðar endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

e) 2.684. fundur frá 1. september 2003:

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Leitað var afbrigða til þess að taka fundargerð landnytjanefndar frá 2. september 2003 til afgreiðslu sem mál nr. 5 á bæjarstjórnarfundi 1.322. Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Bókun við b-lið. “að hámarki 182.000.-“

Samþykkt með 6 atkvæðum, Selma Ragnarsdóttir sat hjá.

Svohljóðandi tillaga barst:

“ Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og tæknisviðs að nota skýrar reglur um að aðkomu og þátttöku Vestmannaeyjabæjar við gerð veggja þar sem lóðarmörk liggja að göngustígum samkvæmt samþykktu skipulagi.”

Elliði Vignisson (sign)

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samningamál, tekið fyrir í lok fundarins.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Við teljum að vel hafi verið staðið að sorphirðu hér í Vestmannaeyjum af núverandi rekstraraðilum. Tökum því undir bókun Arnars Sigurmundssonar í bæjarráði um að reyna beri til þrautar að ná samningum við núverandi rekstraraðila, og ef samningar nást ekki tel ég að bjóða beri verkið út. Vörum sérstaklega við hugmyndum um að flytja sorp til eyðingar á fastalandinu enda myndu við það tapast störf úr bænum og vart þolir flutningaleiðin með m/s Herjólfi það aukaálag sem því fylgir að ætla að flytja allt sorp frá Eyjum til eyðingar annarsstaðar.”

Elliði Vignisson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Liðurinn samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir að bæta við afgreiðslu bæjarráðs:

“Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu og leggja fram drög að vinnubrögðum og fyrirkomulagi hópvinnu fyrir fund bæjarráðs fyrir 31. október n.k.”

Viðbót við afgreiðslu er samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Bæjarstjórn samþykkir að vísa afgreiðslu 1. máls til bæjarráðs en samþykkir 7. mál. Að þessu gerðu er liðurinn samþyktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar frá 12. ágúst 2003.

Fundargerð, liðir 1 – 11, samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans 2003 – 2006.

-Fyrri umræða-

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa áætluninni til seinni umræðu.

4. til 5. mál:

Tillaga að breytingu á fyrirliggjandi samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum.

-Fyrri umræða-

Samþykkt var að taka mál nr. 5 til umræðu með máli nr. 4 með 7 samhljóða atkvæðum.

Samþykkt er með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til seinni umræðu.

Tekin voru fyrir eftirfarandi samningamál:

Mál nr. 1 frá 28. júlí 2003 (mál nr. 9 á bæjarráðsfundi 2.680)

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Mál nr. 2 frá 25. ágúst 2003 (mál nr. 4 á bæjarráðsfundi 2.683)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Mál nr. 1 frá 1. september 2003 (mál nr. 5 á bæjarráðsfundi 2.684)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 22.50.

Andrés Sigmundsson

Arnar Sigurmundsson

Lúðvík Bergvinsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Guðrún Erlingsdóttir

Elliði Vignisson

Bergur E. Ágústsson