Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1331

23.07.2003

Bæjarstjórn

1331. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 23. júlí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí s.l.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 3ja mál hér á eftir.

1. mál:

Fundargerð bæjarráðs:

a) 2.679. fundur frá 21. júlí s.l.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að útborgun launa fari fram fimmtudaginn 31. júlí n.k. í stað föstudagsins 1. ágúst n.k. þar sem þjóðhátíðin hefst þann dag.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Jóhann Guðmundsson (sign)

Stefán Ó. Jónasson (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að leitað verði til lögmanna innanbæjar í stað Ástráðs Haraldssonar, en lögmenn í Eyjum hafa töluverða reynslu af málum er varðar ráðningarsamninga.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst undir þessum lið:

“Nú er Bergi Ágústssyni bæjarstjóra falið að skila greinargerð um fjárhagsstöðu frá því að nýr meirihluti tók við. Var Inga Sigurðssyni þáverandi bæjarstjóra einhvern tíma falið sambærilegt verk fyrir núverandi meirihluta?

Óskað er eftir því að Bergur geri sérstaka grein fyri því hvað það gæti kostað Vestmannaeyjabæ að lágmarki svo og hámarki þær uppsagnir sem komnar eru í framkvæmd svo og niðurlagning starfa v/skipulagsbreytinga.

Fyrirspurn:

31. mars (tæpri viku eftir að Andrés Sigmundsson og Lúðvík Bergvinsson gengu í eina sæng) voru árshlutareikningar gerðir. Þar kemur glögglega fram hver staða mála er þegar núverandi meirihluti tekur við. Nú hljóta bæjarfulltrúar V-listans og Andrés Sigmundsson að hafa kynnt sér þessa árshlutareikninga og vera meðvitaðir um það sem þar kemur fram. Furða mig því á að þeir telji nauðsynlegt að bæjarstjóri mati þá á þessum upplýsingum.”

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþkktur með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að þegar ráðið verði í stöðu hjá frumkvöðlasetri/nýsköpunarmiðstöð verði jafnræðis gætt og sú staða auglýst. Við ráðningu verði þess gætt að menntun, reynsla og almenn hæfni ráði því hver umsækjenda veljist til starfsins.”

Elliði Vignisson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Fram kom tillaga um að vísa ofangreindri tillögu til bæjarráðs.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

Fyrirspurn:

“Nú er ljóst að það er 580% munur á tilboðum. Vestmannaeyjabær lét IBM Business Consulting Serv. taka að sér að gera skipulagsbreytingar hjá bæjarsjóði sem þegar hafa kostað milljónir króna. Var leitað tilboða eða gerð verðkönnum hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum í úttektina?”

Elliði Vignisson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Ljóst er að núverandi meirihluti hefur horfið frá fyrirhugaðri uppbyggingu síðustu bæjarstjórnar á Félagsmiðstöð í Týsheimili. Slíkt hefði samþætt á einum stað þá æskulýðs- og tómstundastarfsemi sem fram fer á vegum Vestmannaeyjabæjar annarsvegar og IBV íþróttafélags hinsvegar. Af þessum sökum ítrekum við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifssonar um stefnu V-listans og Andrésar Sigmundssonar í uppbyggingu fyrir æskulýðsstarfsemi í Vestmannaeyjum. Svör um að unnið sé að endurskipulagningu svara því ekki hver stefnan er. Endurskipulagningin hlýtur að taka mið af einhverri stefnu, nema að V-listinn og Andrés Sigmundsson hafi ekki stefnu í þessum mikilvæga málaflokki og endurskipulagning sú sem þegar er unnið að taki mið af því.”

Elliði Vignisson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Undir þessum lið var tillaga Guðjóns Hjörleifssonar frá fundi bæjarstjórnar 10. júlí s.l. endurflutt:

“Legg til að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum skili áliti sínu um ástæður niðurstaðna samræmdra prófa 10. bekkinga í Barnaskóla Vestmannaeyja. Bæjarstjórn, skólamálaráði og foreldrum grunnskólabarna í 10. bekk Barnaskólans í Vestmannaeyjum verði send afrit af álitinu sem skal lokið fyrir 31. ágúst 2003.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Fram kom afgreiðslutillaga um að vísa tillögunni til skólamálaráðs.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var þar með afgreiddur.

11. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Fagna því að skipa eigi starfshóp til að leggja mat á uppeldisskilyrði barna í Vestmannaeyjum. Tel þó mikilvægt að fagfólk fari með ferðina í þessari vinnu. Pólitískar upphrópanir og leit að blórabögglum af því tagi sem fulltrúar meirihlutans í bæjarráði hafa viðhaft vegna niðurstöðu samræmdra prófa í 10. bekk gagnast hvorki nemendum, kennurum né nokkrum öðrum.”

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

21. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Bókun Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Ó. Jónassonar í bæjarráði þar sem rætt var um málefni fyrrverandi bæjarstjóra lýsir glögglega þeim valdshroka sem núverandi meirihluti viðhefur. Að láta hafa eftir sér í opinberri bókun að bæjarstjóri sé eða hafi verið “bæjarstjóri núverandi meirihluta (V-listans og Andrésar Sigmundssonar)” lýsir annaðhvort fádæma valdshroka eða vanþekkingu á stjórnkerfi Vestmannaeyjabæjar. Að sjálfsögðu skal bæjarstjóri vera fulltrúi allra bæjarbúa sama hvar í stjórnmálum þeir standa.”

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

22. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

23. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Lýsi undrun minni á bókun Andrésar Sigmundssonar formanns bæjarráðs í bæjarráði þegar rætt var um meintan trúnaðarbrest við fyrrverandi bæjarstjóra þar sem segir: “Framkoma og vinnubrögð sjálfstæðismanna gagnvart fyrrverandi bæjarstjóra er það sem skaðað hefur hann mest.” Nú er öllum ljóst að Ingi naut trausts og trúnaðar sjálfstæðisflokksins og er það okkar mat að hvergi hafi fallið skugga á störf hans fyrir bæjarfélagið. Ber að skilja orð formanns bæjarráðs svo að ef Bergur Elías Ágústsson vinnur sér inn traust bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með störfum sínum þá komi það til með að skaða hann í starfi?”

Elliði Vignisson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

“Guðjón Hjörleifsson óskar eftir því að bóka að Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar, hafi játað það að á meðan Ingi Sigurðsson var bæjarstjóri, eftir að meirihluti V-lista og Andrés Sigmundsson tók við, þá hafi kjörnir bæjarfulltrúar meirihlutans, þ.e. Lúðvík, Andrés, Guðrún og Stefán, aldrei átt sameiginlegan fund með Inga Sigurðssyni þáverandi bæjarstjóra.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

24. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Í 24. máli segir í bókun Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Óskars Jónassonar: “Vil ég biðja Guðjón Hjörleifsson að sýna bæjarfulltrúum hvar sé að finna að lausar stöður skuli auglýstar”. Ég lagði fram á fundinum samhljóða samþykkt bæjarráðs frá 12. okt. 1978 sem síðan var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn en þar stendur m.a.:

“Aðilar eru sammála um að áður en bæjarráð tekur afstöðu til mannaráðninga skal ætíð haft fullt samráð við, eða leita umsagnar Starfsmannafélagsins.” ”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Í framhaldi af útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 16. október 1978 1. mál, er óskað eftir upplýsingum um hvort farið hafi verið eftir þessari samþykkt þegar ráðið var í stöður framkvæmdastjóra hjá bænum.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

“Í bókun meirihlutans segja Andrés Sigmundsson og Stefán Ó. Jónasson að það hafi verið farið eftir lögum og reglum. Óskað er eftir skriflegu svari frá Stefáni Jónassyni hvaða lögum og reglum hafi verið farið eftir í þessu máli og hvort þetta sé með sama hætti og þegar hann var í stjórn Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, en þá var hann manna ötulastur að verja rétt starfsmanna í félaginu.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

25. liður:

Undir þessum lið barst svohljóðandi svar frá Guðrúnu Erlingsdóttur, forseta bæjarstjórnar:

“Svör við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifssonar til forseta bæjarstjórnar frá fundi bæjarráðs nr. 2679, mál 25, 26, 27.

Sem kjörinn bæjarfulltrúi ber mér líkt og öðrum bæjarfulltrúum að gæta hagsmuna Vestmannaeyjabæjar. Það vekur því furðu mína að eftir13 ár í bæjarstjórn þar af 12 ár í stóli bæjarstjóra virðist bæjarfulltrúinn Guðjón Hjörleifsson ekki enn gera sér grein fyrir hlutverki kjörinna bæjarfulltrúa. Í 34. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar segir orðrétt:

“Bæjarfulltrúa ber að gegna bæjarfulltrúastörfum sínum af alúð og samviskusemi og gæta hagsmuna bæjarins, en í störfum sínum er bæjarfulltrúi einungis bundinn af lögum og sannfæringu sinni.”

Fyrirspurn til forseta bæjarstjórnar varðandi ráð til handa fyrrverandi bæjarstjóra sem hyggst leita réttar síns fyrir dómsstólum á engan veginn heima á fundum bæjarstjórnar ekki frekar en beiðni til bæjarfulltrúans Guðjóns Hjörleifssonar um að ráðleggja starfsmanni Vestmannaeyjabæjar varðandi tryggingamál eða sölu fasteigna.

Varðandi fyrirspurnir um samskipti meirihluta bæjarstjórnar við tiltekna starfsmenn Vestmannaeyjabæjar í máli 26 og 27 mun ég ekki svara. Það er með öllu óeðlilegt að ræða slík málefni einstakra starfsmanna að þeim forspurðum á fundum bæjarstjórnar.

Breytingar af því tagi sem nú eru í framkvæmd á stjórnskipulagi Vestmannaeyjabæjar leiða óhjákvæmilega til óþæginda, óvissu og sársauka að einhverju leiti hjá starfsmönnum bæjarins. Meirihlutinn hefur leitast við að upplýsa starfsmenn eftir bestu getu og veitt þeim og Starfsmannafélagi Vestmannaeyja tækifæri til þess að koma með ábendingar. Bæjarstjóri sem yfirmaður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar mun fara yfir þau mál sem að starfsmönnum bæjarins lúta, upp hafa komið og munu koma við þær skipulagsbreytingar sem nú eru hafnar.

Þær skipulagsbreytingar sem nú standa fyrir dyrum er liður í því að snúa af braut stöðnunar inn á braut framfara. Það má öllum vera ljóst að slíkt gerist ekki áreynslulaust. Það er því mikilvægt að bæjarfulltrúar og starfsmenn Vestmannaeyjabæjar snúi bökum saman og sameinist um að takast á við þau vandamál sem við blasa.”

Vestmannaeyjum 23. júlí 2003

Guðrún Erllingsdóttir (sign)

forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja

Liðurinn var upplesinn.

26. liður: Upplesið

27. liður: Upplesið

28. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

29. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Óska eftir því að svari bæjarstjóra fylgi ljósrit ar reikningum sem þegar hafa borist vegna þessa verks. Óska jafnframt eftir því að afrit allra reikninga verði lögð fram í bæjarráði þegar fullnaðaruppgjör liggur fyrir.”

Elliði Vignisson (sign)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

30. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

“Allt frá því að nýr meirihluti tók við í bæjarstjórn Vestmannaeyja í mars s.l. hefur minnihluti Sjálfstæðisflokks einbeitt sér að einu máli, það er að gæta hagsmuna fyrrverandi bæjarstjóra Inga Sigurðssonar og mál því tengdu. Annað hefur vart komið á dagskrá. Þetta hefur vakið mikla furðu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega gleymt því hlutverki sem þeir voru kosnir til að sinna, en það er að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga. Þetta sprikl verður enn undarlegra ef það er sett í það samhengi að fyrrverandi bæjarstjóri Guðjón Hjörleifsson hefði setið við meirihlutaskiptin í mars s.l. og flokkurinn hefði ólmast í því að halda honum í stól bæjarstjóra; hvað þá að það hefði þurft að greiða honum laun út kjörtímabilið eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill túlka hinn sérstæða ráðningarsamning við fyrrverandi bæjarstjóra. Allir sjá hvílík firra þetta er. Er því nema von að spurt sé, hvað skýrir svona hegðun? Því er vandsvarað. Þó er ljóst að nýráðinn bæjarstjóri hefur fengið það hlutverk að fara vandlega yfir fjárreiður bæjarins, fiskréttaverksmiðju og málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja o.fl. Málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja hafa t.d. ekki enn verið send lögreglu eins og samþykkt var að gera á bæjarráðsfundi 28. apríl s.l. og staðfest í bæjarstjórn 29. apríl s.l. Hvort það er ótti við að yfirferð yfir fjárreiður bæjarins dragi fram í dagsljósið upplýsingar sem íhaldið hefur viljað halda leyndu skal ósagt látið að sinni, en það er eina mögulega skýringin sem koma má auga á vegna alls þess kjánaskapar sem flokkurinn hefur sýnt af sér frá því að nýr meirihluti tók við. Meirihlutinn hvetur því íhaldið og fylgifiska hans að taka sér tak og snúa sér að því að vinna að hagsmunum bæjarfélagsins og láta af persónulegri hagsmunagæslu og koma sér útúr málefnum fyrrverandi bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar flokksins voru kosnir til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins. Það er því löngu orðið tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn fari að vinna samkvæmt því umboði. Enn fremur lítur meirihlutinn svo á að einstaklega vel hafi tekist til við ráðningu nýrra framkvæmdastjóra, enda eru þeir tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu svo snúa megi af vegi þeirrar stöðnunar sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur haldið Vestmannayjum á undanfarin þrettán ár.

Það er mat meirihlutans að ekki þurfi að auglýsa stöður framkvæmdastjóra. Það er einnig mat meirihlutans að þegar leitað hefur verið til fólks um að taka störfin að sér, hefði það verið mikill dónaskapur gagnvart öðrum að auglýsa störfin. Sjálfstæðisflokkurinn verður að finna vonbrigðum sínum yfir því að hafa misst meirihlutann í bæjarstjórn Vestmannaeyja annan farveg en að hamast á mikilvægi fyrrverandi bæjarstjóra og vöntun á auglýsingum.”

Vestmannaeyjum 23. júlí 2003

Jóhann Ó. Guðmundsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Ó. Jónasson (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

31. liður: Bæjarstjórn samþykkti fundargerð skólamálaráðs frá 17. júlí s.l. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Ráðningarsamningur bæjarstjóra:

Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar, lagði fram ráðningarsamning við Berg Elías Ágústsson um starf bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Ráðningarsamningurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun frá minnihluta bæjarstjórnar.

“Getum ekki samþykkt fyrirliggjandi ráðningarsamning við nýráðinn bæjarstjóra þar sem Vestmannaeyjabær verður með samningi þessum líklega eina bæjarfélagið á landinu sem mun þurfa að greiða tveimur bæjarstjórum laun út kjörtímabilið. Þessi gjörningur getur kostað skattborgara þessa bæjar tugi milljóna á kjörtímabilinu.

Janfnframt hörmum við ummæli og síðar bókun Lúðvíks Bergvinssonar og félaga á síðasta fundi bæjarstjórnar, en þar var bókað að þeirra beiðni að nýráðinn bæjarstjóri væri helsti trúnaðarmaður núverandi meirihluta og þannig væri hagsmunum bæjarfélagsins best borgið. Þessu erum við algjörlega ósammála og teljum það afar mikilvægt að allir bæjarfulltrúar og bæjarbúar geti leitað til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum hverju sinni sem bæjarstjóra allra bæjarbúa en ekki helsta trúnaðarmanns núverandi meirihluta bæjarstjórnar.

Þessi afdráttarlausa bókun meirihluta bæjarstjórnar sem er í andstöðu við hlutverk og starfsskyldur bæjarstjóra er greinilega stefna núuverandi meirihluta. Um leið skerðir þetta möguleika nýráðins bæjarstjóra til að sinna því starfi sem hann var ráðinn til. Þar til þessi bókun Lúðvíks og félaga hefur verið afturkölluð með formlegum hætti í bæjarstjórn munu samskipti bæjarfultrúa minnihlutans við nýráðinn bæjarstjóra taka mið af þessari bókun og stefnu núverandi meirihluta bæjarstjórnar.”

Arnar Sigurmundsson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

“Vísum fullyrðingum er koma fram í bókun Sjálfstæðisflokksins á bug. Bæjarstjóri er bæjarstjóri allra bæjarbúa. Við hvetjum sjálfstæðismenn til að starfa af fullum einhug í bæjarstjórn.”

Andrés Sigmundsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Ó. Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign)

3. mál:

Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 1. júlí s.l.

Liðir 1 – 6 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl. 21.20.

Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Andrés Sigmundsson

Jóhann Ólafur Guðmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Elliði Vignisson

Bergur E. Ágústsson