Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1329

26.06.2003

BÆJARSTJÓRN

1329. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 26. júní kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Andrés Sigmundsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.
Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Guðrún Erlingsdóttir fékk 4 atkvæði, Stefán Óskar Jónasson 1 atkvæði og 2 seðlar
voru auðir. Guðrún var því réttkjörin forseti bæjarstjórnar og tók hún við stjórn fundarins
af Andrési Sigmundssyni, fráfarandi forseta.
b) Kosning 1. og 2. varaforseta til eins árs.
Andrés Sigmundsson fékk 4 atkvæði, 3 seðlar voru auðir, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.
Arnar Sigurmundsson fékk 3 atkvæði, 4 seðlar voru auðir, sem 2. varforseti bæjarstjórnar.
c) Kosning ritara til eins árs.
Aðalmenn: Varamenn:
Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson
Selma Ragnarsdóttir Arnar Sigurmundsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Kosning í bæjarráð til eins árs.
Aðalmenn: Varamenn:
Andrés Sigmundsson Stefán Jónasson
Lúðvík Bergvinsson Guðrún Erlingsdóttir
Arnar Sigurmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Kosning í nefndir:

a) Kosning í nefndir til eins árs:

Íþrótta- og æskulýðsráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Björn Elíasson Smári Jökull Jónsson
Jóhann Freyr Ragnarsson Sigríður Bjarnadóttir
Georg Skæringsson Jóna Björk Grétarsdóttir
Elliði Vignisson Jóhann Þorvaldsson
Helga B. Ólafsdóttir Elsa Valgeirsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Sigríður Bjarnadóttir Óðinn Hilmisson
Sigurður Vilhelmsson Andrés Sigmundsson
Selma Ragnarsdóttir Ágústa J. Kjartansdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Nefnd um málefni ungs fólks: 3 aðalmenn.
Aðalmenn:
Smári Jökull Jónsson
Hjalti Einarsson
Einar Hlöðver Sigurðsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Samgöngunefnd: 3 aðalmenn.

Aðalmenn:
Andrés Sigmundsson
Valgeir Jónasson
Elliði Vignisson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Lúðvík Bergvinsson Stefán Óskar Jónasson
Arnar Sigurmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Lífeyrissjóðs: 1 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Sparisjóðs Vm.: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ragnar Óskarsson Stefán Óskar Jónasson
Arnar Sigurmundsson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þróunarfélag Vestmannaeyja: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Björn Elíasson Guðrún Erlingsdóttir
Andrés Sigmundsson Sigurður Gunnarsson
Helgi Bragason Elsa Valgeirsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst:

Breyting á 4. gr. samþykkta Þróunarfélags Vestmannaeyja.

Tillaga

“Lagt er til að stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja verði skipuð þremur mönnum kjörnum af bæjarstjórn Vestmannaeyja.”

Greinargerð

Með tillögu þessari er lagt til að fækkað verði í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja úr fimm í þrjá. Háskóli Íslands, sem upphaflega var skráður fyrir 20% eignarhlut, hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í greiðslu skulda félagsins. Með þeirri yfirlýsingu lítur meirihlutinn svo á að hann hafi í raun afsalað eignarhlut sínum, enda að þeirra sögn aldrei hugsunin að Háskólinn tæki fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum. Því hefur ekki verið mótmælt. Í ljósi þessa verður að telja að stjórn félagsins verði einungis skipuð þremur fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, enda ber bærinn alla fjárhagslega ábyrgð á óstjórn fortíðar og skuldum félagsins, og er því í reynd eini eigandi félagsins. Saman verður að fara stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð. Þessi breyting er því mikilvæg svo tryggt verði að hagsmunir bæjarsjóðs verði fyrst og fremst hafðir í fyrirrúmi við niðurlagningu félagsins.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Aðalmenn: Varamenn:

Andrés Sigmundsson Guðrún Erlingsdóttir

Björn Elíasson Sigurður Gunnarsson

Helgi Bragason Elsa Valgeirsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Kosning í nefndir til fjögurra ára:
Almannavarnanefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Bjarni Sighvatsson Eiríkur Þorsteinsson
Adolf Þórsson Sigurður Þ. Jónsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Félagsmálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Steinunn Jónatansdóttir Svavar Valtýr Stefánsson
Svava Bogadóttir Auður Einarsdóttir
Sigrún Gísladóttir Eygló Harðardóttir
Elsa Valgeirsdóttir Helga Björk Ólafsdóttir
Ágústa J. Kjartansdóttir Bergþóra Þórhallsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands: 1 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Andrés Sigmundsson Guðrún Erlingsdóttir
Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson
Guðjón Hjörleifsson Selma Ragnarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Hafnarstjórn: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Hörður Þórðarson Svavar Valtýr Stefánsson
Valmundur Valmundsson Ásþór Jónsson
Skæringur Georgsson Hörður Rögnvaldsson
Stefán Friðriksson Viðar Elíasson
Sigmar G. Sveinsson Jóhann Þorvaldsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Húsnæðisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Valtýsdóttir Svavar Valtýr Stefánsson
Hörður Rögnvaldsson Sæmundur Ingvarsson
Sigurður Friðbjörnsson Bergþóra Þórhallsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Jafnréttisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Gylfi Sigurðsson Guðný Bjarnadóttir
Þórunn Engilbertsdóttir Sigrún Gísladóttir
Jóhanna K. Reynisdóttir Sveinn Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Kjörstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Sigurður Vilhelmsson Hjálmfríður Sveinsdóttir
Jón Ingi Hauksson Björgvin Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
Undirkjörstjórn 1(1. kjördeild): 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir
Einar Bjarnason Ingibjörg Finnbogadóttir
Þuríður Helgadóttir Óðinn Steinsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Undirkjörstjórn 2 (2. kjördeild): 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Anna Friðþjófsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Kristín Haraldsdóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Landnytjanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Páll Scheving Ingvarsson Jón Ingi Hauksson
Sæmundur Ingvarsson Ómar Reynisson
Ómar Garðarsson Sigurður Páll Ásmundsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Friðbjörn Ólafur Valtýsson Baldvin Kristjánsson
Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson
Skæringur Georgsson Hallgrímur Rögnvaldsson
Helgi Bragason Sigurður Páll Ásmundsson
Stefán Þór Lúðvíksson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skólamálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Ólafur Guðmundsson Kristín Valtýsdóttir
Ragnar Óskarsson Bjarni Ólafur Guðmundsson
Eygló Harðardóttir Þórunn Engilbertsdóttir
Guðríður Ásta Halldórsdóttir Arnar Sigurmundsson
Bergþóra Þórhallsdóttir Elliði Vignisson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skólanefnd framhaldsskóla: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Svava Bogadóttir Guðrún Anna Valgeirsdóttir
Friðrik Friðriksson Helga B. Ólafsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Umhverfisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Steinunn Jónatansdóttir Margrét Lilja Magnúsdóttir
Hallgrímur Rögnvaldsson Skæringur Georgsson
Sigurður Páll Ásmundsson Einar Steingrímsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands: 1 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Selma Ragnarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skoðunarmenn: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Jón Ingi Hauksson Laufey Konný Guðjónsdóttir
Hörður Óskarsson Andrea Atladóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þjónustuhópur aldraðra: 2 aðalmenn
Aðalmaður:
Hera Ósk Einarsdóttir
Lea Oddsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 12. júní sl.

Svohljóðandi bókun barst:

“Minnihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á það að niðurstöður um aðkomu hafnarsjóðs varðandi byggingu þurrkvíar í Vestmannaeyjum liggi fyrir áður en Alþingi kemur saman í byrjun október nk.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Liðir 1-6 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál.

Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 10. júní sl.

Liðir 1-11 voru samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 19. júní sl.

Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

6. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2673. fundur frá 2. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður:

Svohljóðandi bókun barst:

“Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

Mótmæli þeim úrskurði forseta bæjarstjórnar að ekki megi ræða 11. mál á fundi bæjarráðs frá 2. júní sl. á opnum fundi bæjarstjórnar í dag 26. júní 2003.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Forseti úrskurðar:

Heimila ekki efnislega umræðu um tillögu þá sem formaður bæjarráðs úrskurðaði að kæmi ekki á dagskrá vegna fjarveru flutningsmanns, en sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir að bæjarfulltrúar hafi málfrelsi og tillögurétt meðan þeir sitja fundi og þeim lögum ber að hlýta.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn, þ.e. úrskurður formanns bæjarráðs, var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

b) 2674. fundur frá 10. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Svohljóðandi bókun barst:

Bókun v/4. máls bæjarráðs frá 10. júní sl.:

“Tökum undir bókanir Arnars Sigurmundssonar þar sem fram kemur að megináhersla núverandi meirihluta bæjarstjórnar er að reyna að rifta ráðningarsamningi frá 12. júní 2002 við Inga Sigurðsson bæjarstjóra sem gildir til loka kjörtímabils vorið 2006. Viljum jafnframt minna á að sá ráðningarsamningur var samþykktur án mótatkvæða í bæjarstjórn Vestmannaeyja 12. júní 2002 og undirritaður af þáverandi forseta bæjarstjórnar f.h. Vestmannaeyjabæjar og vottaður af Lúðvíki Bergvinssyni og Andrési Sigmundssyni bæjarfulltrúum.

Hvernig væri nú að núverandi meirihluti bæjarstjórnar hætti þessum hringlandahætti í stjórnunarstörfum sínum og færi að snúa sér að meginverkefnum bæjarstjórnar á hverjum tíma og þar skiptir þróun byggðar og atvinnumála í Vestmannaeyjum mestu máli.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Ráðningarsamningur núverandi bæjarstjóra var samþykktur með fjórum atkvæðum fyrrverandi meirihluta, þrír sátu hjá. Að öðru leyti er dylgjum og kjánaskap sem í bókuninni finnst vísað á bug.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

5. liður: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 fjarverandi.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Bókun:

Óskum eftir greinargerð frá fv. forseta bæjarstjórnar Andrési Sigmundssyni um Færeyjaferðina. Hve stór hluti ferðarinnar var á vegum Vestmannaeyjabæjar og hvaða embættiserindi voru það sem forseti bæjarstjórnar innti af hendi í ferðinni?”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2675. fundur frá 16. júní sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

Tillaga

“Leggjum til að rætt verði við núverandi rekstraraðila Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja eins og einróma var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Jafnframt falli bæjarstjórn frá samþykkt meirihluta bæjarráðs frá 16. júní sl. og gert verði sérstakt tímabundið samkomulag á milli aðila meðan á viðræðum stendur.

Það er siðferðisleg skylda bæjaryfirvalda í ljósi samþykktar bæjarstjórnar að þess verði freistað í samningum við Gámaþjónustu Vestmannaeyja ehf. að gera nýjan rekstrarsamning sem komi í stað núverandi samnings sömu aðila.

Á meðan atvinnumál eru erfið í Eyjum er verið með þessu háttalagi meirihluta bæjarstjórnar að skapa enn meiri óvissu hjá fjölda starfandi manna í bænum.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

Uppsögn samningsins er liður í aðgerðum meirihlutans til að draga úr kostnaði við rekstur bæjarsjóðs. Nauðsynlegt er að ráðast í slíkar aðgerðir eftir langvarandi óstjórn í fjármálum bæjarsjóðs í 13 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Í ljósi þess að fyrrverandi meirihluti, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hóf aldrei raunverulegar viðræður við þann aðila sem nú hefur með sorphreinsun að gera, þrátt fyrir samþykktir bæjarstjórnar þar um, mun meirihlutinn m.a. láta á það reyna hvort viðunandi samningar við hann kunni að nást.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögu minnihlutans verði vísað frá þar sem málið er í viðunandi farvegi.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“Bæjarráð samþykkir að fela tækni- og umhverfissviði Vestmannaeyjabæjar að gera áætlun um kostnað við að koma upp göngustíg og göngubrú í Neðri-Kleifum er taki land í sandfjörunni “Undir Löngu” sunnan Heimakletts. Bæjarráð óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir eigi síðar en 30. september nk. Komi til framkvæmda verði verkið unnið í nánu samstarfi við hafnarstjórn Vestmannaeyja, enda staðsetning mannvirkja á athafnasvæði hafnarinnar.”

Greinargerð:

Það hefur lengi verið draumur margra Eyjamanna að koma á tengingu milli uppfyllingar norðan Friðarhafnar og svæðisins “Undir Löngu”. Á fyrri hluta síðustu aldar var göngubrú í berginu í Neðri-Kleifum er tók land í fjörunni “Undir Löngu”. Það eiga margir Eyjamenn góðar minningar um ferðir “Undir Löngu” á smábátum yfir sumartímann. Þetta svæði var dæmigert útivistarsvæði einkum barna og unglinga á góðvirðisdögum. Menningartengd ferðaþjónusta verður sífellt umfangsmeiri og falla nýjar hugmyndir menningarmálanefndar um staðsetningu Blátinds VE á bóli á svæðinu mjög vel að þessari tillögu.

Gangi þessi tillaga eftir er nauðsynlegt að góð samvinna takist á milli allra þeirra aðila sem koma að málinu með einum eða öðrum hætti.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og vísar henni til áframhaldandi vinnslu ásamt hugmyndum sem fram koma í starfshópunum sem eru að störfum og skila skýrslu til bæjarráðs á morgun, enda sams konar tillögu að finna í a.m.k. tveimur hópum sem unnu að skýrslunni.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður. Upplesið.

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Upplesið.

16. liður: Upplesið.

d) 2676. fundur frá 23. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Arnar Sigurmundsson gerði grein fyrir hásetu sinni með vísan í bókun sína í bæjarráði.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Svohljóðandi breyting var gerð á ályktun bæjarráðs:

“………… sem nemur að heildarupphæð kr. 200.000.-. Gert verði ……”

Liðurinn var samþykktur með ofangreindri breytingu með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að fengið verði álit félagsmálaráðuneytisins á lögmæti ákvarðanna sem teknar voru undir 3. lið fundar ÞV dags. 29. apríl sl.”

Bókun

Á framangreindum fundi voru mættir tveir af fimm stjórnarmönnum ÞV og í upphafi fundar var bókað inn bréf frá öðrum stjórnarmönnum þar sem óskað var eftir að fundi yrði frestað um tvo til þrjá daga og það tekið fram að ákvarðanir sem teknar væru af stjórn sem ekki væri ályktunarhæf, væru alltaf ógildanlegar, enda er slíkur annmarki alltaf verulegur.

Meirihluti stjórnar ÞV hefur samþykkt að framangreindar ákvarðanir séu markleysa en bæjarráð hefur hafnað þeirri ákvörðun án heimildar.

34. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hljóðar svo

Málsmeðferð.

 Stjórnsýslunefnd er ályktunarhæf þegar meirihluti nefndarmanna situr fund.

 Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum. Verði atkvæði jöfn telst tillaga fallin. Þegar atkvæði eru jöfn við kosningu manns í starf ræður hlutkesti.

Greinin kveður á um það hvenær stjórnsýslunefnd telst ályktunarhæf, þ.e. hversu margir nefndarmenn þurfa að sækja fund svo að nefndin geti tekið ákvörðun. Samkvæmt ákvæðinu er stjórnsýslunefnd ekki ályktunarhæf nema meira en helmingur nefndarmanna sé mættur á fund. Í fimm manna nefnd þurfa því a.m.k. þrír menn að mæta. Ef ákvörðun er tekin af nefnd sem ekki er ályktunarhæf er slík ákvörðun alltaf ógildanleg, enda telst slíkur annmarki í eðli sínu ávallt verulegur.

Það verður að teljast með ólíkindum að nýr meirihluti undir forystu lögfræðingsins og alþingismannsins sem hefur haft uppi stór orð um bætta stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar, telji að framangreindar vinnureglur séu sjálfsagðar. Þar sem svo er komið er nauðsynlegt að fá álit félagsmálaráðuneytisins um það hvort svona vinnulag standist stjórnsýslulög og þá um leið hvort ákvörðunin er gild.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Svohljóðandi frávísunartillaga og bókun barst:

“Tillögunni er vísað frá enda getur minnihlutinn leitað réttar síns hjá ráðuneytinu.”

Bókun 26.06.03:

“Meirihlutinn óskar bókað:

Vegna afstöðu 3ja stjórnarmanna á fundi í Þróunarfélaginu þann 20. júní sl., 3. mál, viljum við taka fram: Að meirihlutinn telur það vera mikið ábyrgðarleysi að taka persónulega hagsmuni tiltekinna einstaklinga fram yfir hagsmuni samfélagsins í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem félagið er í. Komi í ljós að þetta ábyrgðarleysi viðkomandi stjórnarmanna leiði til umtalsverðra útgjalda, gæti reynst nauðsynlegt að kanna réttarstöðu bæjarins vegna þess fjárhagstjóns sem ákvarðanir þeirra leiddu til.

Slæm fjárhagsstaða félagsins verður fyrst og fremst rakin til rangra ákvarðana þessara sömu manna, ásamt fyrrverandi stjórnarformanni, en skuldir félagsins nema nú u.þ.b. 70 milljónum króna. Þær skuldir munu alfarið lenda á bæjarsjóði, þar sem litlar sem engar eignir eru til í félaginu. Þá hefur kostnaður bæjarsjóðs vegna félagsins aukist til mikilla muna þar sem Vestmannaeyjabær hefur neyðst til að taka að sér að greiða starfsmönnum félagsins laun, vegna slæmrar afkomu félagsins.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

14. liður: Upplesið.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.55.

Stefán S. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Andrés Sigmundsson

Selma Ragnarsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Guðrún Erlingsdóttir

Ingi Sigurðsson