Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1327

29.04.2003

BÆJARSTJÓRN

1327. fundur.

Ár 2003, þriðjudaginn 29. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Þórsheimilinu.

Forseti bæjarstjórnar Andrés Sigmundsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður fundargerðin tekin sem 1. mál b) og fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar 2002 verður tekin sem 2. mál.

Jafnframt var leitað afbrigða til þess að taka fyrir og kynna bréf frá Óskari P. Friðrikssyni dags. 28. apríl sl. þar sem fram voru lagðar undirskriftir 912 einstaklinga þar sem skorað er á bæjarstjórn að staðfesta ráðningarsamning Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra, út kjörtímabilið 2006.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Arnar Sigurmundsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur undir það traust á Inga Sigurðssyni bæjarstjóra sem fram kemur í undirskriftalistum 912 bæjarbúa sem lagðir voru fram á fundi bæjarstjórnar í dag.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

1. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2666. fundur frá 16. apríl sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Upplesið.

b) 2667. fundur frá 28. apríl sl.

1 liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Það er undarleg árátta Sjálfstæðismanna að reyna að gera fyrrverandi framkvæmdastjóra einan ábyrgan og tortryggilegan vegna reksturs Þróunarfélags Vestmannaeyja. Í úrskurði félagsmálaráðuneytisins kemur skýrt fram að stjórn og framkvæmdastjóri báru ábyrgð á rekstri félagsins. Það er eins og Sjálfstæðismenn leiti allra leiða tl að hengja bakara fyrir smið, væntanlega í því skyni að komast hjá því að þurfa að axla sína ábyrgð. Fulltrúar meirihlutans harma þessi vinnubrögð Sjálfstæðismanna.”

Vestmannaeyjum, 29. apríl 2003.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Undirritaðir bæjarfulltrúar taka undir bókun Arnars Sigurmundssonar í síðasta bæjarráði. Jafnframt hörmum við að enn og aftur skuli eiga að þæfa og tefja framgang málefna Þróunarfélags Vestmannaeyja í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika ákveðins frambjóðanda til alþingis í vor.”

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja hafa verið til umfjöllunar í langan tíma. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins bíður ekki uppá aðra afgreiðslu í bæjarstjórn en þá sem hér er lagt til. Í lífinu og pólitík skapar hver einstaklingur sinn trúverðugleika sjálfur. Ábyrgðinni verður ekki kastað á aðra í þeim efnum.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu í þær bókanir sínar sem fram hafa komið í málinu.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans og Andrés Sigmundsson vísuðu í þær bókanir sínar sem fram hafa komið í málinu.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur heils hugar undir ályktun 63. fundar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar heildarendurskoðun tekjustofna sveitarfélaga.”

Vestmannaeyjum, 29. apríl 2003.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Elliði Vignisson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi áskorun barst:

Áskorun

Skorum á núverandi meirihluta að leggja fram frekari rökstuðning þar sem fram kemur hvað telja má refsivert í málefnum Þróunarfélags Vestmannaeyja. Kæra til Efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra er grafalvarlegt mál og nauðsynlegt að bæjarfulltrúar verði upplýstir frekar um það hvaða lög menn telji að hafi verið brotin.

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Vísum í bókun 2. máls t.d. að því er varðar lög um bókhald og ársreikninga o.fl.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

21. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

22. liður: Leitað var afbrigða til þess að taka fundargerð hafnarstjórnar frá 24. apríl sl. á dagskrá.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundargerðin var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Ársreikningar A og B hluta fyrirtækja Vestmannaeyjabæjar 2002 (samstæða)

- Fyrri umræða –

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2002:
Heildartekjur kr. 2.066.584.000
Heildargjöld kr. 1.619.664.000
Afskriftir kr. 45.738.000
Óvenjulegir liðir kr. 508.216.000
Rekstrarniðurstaða kr. 446.920.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.950.153.000
Eigið fé kr. 81.531.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 170.626.272
Heildargjöld kr. 226.272.650
Rekstrarniðurstaða ( - neikvæð) kr. -55.646.378
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.604.218.000
Eigið fé kr. 1.030.592.058
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2002:
Heildartekjur kr. 16.350.197
Heildargjöld kr. 1.537.542
Rekstrarniðurstaða kr. 14.812.655
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 479.409.775
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -517.122.313
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 37.176.857
Heildargjöld kr. 47.135.358
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -9.958.501
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 144.000.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -9.958.501
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2002:
Heildartekjur kr. 148.524.566
Heildargjöld kr. 158.420.641
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -9.896.075
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 149.083.594
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -9.896.075
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.
f) Ársreikningur Þróunarfélags Vestmannaeyja 2002:
Heildartekjur kr. 13.985.000
Heildargjöld kr. 32.272.703
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -18.287.703
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 49.158.570
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -11.267.430
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.
g) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2002:
Heildartekjur kr. 32.022.746
Heildargjöld kr. 53.899.169
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -21.876.423
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 39.838.294
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum
til skoðunarmanna og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Er hér var komið var fundi lokað og það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.05.

Guðrún Erlingsdóttir

Andrés Sigmundsson

Elliði Vignisson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Lúðvík Bergvinsson

Ingi Sigurðsson