Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1328

28.05.2003

BÆJARSTJÓRN

1328. fundur.

Ár 2003, miðvikudaginn 28. maí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Andrés Sigmundsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka 7. mál frá 2672. fundi bæjarráðs. Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 23. maí sl.

Liðir 1-4 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 6. maí sl.

Liðir 1-12 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2.668. fundur frá 5. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2669. fundur frá 13. maí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun frá Guðjóni Hjörleifssyni:

“Óska eftir því að tillaga Selmu Ragnarsdóttur í bæjarstjórn og afgreiðsla hennar frá 30.1. 2003 verði bókuð með þessu máli en tillagan var svohljóðandi:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að vinna að stofnun frumkvöðlaseturs í Vestmannaeyjum með stuðningi ríkisvaldsins með nýsköpun og atvinnuþróun að leiðarljósi. Þjónusta við Eyjamenn í þessum efnum er minni en víða annarsstaðar og hljótum við að gera þá kröfu að sambærileg þjónusta verði til staðar í Vestmannaeyjum til þess að stuðla að frumkvöðlastarfi og frekari nýsköpun í byggðarlaginu.”

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Undir þessum lið var jafnframt tekið fyrir 7. mál frá 2672. fundi bæjarráðs skv. ákvörðun í upphafi fundar.

Svohljóðandi tillaga barst:

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar Vestmannaeyja á erindi heilbrigðisráðuneytis vegna lyfsöluleyfis Lyf og Heilsu ehf.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er hlynnt því að heilbrigðisráðherra veiti nýtt lyfsöluleyfi til handa Lyf og heilsu ehf. miðað við fyrirliggjandi upplýsingar en með eftirfarandi skilyrðum:

Ø Í 20. gr. laga nr. 93/1994 er eftirfarandi ákvæði:

“ Ráðherra er heimilt að kveða á um vaktskyldu lyfsöluleyfishafa.”

Í ljósi þess að til staðar í Vestmannaeyjum er apótek þá er nauðsynlegt fyrir þjónustuþáttinn að opnunartími nýs apóteks sé eigi minni en nú er. Það þýðir að opnunartími sé skv. 15. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 426/1997 þar sem segir eftirfarandi:

“Afgreiðslutími lyfjabúða skal vera frá kl. 9 til kl. 18 virka daga nema laugardaga og almenna frídaga…………………………………Heimilt er ráðherra að veita leyfi til skemmri afgreiðslutíma enda liggi fyrir umsókn lyfsöluleyfishafa þar um.

Því setur bæjarstjórn Vestmannaeyja sig ekki á móti því að afgreiðslutími nýs apóteks verði frá kl. 10 til kl. 18 á virkum dögum eins og segir í umsókn Björns Jóhannssonar.

Varðandi laugardaga og sunnudaga þá er opnunartími núverandi apóteks á laugardögum frá kl.10-14 og á sunnudögum frá kl.17-17.30.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer fram á að opnunartími nýs apóteks Björns Jóhannssonar verði sá sami á laugar- og sunnudögum eins og nú er. Tryggja verður þetta skilyrði ef svo kæmi til að núverandi apótek leggðist af.

Ø Í 28. gr. laga nr. 93/1994 er kveðið á um afgreiðslu lyfja og þar kemur fram að á almennum afgreiðslutíma og á álagstímum utan almenns afgreiðslutíma að jafnaði vera að störfum eigi færri en tveir lyfjafræðingar við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer fram á að umrætt ákvæði verði skilyrt með nýju lyfsöluleyfi þannig að sú þjónusta sem Vestmannaeyingar búa við í dag verði eigi lakari með tilkomu nýs apóteks, svo ekki sé talað um ef núverandi apótek leggst af.

Að þessu ofansögðu er bæjarstjórn Vestmannaeyja sátt við að ráðherra gefi út nýtt lyfsöluleyfi til handa Birni Jóhannssyni.

Ef ráðherra telur sér ekki fært að taka þessi skilyrði inn í nýtt lyfsöluleyfi þá er umsögn bæjarstjórnar Vestmannaeyja neikvæð varðandi umrætt leyfi.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Tillagan var felld á jöfnum atkvæðum, 3 með, 3 á móti og 1 sat hjá.

Svohljóðandi bókun barst frá Guðjóni Hjörleifssyni með vísan til hjásetu sinnar:

“Tek ekki afstöðu til þess hvaða apótek eða hverjir annast rekstur lyfjabúðar í Vestmannaeyjum á hverjum tíma. Legg áherslu á að 4500 manna markaður í Eyjum þolir eingöngu rekstur einnar lyfjabúðar til lengdar. Samkeppni í lyfjaverslun hefur aukist mikið á síðustu árum og staðarvernd fyrir lyfsala í héraði er ekki lengur til staðar með sama hætti og áður. Rekstur lyfjabúðar sem veitir góða þjónustu er mikið öryggisatriði fyrir byggðarlagið jafnframt því að verðlagning þjónustunnar sé fyllilega sambærileg við önnur sambærileg sveitarfélög. Því er nauðsynlegt að aðgangur að lyfjum sé ávallt góður og að ekki sé sparað til með starfsfólk, opnunartíma og aðra þjónustu.

Beinar tekjur bæjarins af rekstri eru útsvarstekjur starfsmanna og því mikilvægt að a.m.k. sami fjöldi starfsfólks verði áfram við þennan rekstur.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Ályktun bæjarráðs var loks samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Upplesið.

c) 2670. fundur frá 19. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Legg til að gengið verði til samninga við Tölvun í samræmi við tillögu bæjartæknifræðings.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 1 á móti, 2 sátu hjá.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2671. fundur frá 21. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 fjarverandi.

e) 2672. fundur frá 26. maí sl. og greinargerð.

1. liður: Svohljóðandi tillaga og greinargerð barst:

Tillaga

“Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkir fyrirliggjandi tillögu í greinargerð IBM um fyrsta áfanga að nýju stjórnskipulagi fyrir bæjarfélagið. Enn fremur samþykkir bæjarstjórn að strax verði ráðist í áfanga 2, sem skal vera tilbúinn fyrir 19. júní n.k.

Þar sem í tillögu um nýtt stjórnskipulag er gert ráð fyrir að tiltekin starfsheiti hjá Vestmannaeyjabæ verði lögð niður, samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því við Ástráð Haraldssonar hæstaréttarlögmann að hann skili álitsgerð vegna þessa. Í henni verði einnig fjallað um um réttarstöðu bæjarins vegna gildandi ráðningarsamninga. Þetta teljum við nauðsynlegt að gera, svo réttindi allra starfsmanna bæjarins og bæjarins sjálfs verði tryggð, þrátt fyrir breytingar á stjórnskipulagi.

Náist samningar við lögmanninn verður verksamningur við hann lagður fyrir bæjarráð um leið og hann verður tilbúinn. Forseta bæjarstjórnar er falið að sjá um samningsgerð fyrir bæinn.

Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að skoðun á rekstri Hraunbúða fari fram fyrr en verksamningur Vestmannaeyjabæjar og IBM gerir ráð fyrir og þeirri skoðun verði lokið fyrir 30. júní n.k.”

Greinargerð

Í tillögu IBM er gert ráð fyrir að stjórnskipulag bæjarins skiptist í þrjú starfssvið í stað sjö starfssviða sem starfseminni er skipt upp í nú.

Miklar áherslu­­breyt­­ingar í stöðugt vaxandi þjónustu af hálfu sveitarfélaga krefjast endurskilgrein­ingar á verkferlum og skipulagi. Athuga þarf hvort ná má betri nýtingu starfskrafta starfsmanna og þeirra skatt­tekna sem sveitar­félögin hafa til að standa undir þessum þjónustu­skyldum. Þessar aðstæður krefjast endurmats þeirra aðferða og skipulags sem beitt er hverju sinni við lausn verkefna.

Forsendur árangursríkrar stjórnunar felast í skýrri verkaskiptingu, greiðum og einföldum boðleiðum og skipulögðu upplýsingastreymi í starfsemi bæjar­félagsins.

Þess vegna er mikilvægt að stjórnskipulag bæjarfélagsins verði endurskoðað með það fyrir augum að einfalda það og aðlaga að breyttum aðstæðum um leið og áhersla er lögð á að tryggja betri nýtingu starfskrafta og fjármagns.

Í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að tap á rekstri Hraun­búða geti orðið allt að 28,0 milljónir króna. Á síðasta ári greiddi ríkissjóður um 20,0 milljónir króna til þess að mæta hallarekstri fyrri ára. Þrátt fyrir það er skuld heimilisins við bæjarfélagið um 12,2 milljónir króna um síðustu áramót. Á þessu ári hafa borist um 9,6 milljónir króna í sama tilgangi. Þrátt fyrir það má reikna með að skuld heimilisins við bæjarfélagið vaxi verulega á þessu ári ef ekkert verður að gert. Mjög áríðandi er að skoðun á rekstri heimilisins fari fram sem fyrst til þess að freista þess að leiðir finnist til þess að hagræða í rekstrinum og koma þannig í veg fyrir meiri fjárútlát bæjarfélagsins en lög og reglur kveða á um.

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsrétti og var um skeið starfsmaður Alþýðusambands Íslands.

28. maí 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum og 3 á móti.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn er hlynnt tillögunni og vísar henni að öðru leyti til hafnarstjórnar.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ályktun bæjarráðs var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Í 34. gr. stjórnsýslu segir orðrétt “Stjórnsýslunefnd er ályktunarhæf þegar meirihluti nefndarmanna situr fund.” Í samræmi við framangreint eru allar ákvarðanir teknar á fundi Þróunarfélagsins þann 29. apríl sl. markleysa og það vítavert að fundur skildi haldinn með tveimur nefndarmönnum af fimm og teknar ákvarðanir þar sem m.a. eru gerðar miklar skipulagsbreytingar á starfsemi félagsins. Sú ákvörðun að segja upp starfsfólki og aðstöðu vegna ferðamála og miða uppsagnardag vð 1. ágúst, á miðri ferðavertíð, ber vott um það stjórnleysi sem í gangi er hjá nýjum meirihluta og skiljanlegt að aðilar í ferðaþjónustu hafi lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála hjá nýjum meirihluta Andrésar og V-listans. Ef endurskipuleggja á starfsemi bæjarins í ferðamálum er eðlilegt að það sé gert að hausti að lokinni ferðamannavertíð.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst við lið 2 e):

Afgreiðslutillaga

“Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa eftir talmeinafræðingi til starfa við leik- og grunnskóla Vestmannaeyja. Skólamálafulltrúa í samráði við sérfræðiþjónustu skóla verði falið að skipuleggja starf talmeinafræðings innan núverandi heimilda um stöður vegna sérkennslu.”

Vestmannaeyjum, 28. maí 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af 2. máli, d. lið, skólamálaráðs frá 20.5. leggjum við fram eftirfarandi tillögur:

Leggjum mikla áherslu á að nýr 4 deilda leikskóli verði byggður á lóð Sóla og verði vöntun á viðbótarlóð verði rætt við Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum. Jafnframt verði teikning 4ra deilda leikskóla, sem er sambærilegur við leikskóla í Árborg, notuð enda hafa fagaðilar, m.a. stjórnendur leikskóla í Eyjum, lagt það til eftir skoðun.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Fram kom tillaga um að vísa tillögunni tl skólamálaráðs.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðslutillagan hér í upphafi málsins var síðan borin upp til atkvæða.

Var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var að lokum samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Upplesið.

4. mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar, A og B hluti, fyrir árið 2002 (samstæða).

- Síðari umræða –

Ingi Sigurðsson, bæjartjóri, hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2002:
Heildartekjur kr. 2.066.584.000
Heildargjöld kr. 1.619.664.000
Afskriftir kr. 45.738.000
Óvenjulegir liðir kr. 508.216.000
Rekstrarniðurstaða kr. 446.920.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.950.153.000
Eigið fé kr. 81.531.000
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá
Guðrún Erlingsdóttir, Björn Elíasson og Stefán Óskar Jónasson gerðu grein
fyrir atkvæði sínu með vísan í bókun hér á eftir.
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 170.626.272
Heildargjöld kr. 226.272.650
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -55.646.378
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.604.218.000
Eigið fé kr. 1.030.592.058
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2002:
Heildartekjur kr. 16.350.197
Heildargjöld kr. 1.537.542
Rekstrarniðurstaða kr. 14.812.655
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 479.409.775
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -517.122.313
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 37.176.857
Heildargjöld kr. 47.135.358
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -9.958.501
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 144.000.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -9.958.501
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2002:
Heildartekjur kr. 148.524.566
Heildargjöld kr. 158.420.641
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -9.896.075
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 149.083.594
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -9.896.075
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
f) Ársreikningur Þróunarfélags Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 16.692.986
Heildargjöld kr. 32.272.703
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -15.579.717
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 49.158.570
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -8.559.444
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
g) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2002:
Heildartekjur kr. 32.022.746
Heildargjöld kr. 53.899.169
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -21.876.423
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 39.838.294
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

Svohljóðandi bókun barst:

“Eins og ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2002 bera með sér er staða bæjarins mjög slæm miðað við síðustu áramót, bæði hvað varðar skuldastöðu og kostnað við rekstur málaflokka. Er því greinilegt að grípa þarf til aðhaldsaðgerða og jafnvel sölu eigna vegna nauðsynlegra framkvæmda. Einnig þarf að ná tökum á stjórnsýslunni, sem hefur verið í molum síðustu ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hefur nýr meirihluti því gripið til fyrstu aðgerða með skýrslu IBM Business Consulting Services og gert tillögu um fyrsta áfanga að breyttu stjórnskipulagi og þar með jafnframt stigið skref í áttina að bættu stjórnkerfi, sem aftur ætti að skila sér í betri meðferð fjármuna. Er það von meirihlutans að þetta muni leiða til aukins aðhalds og sparnaðar í rekstri bæjarins, en jafnframt til betri og skilvirkari þjónustu á ýmsum sviðum öllum bæjarbúum til hagsbóta.

28. maí 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

" Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Fögnum niðurstöðu ársreiknings Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir 2002 en þar kemur meðal annars fram að hagnaður varð á samstæðureikningi að fjárhæð 370 milljónir króna."

Arnar Sigurmundsson (sign), Guðjón Hjörleifsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

" Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu í ársreikningum bæjarsjóðs skýrist fyrst og fremst af sölunni á Bæjarveitum til Hitaveitu Suðurnesja. Nú kemur það enn á ný í ljós að sú ákvörðun var mjög hagstæð fyrir bæjarfélagið."

Andrés Sigmundsson (sign)

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir ofangreinda bókun.

Í lok fundarins minntist forseti Jóhanns Björnssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem lést 12. maí sl.

Bæjarfulltrúar risu úr sætum í virðingarskyni við hinn látna.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.05.

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Andrés Sigmundsson

Björn Elíasson

Guðrún Erlingsdóttir

Ingi Sigurðsson